Samvinnan - 01.12.1949, Blaðsíða 12

Samvinnan - 01.12.1949, Blaðsíða 12
landnáms- og söguöld. í þessum sal verður gesturinn minntur á upphaf byggðar í landinu og reynt að láta minjar landnámsfólksins tala eins skýru máli og unnt er. Frá engu skeiði sögu. vorrar eigum vér jafnmikið af jarðfundnum gripum og einmitt þessu, og stafar það af hinum heiðna grafsið að jarða lík með gripum og gersemum. Mun og óhætt að fullyrða, að í þessa deild á mikið eftir að bæt- ast, því að varla líður svo ár, að ekki finni menn eitthvað, sem þar á að eiga heima. Samhliða þessum sal á að vera norskt safn, sem norska þjóðin ffyrir forgöngu Andersen-Rysst sendiherra, Sheteligs prófessors o. fl.) hefur ákveð- ið að gefa íslandi. Verða þetta bæði fornir gripir, allt frá steinöld og fram að landnámsöld íslands, og seinni alda gripir. Fornu gripunum er ætlað að gefa dálítinn smekk af norskri for- sögu, sem um leið að flestra áliti er forsaga íslendinga, en gripirnir frá seinni öldum eiga að sýna, í hvaða átt þróunin hefur gengið, og vera til sam- anburðar við íslenzkt efni frá sama tíma. Þökk og heiður sé Norðmönn- um fyrir þessa ræktarsemi þeiiTa og höfðingskap. Gesturinn, sem farið hefur um þessa tvo sali, gengur þessu næst um aðra tvo stærri sali, sem helgaðir verða mestmegnis íslenzkum listiðnaði frá seinni öldum. Verða þar einkum allir þeir hlutir, sem nú eru í deild þeirri, sem kölluð er „Stofan“. Þarna er mik- ið veggrými, enda veitir ekki af því, þar eð um er að ræða geysimikið af stórum teppum og reflum, sem þurfa að geta notið sín vel á vegg, m. a. fjöl- margt, sem aldrei hefur verið hægt að sýna á gamla safninu sakir þrengsla. í þessum sölum verða saman komin ým- is helztu dýrmæti Þjóðminjasafnsins, tréskurðurinn ágæti, vefnaður, út- saumur, silfursmíði, og það er ekki of- sagt, að vér eigum þarna einn hinn fegursta vitnisburð um menningu for- feðra vorra, og munu seinni menn ef- laust vel kunna að meta það, eins og það líka er eftirtektarvert, að útlendir menn eru skyggnari á þessi menning- arverðmæti en sjálfir vér. í þessa deild hefur verið ötullega safnað, og líklega varla við því að búast, að í hana bæt- ist nokkuð að ráði. Til hliðar við þessa tvo sali verður sérsafn, sem ber nafnið Ásbúðarsafn. Því hefur upp komið hinn landskunni forngripasafnari Andrés Johnson í Hafnarfirði. Hann hefur á langri ævi dregið saman kynstur af alls konar gripum hvaðanæva af landinu og hvorki sparað til þess fé né fyrirhöfn. í safni hans kennir margra grasa og fullvíst, að mörgu hefur hann borgið ómetanlegu. Safn hans er nú runnið til Þjóðminjasafnsins allt sem ein heild. EGAR LOKIÐ er göngu um þessa sali, kemur gesturinn inn í kirkjusalinn. Eins og nú er háttað á Þjóðminjasafninu, eru kirkjugripirnir mjög fyrirferðarmiklir, og setja þeir mjög svip á safnið, og að því er sum- um finnst nokkuð á kostnað verald- legu gripanna. Það kann að vera rétt, að nokkuð skjóti skökku við um hlut- fallið milli þessara tveggja aðilja, en kirkjudeildin á þó að sjálfsögðu að vera virðuleg, enda er henni ætlaður fallegur staður í nýja húsinu. Kirkju- deildin er, þegar á allt er litið, full- komnasta deild safnsins, og yrðu seint upp taldir allir þeir dýrgripir, sem hún geymir, þótt ekki séu allir af ís- lenzku bergi brotnir. Einkum eigum vér tiltölulega mjög gott safn af kirkjugripum frá miðöldum, t. d. marga mjög merkilega kaleika, og get- um vér að þessu leyti borið oss saman við grannþjóðir vorar á Norðurlönd- um. Forstöðumenn safnsins hafa allir látið sér mjög annt um söfnun og við- Gamli islenzki vefstóllinn, sá eini sem til er sinnar tegundar. 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.