Samvinnan - 01.12.1949, Blaðsíða 50

Samvinnan - 01.12.1949, Blaðsíða 50
Söluskaflarnir í Bandaríkjunum Eftir Hannes Jónsson félagsfrœðing RÁTT fyrii' alla gjaldeyrisörðug- leikana hef eg aldrei séð landa koma svo til Bandaríkjanna, að hann eyði ekki töluverðum tíma og pening- um í stóru verzlununum vestra nokkra fyrstu daga sína í Ameríku. Hann finnur sig knúðan til þess að kaupa eitthvað af því fjölbreytta vöruúrvali, sem jafnan er á boðstólum í gósen- landinu, en skortur er á heima á Fróni. Sölubúðir eins og Macy’s Gimble’s, Montgomery Ward, Sears Robuck og fleiri slíkar eru jafnvel ofar á blaði hans en vinsælar ferða- mannastaðir, svo sem Empireturninn, Listasafnið á Fimmtu götu, Metropoli- tan-óperuhúsið og ýmsir frægir nætur- klúbbar við og nærri Times-torginu. Kynnist skattafyrirkomulaginu. Það er einmitt vegna þessarar sólgni landans í bandarísku sölubúðirnar, að hann lærir fljótt ýmislegt um skatta- fyrirkomulagið vestra. Þetta stafar af því, að næstum hver og ein einasta verzlun í Bandaríkjunum er eins kon- ar tollinnheimtustofnun. Segjum að við séum stödd í Raleigh, höfuðborginni í Norður Karolína. Við förum inn í Sears Robuck og kaupum föt, skó, tannkrem og tannbursta. „Hvað kostar þetta?“ spyrjum við. „Sextíu og fimrn dollara,“ svarar af- greiðslumaðurinn. Við tökum 65 dollara upp úr vesk- inu og látum þá á búðarborðið með mikilli eftirsjón. Nú höldum við að viðskiptin séu úti og strunsum af stað út úr verzlun- inni. En búðarþjónninn er ekki alveg á því, að viðskiptunum sé lokið svo hann kallar á eftir okkur: „Augnablik. Þér eigið eftir að borga söluskattinn." Hvað er söluskatturmn? „Söluskattinn? Hvað er nú það?“ spyrjum við forviða. „Það er ríkisskattur, sem allir verða að borga af verzlunarvörunum,“ svar- ar búðarþjónninn með afsökunarbrosi. Eftir nokkrar umræður um málið vitum við, að þessum skatti er þannig fyrir komið, að kaupmenn innheimta hann fyrir ríkið. Þeir innheimta 3% af skattskyldri umsetningu sinni mán- aðarlega. Bandaríkjamenn liafa þannig gert kaupmenn sína og kaupfélagsstjóra að eins konar skattinnheimtumönn- um. Þeir gefa ríkinu mánaðaryfirlit yfir verzlunarveltu skattskyldra vara og senda 3% af söluupphæðinni með yfirlitinu. Þessi 3% er andvirði sölu- skattsins, sem kaupmenn og kaupfé- lagsstjórar hafa innheimt fyrir ríkið. Lúxusvöru-söluskattur. Þrjú prócent söluskatturinn er nær eingöngu lagður á nauðsynjavörur. Þessi skattur rennur til einstakra ríkja innan Bandaríkjanna. Annar söluskattur við lýði í Banda- ríkjunum er lúxusvöru-söluskattur- inn. Þessi skattur er oft 25% og renn- ur ekki til einstakra ríkja, heldur til heildar þjóðarbúsins, þ. e. til allra 48 ríkjanna sem þjóðarheildar. Þessi skattur er lagður á allar glysvörur og aðrar vörur sem teljast lúxusvörur. Kaupmenn og kaupfélög innheimta lúxusvöruskattinn á sama liátt og þeir innheimta ríkissöluskattinn. Við- skiptavinirnir greiða 25% álag á búðarsöluverðið, en kaupmenn og kaupfélagsstjórar senda upphæðina Af þessu yfirliti sjáum við, að sölu- skatturinn er að jafnaði um 30% af skatta- og tolltekjum ríkisins. Hitt er svo ekki eins augljóst fyrr en að er gáð, að þessi skattur hefur átt sinn þátt í að halda dýrtíðinni niðri í Bandaríkj- unum. mánaðarlega með söluyfirliti til við- komandi ríkisstofnunar. Fá enga þóknun. Kaupmennirnir og kaupfélögin, sem innheimta söluskattana fyrir rík- ið, fá enga þóknun fyrir starf sitt. Það er litið svo á, að skattheimtan sé þýð- ingarmikið þegnskyldustarf, unnið af verzlunarstéttinni án þess þó, að það hafi nein bein útgjöld í för með sér fyrir kaupmenn og kaupfélög. Menn segja sem svo að það muni verzlunar- manninn engu, að bæta 3% og 25% söluskatti við hverja söluupphæð og afhenda ríkinu síðan upphæðina um hver mánaðamót. Ríkissöluskatta-fyrirkomulagið var fyrst tekið upp í Bandaríkjunum árið 1933. Það vakti þegar mikla athygli og mörg ríki fóru að innheimta sölu- skatt strax á fyrsta ári hans. Önnur ríki hinkruðu við og vildu sjá hvernig fyrirkomulagið reyndist í framkvæmd- inni. Nú hafa 40 af 48 ríkjum Banda- ríkjanna tekið þetta fyrirkomulag upp. Sum ríkin leggja 1% skatt, önn- ur 3% skatt og ennþá önnur hærri eða lægri ríkissöluskatta á ýmsa nauð- synjavöruflokka. Þýðingarmikil tekjulind. Ríkissöluskatturinn er ein af þýð- ingarmestu tekjulindum einstakra ríkja. T. d. hefur söluskatturinn aldrei verið lægri en 24% af heildartekjum Norður-Karolína ríkisins, og árið 1936 fór hann upp í 33.6% af öllum tekjum ríkisins. Eftarfarandi tafla sýnir greinlega þýðingu söluskattsins fyrir fjárhags- afkomu Norður-Karolínu: Hvernig söluskatturinn verkar á dýrtíðina. Hér á íslandi er sá siður við lýði, að legga háa vörutolla á allar vörur. Þessir vörutollar leggjast á verðlagið. Dýrtíðarvísitalan hækkar, kaupgjaldið hækkar og útgjöld ríkisins hækka, svo (Fratnhald á bls. 60) Hlutur söluskattsins i tolla- og skattatekjum Norður-Karólínu: Samanlagðar tolla- og skattatekjur 1934: 1936: 1948: Norður-Karólínu ................... $22.974.571 $30.285.844 $90,453,171 Þar af söluskattur................. $ 6.011.700 $10.181.373 $26.554.843 % söluskattsins af öllum tolla- og skattatekjum ríkisins ................ 26.4% 33.6% 29.4% 50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.