Samvinnan - 01.12.1949, Page 56

Samvinnan - 01.12.1949, Page 56
krabbameins. — Eftir Hiroshima- sprengjuna var mikið talað um það. að áhrif kjarnorkunnar á menn væri m. a. sú, að þeir yrðu ófrjóir, en eftir rannsóknirnar á Bikini og niðurstöð- ur þeirra um þetta, hefur ekkert af dýrum þeim, sem notuð voru til rann- sóknanna, sýnt dæmi um þetta. Þvert á móti liggja fyrir skýrslur, sem sýna hið gagnstæða. Hið merkilegasta af tilraunadýrunum við Bikini er svín 311. Það er ung gylta, sem synti í hinu geislavirka vatni í flóanum, tveim dögum eftir sprengjuna. Hún var tekin um borð í eitt af skipunum, og búizt var við að hún myndi fljót- lega deyja. En gyltan dó ekki, og í dag er hún fílhraust, stór og stæðileg og vegur 200 klíó. Hún er ófrjó, en lækn- ar fullyrða, að það muni hún hafa ver- ið áður, og það sé ekki í neinu sam- bandi við kjarnorkusprengjuna. Erfðasérfræðingar, sem hafa haft með höndum rannsóknir við Bikini, álíta, að mikið af fóstrum muni hafa dáið við sprenginguna. Getur kjarnorkan framleitt krabbamein? Meðal hinna fjölmörgu vísinda- rannsókna, sem gerðar eru á kjarnork- unni bæði í Japan, Ameríku og við Bikini, munu einar hinna umfangs- mestu vera um samband kjarnorkunn- ar og krabbameinssjúkdóma. Því hef- ur verið haldið fram að kjarnorkan geti framleitt krabbamein. Sem dæmi hefur verið getið um 47 ára gamlan Japana, sem hafði 155 krabbamein í líkamanum, er hann dó, og voru þau öll nálægt brunaörum á líkama hans. Vísindamennirnir hafa engu slegið föstu um þetta atriði enn, en beðið er eftir, hvað hinar umfangsmiklu rann- sóknir muni nánar leiða í ljós. „Atom“-veikin, sem hér hefur verið minnst á að framan, er sá sjúkdómur, sem þegar er vitað með öruggri vissu, að komi fram hjá bæði mönnum og dýrum, sem verði fyrir kjarnorkunni. Síðastliðið vor veiktist píanósnill- ingur af „atom“-veikinni. Það var frk. Palchikoff, dóttir Serge Palchikoff, sem er kennari við hljómlistarháskól- ann í Hiroshima. Hún hafði ekki orð- ið fyrir neinu að því er talið var, þegar sprengjann fél 1 á Hiroshima, en hún skýrði læknunum frá því síðar, að hún hefði tekið þátt í því að hjálpa hinum 56 særðu í borginni. Þrem árum eftir það fékk hún veikina, og var það á hljóm- leikaför í Ameríku. Enn vita menn ekki, hvort takast muni að bjarga lífi hennar, en hún hefur legið í Washing- ton, þar sem læknar hafa reynt að gefa henni algerlega nýtt blóð. Undranálin — Cobalt 60. Miklar vonir eru tengdar við kjarn- orkurannsóknirnar fyrir læknavísind- in og hina sjúku. Ýmsar merkar upp- götvanir hafa þegar verið gerðar, og eru jrar á meðal hinir svonefndu „tso- toper“ radioactive Isotopers), sem á að vera hægt að nota við lækningu krabbameins. Hið nýjasta, sem fram hefur komið af þessu er hið svonefnda Cobalt 60, sem nú er framleitt í kjarn- orkuverksmiðjunum í Oak Ridge. — Þetta vopn gegn krabbanum er á stærð við grammófónnál, og nálinni er stungið beint í þá staði líkamans, sem eru veikir af krabbameini. Tilraunir með tæki þetta hafa verið gerðar á sjúkrahúsi einu í New York, Memorial Hospital, og er sagt að árangur þeirra hafi verið góður. Geislaverliunin og grasvöxturinn. Aðrar tilraunir miða að því, að fram- leiða geislavirk áburðarefni, sem eigi að geta leitt af sér fljótari og meiri vöxt á plöntum, grænmeti og korni. Kjarnorkumálanefndin hefur enn ekki viljað gefa nein loforð í þessu sambandi, en hún hefur látið þess get- tið að tilraunirnar séu umfangsmiklar og merkilegs eðlis. Yfirleitt efast eng- inn um, að í kjarnorkunni leynist ótal möguleikar fyrir mannkynið, og verði hún notuð í þágu menningarmála og friðar muni hún geta gjörbreytt lifn- aðarháttum mannanna. A. S. (Þýtt úr grein eftir Povl Westphall). Samvinnutryggingar Brezk blöð greina frá þeirri ákvörðun brezku ríkisstjórnarinnar, að hverfa frá fyrri áætlunum um að þjóðnýta vátryggingastarf- semina í landinu. í þess stað hyggst stjórnin að stuðla að því að tryggingarnar verði rekn- ar á samvinnugrundvelli. Þessi breytta afstaða er mikill sigur fyrir samvinnuhreyfinguna í Bretlandi, sem lengi hefur rekið vátrygging- arstarfsemi, því að samvinnumenn voru mjög andvígir þjóðnýtingu vátrygginganna. Hafa blöð samvinnumanna ritað skelegglega gegn því, að ríkisvaldið teygi sig inn á svið sam- vinnustarfsins. „Amarfell" komið til landsins Hinn 25. nóvember kom hið nýja skip Sambands ísl. samvinnufélaga, „Arnarfell", til heimahafnar sinnar í Húsavík. Áður hefði skipið tekið land á Reyðarfirði. Frá Húsavík hélt skip- ið til Akureyrar og síðan vestur með landi og suður til Reykjavíkur, með nokkrum viðkomum. Skipinu var hvarvetna vel fagnað af samvinnu- mönnum. Aðalmóttökuathöfnin var í Húsavík, sem valin var heimahöfn skipsins til heiðurs Kaupfélagi Þing- eyinga, elzta kaupfélagi landsins. Er skipið lagðist að bryggju í Húsavík síðdegis föstudaginn 25. nóv., var efnt til móttökuathafnar á bryggjunni. — Voru þar flutt velkomandaminni í óbundnu og bundnu máli og sungið. Um kvöldið hafði Kaupfélag Þingey- inga boð inni fyrir skipshöfn og gesti, en að því loknu hafði SÍS kvöldverð- arboð um borð í skipinu. Voru marg- ar ræður fluttar í þessum hófum báð- um og fögur kvæði. Á Reyðarfirði hafði einnig verið efnt til móttökuat- hafnar, svo og á Akureyri og öðrum þeim stöðum, sem skipið hafði við- komu á á suðurleið. Þessi glæsilega viðbót við skipakost samvinnumanna vakti hvarvetna mikla athygli og mikinn fögnuð, ekki sízt úti um byggðir landsins. Sjálf- stæðar siglingar SÍS-skipa eru upphaf nýs kapítula í sögu samvinnuhreyf- ingarinnar á íslandi, og binda sam- vinnumenn miklar vonir við hann. „Arnarfelli" hefir áður verið lýst í Samvinnunni. Ber öllum saman um að skipið sé hinn glæsilegasti farkost- ur, ágætlega búið og vandað í hví- vetna. Skipstjóri er hinn ungi og öt- uli farmaður Sverrir Þór, sem áður var skipstjóri á „Hvassafelli". Norræn tryggingasamvinna í september var haldin samnorrænn sam- vinnutryggingafundur í Kaupmannahöfn. Mættu þar fulltrúar allra samvinnutrygginga Norðurlanda. ísland var í fyrsta sinn þátttak- andi í slíkri norrænni ráðstefnu.

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.