Samvinnan - 01.12.1949, Page 20

Samvinnan - 01.12.1949, Page 20
Félagsmannatal Pöntun- arfélags Verkamanna sýnir, að á fyrsta starfsári liafi fé- lagsmenn verið 250. Árið eftir voru þeir 1064; og í ársbyrjun 1937 voru félags- menn 1816. Félagsmanna- talan óx þannig stöðugt allt frá upphafi. 315.000.00 árið 1936, eða um 194%. Meðlimatala K. R. varð aldrei há, en eignir þess uxu stöðugt. Félagið verzl- aði mestmegnis fyrir eigið fé. Taflan hér að framan sýnir þróun félags- mannafjölda félagsins og eignaaukn- ingu þess pr. meðlim. Kapfélag Reykjavíkur var eitt af aðalfélögunum, sem unnu að stofnun Kron árið 1937. Hitt aðalfélagið var Pöntunarfélag Verkamanna. Pöntunarfélag Verkamanna. Pöntunarfélag Verkamanna var fjár- hagslega veikt félag, en hafði marga meðlimi. Það var stofnað upp úr 7 eða 8 sináurn pöntunarfélögum árið 1934. Félagsmannafjöldi pöntunarfélaganna er talinn hafa verið milli 250 og 300 árið 1933. Fyrsta pöntunarfélagsdeildin var stofnuð í Skerjafirði árið 1933. Önnur pöntunarfélög voru stofnuð um líkt leyti. Þessi félög runnu svo öll saman í Pöntunarfélag Verkamanna, þegar það var stofnað. Pöntunarfélag Verkamanna var fjár- hagslega veikt félag. Starfsemi þess var lengst af byggð á lánsfé. Fyrirkomu- lagið. sem það viðhafði, var að kaupa vörur frá heildsölufyrirtækjumReykja- víkur út á mánaðarreikning. Síðan seldi það vörur sínar á kostnaðarverði og greiddi heildsölunum skuldir sínar í mánaðarlokin. Þetta fyrirkomulag leiddi af sér, að eignir félagsins uxu ekkert og að félagið var mjög veikt fjárhagslega. Segja má, að félagið hati byggt alla sína fjárhagsafkomu á því að fá að vera í mánaðarreikoingi hjá heildsölum landsins. Matvörukaupmenn notfærðu sér hinn veika fjárhagsgrundvöll Pönt- unarfélagsins árið 1935 og reyndu þá að koma félaginu fyrir kattarnef, með því að krefjast þess af heildsölunum, að þeir hættu að selja P. V. vörur, nema því aðeins að staðgreiðsla kæmi fyrir. Síðar gekk Matvörukaupmanna- félagið enn lengra og krafðist þess, að heildsalar hættu með öllu að selja pöntunarfélaginu vörur. Heildsalarnir létu fyrst í stað eftir matvörukaupmönnum og hættu alveg viðskiptum við P. V. Á þessum tímum voru framleiðslufyrirtæki K. E. A. um nokkra hríð einu firmun, sem verzl- uðu við Pöntunarfélagið. Heildsalarnir í Reykjavík léttu ekki sölubanninu af P. V. fyrr en forráða- Matvörubúð Kron d Skólavörðustig 12. Elzt.a búð f élagsins. Upphaflega var hún opnuð sem búð Pönt- unarfélags Verkamanna. 20 Það leiðir af sjálfu sér, að viðskiptavelta P. V. óx með vaxandi félagsmannafjölda. Árið 1934 var viðskipta- velta félagsins kr. 40.000.00 1935 var hún kr. 383.387.00 og árið 1936 var viðskipta- veltan orðin kr. 749.423.00. menn Pöntunarfélagsins höfðu samið við félag matvörukaupmanna og lof- að þeim, að P. V. skyldi hækka sölu- verð allra vara um a. m. k. 5%. Það er hverjum augljóst, af hverju Mat- vörukaupmannafélagið gerði þessa kröfu á P. V. Matvörukaupmenn höf- uðstaðarins vildu reyna að fyrirbyggja, að fólk sæi dags daglega, hversu mikil álagning var á verzlunarvörum í höf- uðstaðnum um það leyti sem P. V. starfaði í bænum. Stundum kemur það fyrir, að illvilj- aðar framkvæmdir leiða til góðs eins. Þetta varð reynslan af sölubanninu á P. V. Bannið átti að verða P. V. til tjóns. Reyslan varð hins vegar sú, að félagið hafði margt gott af banninu. Félagsmenn sáu í fyrsta lagi að þeim var rík nauðsyn á að safna eigin fé til reksturs. í öðru lagi sáu þeir, að þeim var nauðsynlegt að þjappa sér fast sam- an um félag sitt og vera stöðugt á verði gegn hvers konar áhlaupum. I þriðja lagi beindist athygli bæjarbúa alveg sérstaklega að félaginu vegna þess mikla umtals og þeirra deilna, sem spruttu út af verzlunarbanninu. í fjórða lagi fór ekki hjá því, að mikill hluti bæjarbúa lærði af deilunni, hvar þeim var hagkvæmast að verzla. Afleiðingin af sölu- banninu varð þess vegna sú, að félagsmannatala P. V. óx og áhugi meðlimanna fyrir málefnum Pöntunarfélags- ins margfaldaðist. — Þannig var félagið langtum sterk- ara eftir verzlunarbannið, heldur en áður en það hófst.

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.