Samvinnan - 01.12.1949, Blaðsíða 6

Samvinnan - 01.12.1949, Blaðsíða 6
Þar var orrusta rnikil osr fékk Helsá o o banasár.“ Hér er blandað saman ýmsurn forn- um minnum, trúnni á fylgjur eða hamingjur, sem hurfu frá einum ætt- ingja til annars, þegar örlagaþráður- inn var á enda spunninn, trúnni á óvættir og illþýði, sem mjög var á reiki um jólin, sagnir um jóladrykkjur og heitstrengingar og loks blótgölturinn, sem var fórnardýrið, helgað Frey eða hans skylduliði, og því fóru heitstreng- ingar fram á höfði honum. í Hervar- arsiigu segir, að Heiðrekur konungur hafi látið ala gölt og hafi liann orðið svo mikill sem öldungar (þ. e. gömul naut) þeir, er stærstir voru, og svo fagur, að hvert hár þótti úr gulli vera. Sór konungur síðan við göltinn þann- ig, að hann lagði aðra hönd á höfuð honum en hina á burst. Hér er vikið að ævafornum venjum, sem farið hafa fram við heitstrenging- ar, þar sem Freysdýrkun hefur verið, einkum á jólum. En önnur aðferð var að stíga á stokk og strengja einhvers heit, sem manndómur þótti í vera, og er iðulega getið um slíkar heitstreng- ingar í fornsögum vorum að miðsvetr- arblótum. Bragarfull hefur sú skál heitið, sem drukkin var að lokinni heitstrengingu til heiðurs þeim, er heitið gerði og var sá bragur manna sem skaraði fram úr. Freyr ók í kerru með gelti þeim er Gullinbursti hét, og bendir sú goð- sögn ótvírætt á það, að geltir voru sér- staklega helgaðir þessum guðdómi og því fram leiddir að Freysblótum, eins og hestum hefur líklega verið fórnað, þar sem Óðinn var blótaður. Verður þetta skiljanlegt, þegar þess er gætt, að Freyr var frjósemdargoð og að svínin eru dýra frjósömust. Til sömu áttar bendir það, að Sýr var eitt af heitum Freyju, er var systir Freys, en sýr var einnig svínsheiti. Ætla menn, að heiti þetta sé rótskvlt orðunum sori og saur; en það vissu forfeður vorir, að í saurnum var fólgið frjó- magn jarðar. Því er heiti þetta nátengt frjósemdargoðunum. Hefur Barði Guðmundsson, þjóðskjalavörður, fært sterk rök fyrir því í merkilegri ritgerð, að Saurbæir, sem margir eru á landi hér, muni einkum hafa verið blótstað- ir Freysgyðlinga. Nægir í því efni að benda á Saurbæ í Eyjafirði. Þar bjó ein dóttir Helga magra. En hann var samkvæmt Landnámu austrænn að ætt, og var faðir hans kominn frá Sví- þjóð, einmitt þaðan, sem Freysdýrkun- in var mest. Sanna það sögur, að Freys- dýrkunin hefur verið ríkjandi með af- komendum hans. Til dæmis reisti Ingjaldur, sonur lians, Freyshof að Hripkelsstöðum, og verið hefur akur- inn Vitasgjafi, sem aldrei brást, Freys- akur, sem bar vitni um máttugleik guðsins. I þessu sambandi er vert að veita því athygli, að getið er þess, að Helgi magri hafði svín tvö á skipi sínu. Sleppti hann þeim á land við Galt- hamar, en fann þau síðan í Sölvadal, þrem vetrum síðar, og voru svínin þá sjötíu saman. Brást ekki varðveizla Freys á þessum eftirlætisskepnum sín- um, og mæla því sterkar líkur með því, að ríkust hafi verið Freysdýrkun- in með kyni Helga magra, og hafi af- komendur hans leitt fram sonargelti á jólablótum, er síðan hefur verið slátrað til jólaveizlunnar og blóði þeirra stökkt yfir goð og veizlugesti. Blótað hefur verið til árs og friðar. JÓLAVENJUR, sem tíðkast hafa er- lendis allt til þessa dags, eru leifar af gróðurblótum Freysdýrkunarinnar. Grís hefur verið alinn til jólanna, helzt á laun af húsfreyjunni. Síðan er honum slátrað og hann steiktur í heilu líki og borinn þannig á borð og látinn standa þar nokkra daga. í Svíþjóð og Danmörku hefur sú venja haldizt, að baka jólabrauð í galtarlíki. Nefnist það jólagölturinn. I hann var oftast notað korn það, sem síðast var upp skorið. Stendur jóla- gölturinn á borðum um öll jólin og var stundum geymdur til sáningar- tímans, og var þá sumt af honum mul- ið í akurinn, en annað gefið plóghesti og plægingarmanni. Hugmyndin virð- ist hafa verið sú, að þannig yrði frjó- máttur hins síðasta kornbindis varð- veittur í líki galtarins og honum miðlað til hinnar nýju gróandi. í Eystrasaltslöndum tíðkast og þessir brauðhleifar, er jólageltir nefnast. Enn önnur venja hefur tíðkazt í Svíþjóð, sem er leifar hinna fornu gróðurblóta, en nú orðin að jólaleik. Maður kemur inn sívafinn skinnum. Hefur hann heyvisk í munni, er líkist svínsburstum. Þetta er jólagölturinn. Húsfreyjan skundar til með hníf í hendi og býst til að slátra honum. Er þetta sér til gamans haft. Bendir þetta allt í þá átt, að miðs- vetrarblótin, eða jólablótin hafi eink- um verið „blót til gróðrar", að m. k. þar, sem Freysdýrkun var. En að því leyti voru þau skyld sólhvarfahátíð- inni, að Freyr var einnig sólarguð og því varð hann svo snortinn af Gerði, hinni bjartörmuðu Gýmisdóttur. Tröllkonan, sem mætti Heðni, er hann kom af skóginum jólaaftan, á sér margar hliðstæður í íslenzkri þjóðtrú fornri og nýrri. Eru þjóðsög- ur vorar frá fyrstu tíð fullar af frá- Úlfarnir elta sól og mt'ma. Teikning eftir Dollman. 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.