Samvinnan - 01.12.1949, Page 50

Samvinnan - 01.12.1949, Page 50
Söluskaflarnir í Bandaríkjunum Eftir Hannes Jónsson félagsfrœðing RÁTT fyrii' alla gjaldeyrisörðug- leikana hef eg aldrei séð landa koma svo til Bandaríkjanna, að hann eyði ekki töluverðum tíma og pening- um í stóru verzlununum vestra nokkra fyrstu daga sína í Ameríku. Hann finnur sig knúðan til þess að kaupa eitthvað af því fjölbreytta vöruúrvali, sem jafnan er á boðstólum í gósen- landinu, en skortur er á heima á Fróni. Sölubúðir eins og Macy’s Gimble’s, Montgomery Ward, Sears Robuck og fleiri slíkar eru jafnvel ofar á blaði hans en vinsælar ferða- mannastaðir, svo sem Empireturninn, Listasafnið á Fimmtu götu, Metropoli- tan-óperuhúsið og ýmsir frægir nætur- klúbbar við og nærri Times-torginu. Kynnist skattafyrirkomulaginu. Það er einmitt vegna þessarar sólgni landans í bandarísku sölubúðirnar, að hann lærir fljótt ýmislegt um skatta- fyrirkomulagið vestra. Þetta stafar af því, að næstum hver og ein einasta verzlun í Bandaríkjunum er eins kon- ar tollinnheimtustofnun. Segjum að við séum stödd í Raleigh, höfuðborginni í Norður Karolína. Við förum inn í Sears Robuck og kaupum föt, skó, tannkrem og tannbursta. „Hvað kostar þetta?“ spyrjum við. „Sextíu og fimrn dollara,“ svarar af- greiðslumaðurinn. Við tökum 65 dollara upp úr vesk- inu og látum þá á búðarborðið með mikilli eftirsjón. Nú höldum við að viðskiptin séu úti og strunsum af stað út úr verzlun- inni. En búðarþjónninn er ekki alveg á því, að viðskiptunum sé lokið svo hann kallar á eftir okkur: „Augnablik. Þér eigið eftir að borga söluskattinn." Hvað er söluskatturmn? „Söluskattinn? Hvað er nú það?“ spyrjum við forviða. „Það er ríkisskattur, sem allir verða að borga af verzlunarvörunum,“ svar- ar búðarþjónninn með afsökunarbrosi. Eftir nokkrar umræður um málið vitum við, að þessum skatti er þannig fyrir komið, að kaupmenn innheimta hann fyrir ríkið. Þeir innheimta 3% af skattskyldri umsetningu sinni mán- aðarlega. Bandaríkjamenn liafa þannig gert kaupmenn sína og kaupfélagsstjóra að eins konar skattinnheimtumönn- um. Þeir gefa ríkinu mánaðaryfirlit yfir verzlunarveltu skattskyldra vara og senda 3% af söluupphæðinni með yfirlitinu. Þessi 3% er andvirði sölu- skattsins, sem kaupmenn og kaupfé- lagsstjórar hafa innheimt fyrir ríkið. Lúxusvöru-söluskattur. Þrjú prócent söluskatturinn er nær eingöngu lagður á nauðsynjavörur. Þessi skattur rennur til einstakra ríkja innan Bandaríkjanna. Annar söluskattur við lýði í Banda- ríkjunum er lúxusvöru-söluskattur- inn. Þessi skattur er oft 25% og renn- ur ekki til einstakra ríkja, heldur til heildar þjóðarbúsins, þ. e. til allra 48 ríkjanna sem þjóðarheildar. Þessi skattur er lagður á allar glysvörur og aðrar vörur sem teljast lúxusvörur. Kaupmenn og kaupfélög innheimta lúxusvöruskattinn á sama liátt og þeir innheimta ríkissöluskattinn. Við- skiptavinirnir greiða 25% álag á búðarsöluverðið, en kaupmenn og kaupfélagsstjórar senda upphæðina Af þessu yfirliti sjáum við, að sölu- skatturinn er að jafnaði um 30% af skatta- og tolltekjum ríkisins. Hitt er svo ekki eins augljóst fyrr en að er gáð, að þessi skattur hefur átt sinn þátt í að halda dýrtíðinni niðri í Bandaríkj- unum. mánaðarlega með söluyfirliti til við- komandi ríkisstofnunar. Fá enga þóknun. Kaupmennirnir og kaupfélögin, sem innheimta söluskattana fyrir rík- ið, fá enga þóknun fyrir starf sitt. Það er litið svo á, að skattheimtan sé þýð- ingarmikið þegnskyldustarf, unnið af verzlunarstéttinni án þess þó, að það hafi nein bein útgjöld í för með sér fyrir kaupmenn og kaupfélög. Menn segja sem svo að það muni verzlunar- manninn engu, að bæta 3% og 25% söluskatti við hverja söluupphæð og afhenda ríkinu síðan upphæðina um hver mánaðamót. Ríkissöluskatta-fyrirkomulagið var fyrst tekið upp í Bandaríkjunum árið 1933. Það vakti þegar mikla athygli og mörg ríki fóru að innheimta sölu- skatt strax á fyrsta ári hans. Önnur ríki hinkruðu við og vildu sjá hvernig fyrirkomulagið reyndist í framkvæmd- inni. Nú hafa 40 af 48 ríkjum Banda- ríkjanna tekið þetta fyrirkomulag upp. Sum ríkin leggja 1% skatt, önn- ur 3% skatt og ennþá önnur hærri eða lægri ríkissöluskatta á ýmsa nauð- synjavöruflokka. Þýðingarmikil tekjulind. Ríkissöluskatturinn er ein af þýð- ingarmestu tekjulindum einstakra ríkja. T. d. hefur söluskatturinn aldrei verið lægri en 24% af heildartekjum Norður-Karolína ríkisins, og árið 1936 fór hann upp í 33.6% af öllum tekjum ríkisins. Eftarfarandi tafla sýnir greinlega þýðingu söluskattsins fyrir fjárhags- afkomu Norður-Karolínu: Hvernig söluskatturinn verkar á dýrtíðina. Hér á íslandi er sá siður við lýði, að legga háa vörutolla á allar vörur. Þessir vörutollar leggjast á verðlagið. Dýrtíðarvísitalan hækkar, kaupgjaldið hækkar og útgjöld ríkisins hækka, svo (Fratnhald á bls. 60) Hlutur söluskattsins i tolla- og skattatekjum Norður-Karólínu: Samanlagðar tolla- og skattatekjur 1934: 1936: 1948: Norður-Karólínu ................... $22.974.571 $30.285.844 $90,453,171 Þar af söluskattur................. $ 6.011.700 $10.181.373 $26.554.843 % söluskattsins af öllum tolla- og skattatekjum ríkisins ................ 26.4% 33.6% 29.4% 50

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.