Samvinnan - 01.12.1949, Blaðsíða 5
alds konungs harðráða við Þjólarnes á
Jótlandi, segir svo:
Dögglingur fékk drekka
danskt blóð ara jóði,
hörð frá eg hildir gerði
hugins jól við nes Þjólar.
Hér er orrustan kölluð „hugins
jól“, sem merkir veizlu hrafnsins, og
lýtur þetta að því, að með mannfall-
inu var hræfuglum gefið ríkulega að
eta. Er það greinilegt, að í norrænu
jólahaldi hefur verið ofurgnótt matar
og drykkjar, sem haldizt hefur fram á
þennan dag, enda halda sumir, að orð-
ið jól merki beinlínis veizla eða
drykkja. Segir svo í Sturlungu, að
Snorri hafi veturinn 1226—27 haft
jóladrykkju eftir norrænum sið í
Reykholti og verið mannmargt hjá
honum. Víða er í fornum ritum getið
um miklar jóladrykkjur, enda var í
Gulaþingslögum ölgerð fyrirskipuð
fyrir jólanótt.
Væri þetta mjög að vonum, ef jólin
hafa sérstaklega verið Óðni helguð,
eins og sumir halda, því að hann „lifði
við vín eitt“ eins og segir í Grímnis-
málum, og sátu æsir iðulega að sumbli.
Segir svo í Agripi af Noregskonunga
sögum, að eitt af heitum Óðins liafi
verið Jólnir, „og var af Jólni jól köll-
uð“.
Ýmislegt þykir þó benda til, að jól
í norrænum sið hafi fremur verið
bundin við dýrkun Frevs en Óðins,
enda segir Snorri beinlínis, að á miðj-
um vetri skyldi blóta til gróðrar. En
Freyr „ræður fyrir regni og skini sól-
ar og þar með ávexti jarðar, og á hann
•er gott að heita til árs og friðar.“ Á
það, að samband hafi verið milli jóla-
halds og Freysdýrkunar, bendir meðal
annars vísa Þorbjarnar hornklofa um
Harald konung hárfagra:
Úti vill jól drekka,
ef skal einn ráða
fylkir hinn framlyndi
og Freysleik heyja.
„Freysleikur" lýtur vafalaust að ein-
hvers konar helgihaldi eða venju, sem
fram hefur farið á jólum í sambandi
við þennan átrúnað. Má vera, að æva-
forn sögn, sem fléttuð er inn í Helga-
kviðu Hjörvarðssonar, upplýsi þetta
nokkuð:
„Helgi konungur var allmikill her-
maður. Hann kom til Eylima konungs
og bað Svávu dóttur hans. Þau Helgi
Óðinn. Höggrnynd eftir 11. E. Fogelberg.
og Sváva veittust várar og unnust
furðu mikið. Sváva var heima með
feður sínum, en Helgi í hernaði.
Heðinn var heima með feður sínuin,
Hjörvarði konungi í Noregi. Heðinn
fór einn saman heim úr skógi jólaaft-
an og fann tröllkonu. Sú reið vargi og
hafði orma að taumum og bauð fylgd
sína Heðni. Nei, sagði hann. Hún
sagði: „Þess skaltu gjalda að bragar-
fulli.“
Um kvöldið voru lieitstrengingar.
Var fram leiddur sonargöltur. Lögðu
menn þar á hendur sínar og strengdu
þá heit að bragarfulli. Heðinn
strengdi heit til Svávu, unnustu Helga
bróður síns, og iðraðist svo mjög, að
hann gekk á braut villistígu suður á
lönd og fann Helga bróður sinn.“
Helga grunaði feigð sína og að það
hefði verið fylgja hans er vitjaði Heð-
ins. Hann kvað:
Reið á vargi
es rökkvið var
fljóð eitt es Heðni
fylgju beiddi,
hún vissi það
að veginn myndi
Sigurlinnar sonur
á Sigarsvöllum.
5