Samvinnan - 01.12.1949, Blaðsíða 24

Samvinnan - 01.12.1949, Blaðsíða 24
Pósthúsið i Helsingjors. FERÐAÞÆTTIR FRÁ FINNLANDI Eftir Baldvin Þ. Kristjánsson LENGI hafði mig langað til þess að koma til Finnlands. Upphaflega olli þeirri löngun minni fyrst og fremst tilkomumikill ferill þjóðarinn- ar, eins og ég hafði kynnzt honum í sögn og kvæði, en seinna varð það af- spurn af ferlegum atburðum líðandi stundar, sem dró huga minn. Það lá mjög nærri, að draumur minn um Finnlandsferð rættist fyrir nær 12 ár- um, þegar finnskir skólabræður mínir í Svíþjóð buðu mér vorið 1938 að koma „yfir“ áður en ég færi heim, en þá voru aurarnir af skornum skammti og dugðu mér ekki til slíks „lúxus- flakks". En þegar ég svo í fyrravor dvaldi um nokkurn tíma í Svíþjóð, blés ögn byrlegar fyrir mér. Þá sá ég mér fært að láta þessa ósk mína ræt- ast, enda var nú tæplega undankomu auðið vegna sterkra áskorana frá mín- um ágæta skólabróður og vini, Finnanum Unto Tervonen, kaupfé- lagsstjóra í Kristinestad. Á vinnuhjúaskildaga í fyrra, 14. maí, tók ég mér far yfir Austursjó með Ábo-skipinu „Nordstjernan". Seinna frétti ég, að það væri sama skipið, sem vatnseitrunar Iiafði orðið vart í fyrir nokkrum árum, og valdið mörg- um mönnum alvarlegum veikindum, þ. á. m. Kristni E. Andréssyni magist- er. — Veðrið var yndislegt; logn og sólskin. Farþegar voru allmargir, m. a. söngflokkur úr kvennagildi kaupfé- lagsins í Stockhólmi. Hann var að fara í heimsókn til ,,kollega“ í Helsingfors. Söngstýran er ung, og virtist vera þróttmikið náttúrubarn. Lét hún „ljúfa blæinn“ strjúka sér víðar en um vangann. Gat ég ekki stillt mig um að taka hana tali, og skýrði hún mér frá sönglífi þeirra samvinnu- kvennanna; hvílíka ánægju og upp- lyftingu það veitti þeim og hver styrk- ur það væri góðum félagsanda. Eg hugsaði, að gaman og gagn myndi vera að eiga nokkra áþekka hópa heima, innan íslenzku samvinnusam- takanna. Ferðin gekk vel að vonum. Skipið smaug rennilega gegnum hinn fræga Skerjagarð, sem liggur þarna úti fyrir strönd Svíþjóðar, og framhjá fögrum eyjum; skógiklæddum og hamravörð- um. Engin furða, þótt slík náttúra ali sérkennilegt líf, enda má líka sjá þess glöggan vottinn í bókmenntum og list- um Svía. Verk svo raunsærra manna sem Strindbergs og Engströms, gætu virzt þrungin rómantík, þegar þau fjalla um atburði á þessum slóðum, en engu slíku þarf víst að vera til að dreifa umfram það, er sjálft lífið, „gró- andi, göfugt og sterkt“, ber í skauti sér. Þarna út sækja margir borgarbú- ar, ekki sízt að sumrinu, og þá einkum námsfólk úr langskólagöngunni, og lifa þá oft glaða daga í „sól og synd“, að því er sumir segja. Þegar húrna tók að kvöldi, lagðist þoka yfir hið breiða sund. Þá var kær- komið að taka hvíld, enda þótt önn dagsins væri aðeins nú að njóta. Á laugardagsmorgunn fyrir hvítasunnu sigldum við svo inn Finnsku víkina og gegnum finnska skerjagarðinn, sem ég sá ekki betur en að minnti mjög á hinn sænska nafna sinn, þótt minni sé. Ekki er langt til Helsingfors, þegar fram hjá Porkala er komið, en svæðið þar í kring, bæði á sjó og landi, er undir hinum mjúka verndarvæng Rússa, og ríkir alger hernaðarleynd yfir öllu, sem þar gerist, svo enginn má helzt sjá út úr auga. Þegar járn- brautarvagnar Finna renna framhjá, eru dregin birtuheld tjöld fyrir alla glugga, samkvæmt ströngustu laga- fyrirmælum, og auglýsingum í sjálf- um farartækjunum. Loks sáum við þá hina „hvítu borg“, Helsingfors — eða Helsinki, eins og hún heitir á finnskunni. En ekki þótti mér hún svo björt yfirlitum sem ég hafði gert mér í hugarlund af lýsing- um annarra, og skil ég vel, að borgin hafi líka, hvað þetta snertir, ekki verið orðin söm og hún var áður. Ég beið rólegur um borð, meðan farþegar þustu í land. Það er alltaf svo gaman að sjá fólk. Þarna voru margir mættir til þess að taka á móti vinum og vandamönnum. Engum átti ég von á hér; vinurinn minn var svo langt í burtu. Viti menn: Ofan girð- ingar lögreglunnar á bryggjunni beið maður og mændi óþreyjufullum aug- um til skipsins. En það var ekki fyrr en passamaðurinn kallaði til hans: „Dár kommer slutligen din islánn- ing“, um leið og ég tilkynnti mig — að ég vissi, hver hann var, þ. e. sendimað- ur frá samvinnumenningarsamband- inu Kulutusosuuskuntien Keskusliito eða KK, eins og það er kallað daglega. Hér hafði Tervonen verið að verki, og tjáði sá maðurinn mér, að þar sem hvort tveggja væri, að ég ynni hjá ís- 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.