Samvinnan - 01.12.1949, Blaðsíða 38

Samvinnan - 01.12.1949, Blaðsíða 38
á Gautlöndum og Hallgrímur á Rif- kelsstöðum boðuðu til. Tilgangur fundarins var sá, að koma á sambandi og samvinnu milli kaupfélaganna, einkum á Norður- og Austurlandi. Fundinn sóttu þessir menn: Frá Kaupfélagi Skagfirðinga: Her- mann Jónasson, skólastjóri, Hólum. Frá Kaupfélagi Eyfirðinga: Hall- grímur Hallgrímsson á Rifkelsstöðum og séra Jónas Jónasson á Hrafnagili. Frá Kaupfél. Svalbarðseyrar: Bald- vin og Þórður Gunnarssynir, Höfða, Helgi Laxdal í Tungu og Benedikt Bjarnason, Vöglum. Frá Kaupfélagi Þingeyinga: Pétur á Gautlöndum, Sigurður í Yzta-Felli, Benedikt á Auðnum og Jakob Hálf- dánarson. Fundur þessi samþykkti uppástungu um reglur til bráðabirgða um sam- band kaupfélaganna, eins og segir í fundargerðinni. Sú fregn hafði borizt á þennan fund, að skriða liefði hlaup- ið á voruhús Kaupfélags Fljótsdæla á Seyðisfirði, mjög mikið af vörum eyði- lagzt og félagið orðið fyrir stórfelldu tjóni. Fundarmenn komu sér saman um að kaupfélögin hlypu undir bagga með félaginu, og ákváðu fundarmenn að gangast fyrir því, hver í sínu félagi, að í þeim tilgangi yrði lagt 1/2% á allar aðfluttar vörur félagsmannaþetta ár. Nú eru reikningsbækur Svalbarðs- eyrarfélagsins frá þessum fyrstu árum glataðar, svo að eg get ekki fullyrt, hvort Kaupfélagi Fljótsdæla var sendur þessi fjárstyrkur héðan, en þó getur tæplega annað verið, og verður það að teljast gott starf, og raunar bjart yfir þessari fyrstu þáttöku félags ins til sameiginlegra átaka í samvinnu- starfinu. Mig furðar á því, að þegar saga Sambandsins var rituð, er raunar engin frásögn af þessum merkilega fundi á Akureyri 1892, sem eg tel að mörgu leyti sérstæðari en þingmanna- fundinn í Reykjavík 1895. Það er ljóst af þessu, að Kaupfélag Svalbarðs- eyrar var algjör og virkur þátttakandi í öllum undirbúningi að stofnun Sam- bands ísl. kaupfélaga, enda var þao tekið fram á aðalfundi 1895, að Kaup- félagi Svalbarðseyrar væri heimiluð innganga síðar. Það er eftirtektarvert, að elzta gerða- bók S. í. S. er skrifuð á miðju félags- svæði Kaupfélags Svalbarðseyrar, á Draflastöðum. Á þeim undirbúnings- 38 fundi voru mættir fulltrúar frá öllum kaupfélögum í sýslunni: Kaupfélagi Þingeyinga, Kaupfélagi Svalbarðseyr- ar og Kaupfélagi Norður-Þingeyinga. Fulltrúar Svalbarðseyrarfélagsins voru þeir Helgi Laxdal og Friðbjörn Bjarnason. Á stofnfundi Sambandsins að Yztafelli 1902 voru sömu fulltrúar frá Kaupfélagi Svalbarðseyrar. Þáttur þessa kaupfélags í stofnun Sambands ísl. samvinnufélaga ,og öðrum sam- vinnumálum, er því að mínum dómi all merkur. Félagið átti á þessum ár- um, marga afbragðsmenn, sem unnu mikið starf, og gott, fyrir sína félags- menn, og alla samvinnumenn þessarar þjóðar, og voru hinir áhugasömustu að stofnun SÍS, eins og Helgi í Tungu, Friðbjörn á Grýtubakka, Einar í Nesi, Höfðabræður og margir fleiri. En þó hefir það atvikast svo, að á spjöldum sögunnar hafa allir þessir fulltrúar Kaupfélags Svalbarðseyrar, fallið í ó- réttmætan skugga, fyrir öðrum að vísu einnig ágætum foringjum á sviði sam- vinnumálanna. Eg held að þáttur Sval- barðseyrarfélagsins sé svo stór í stofn- un Sambandsins 1902, að án þess hefði það ekki verið stofnað þá. Eg álít, að tæplega hefðu hin tvö, Kaupfélag Þingeyinga og Kaupfélag Norður- Þingeyinga, brotizt í því tvö ein. Það er eftirtektarvert, að oft sér maður það í fundargerðum þessara ára, að það hefir verið rætt af mikilli víðsýni og þekkingu um verzlunar- málin, og þegar maður tekur tillit til þess, hvernig þá var ástatt í þessu efni, skuldaverzlun í algleymingi og miklir erfiðleikar á byrjunarstörfum kaup- félaganna, undrast maður sumar hinar framsýnu umbótatillögur, sem fram eru bornar. Þær eru eins og ljós í myrkri þessara skuggalegu ára. Eg minnist sérstaklega nefndarálits úr Höfðadeild, þar sem komið er með tillögu um framkvæmd í samvinnu- starfinu, sem eru svo framsýnar og merkar, að þær eru í fullu gildi enn í dag, og má raunar segja, að engu er líkara, en að eftir þeim hafi verið far- ið í öllum meginatriðum. Þar er bent á nauðsyn Sambandsins, samvinnu- skóla, staðgreiðsluviðskipta og útgáfu verzlunarblaðs. EGAR litið er yfir fjárhag félags- ins frá fyrstu tíð, virðist mér, að furðuvel hafi gengið, þegar miðað er við það, að aldrei var það á stefnuskrá) félagsins, fyrr en síðustu árin, að tryggja starfsemina með varasjóðum. Álagningin var eingöngu miðuð við að geta greitt beinan kostnað. Þó- myndaðist lítilsháttar varasjóður, og, félagssjóður af tekjuafgangi sum árin, og stofnsjóður félagsmanna óx stöðugt af 2% tillagi af innlendum vörum ár- lega. En eins og áður segir, missti fé- lagið margt af sauðum með skipinu. „Bear“ árið 1900, og var það að sjálf- sögðu tilfinnanlegt tjón, og stofnuðust þá um tíma skuldir við umboðsmann- inn í Englandi. Þegar kreppuuppgjör- ið fór fram, 1934, tapaði félagið 31.000- krónum og varð að eyða upp næstum öllum sjóðum til að greiða það. Þetta. var að vísu mikill hnekkir fjárhags- lega, en félagið stóðst raun þessara. erfiðu ára, og upp frá þeim degi hefur félagið verið á stöðugri framfarabraut fjárhagslega. Félagið hefur aldrei rek- ið auglýsingastarfsemi, það hefur ekki átt stórar fúlgur sjóða, stundum hef- ur félagsmannahópurinn verið nokk- uð fámennur, og dauft yfir starfsem- inni. En Kaupfélag Svalbarðseyrar liefur, meira en flest önnur, lifað í félagsmönnunum sjálfum; með hag- kvæmum viðskiptum og gagnkvæmu trausti hefur það eignazt aðra óskrif- aða varasjóði, sem voru hlýhugur og jafnvel ást margra gamalla og traustra félagsmanna til Kaupfélags Svalbarðs- eyrar. Þessi skilningur og þetta traust er óendanlega dýrmætur varasjóður. Sextíu ára afmæli félagsins er merkilegur atburður, slík tímamót gefa okkur tilefni til að nema staðar eitt augnablik á langri ferð, það er stund hárra hugsjóna og mikilla hug- mynda, þá leysast úr læðingi öfl, sem svo oft annars liggja í dróma, minning- ar koma fram, sem annars eru of bundnar. Við minnumst frumherj- anna, sem stofnuðu félagið á skugga- legustu dögum ársins, til að skapa bjartara líf meðal þjóðarinnar. Við minnumst allra þeirra, sem í erfiði og starfi hafa borið hita og þunga dags- ins fyrir félagið. Enginn vann þar lengur en Ingólfur Bjarnason, héraðs- höfðingi Þingeyinga, og enginn starf- aði betur á örlagaríkri stund. en Guðni í Lundi, sem nú hvílir í lund- inum hér fyrir sunnan. Við færum fram þakkir til handa öllum góðum (Framhald d bls. 43)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.