Samvinnan - 01.10.1967, Page 20

Samvinnan - 01.10.1967, Page 20
Vatnslitamynd eftir Ásgrím Jónsson, Hrafnagjá og Arnarfell, máluð um 1927 í Gjábakkalandi, en sá staður á Þingvöllum var Ásgrimi einkar kœr. Samþylckt Hins ísl. náttúrufræðifélags Á aðalfundi Hins íslenzka náttúrufræðifélags, sem hald- inn var 25. febrúar 1967, var eftirfarandi samþykkt gerð: „Fundurinn telur einnig, að Þingvallanefnd hafi brugðizt hlutverki sínu með úthlutun lóða undir sumarbústaði á þjóðgarðssvæðinu. Fundurinn telur að hlutverk nefndar- innar sé verndun Þingvalla, svo að þjóðgarðssvæðið verði varðveitt og skilað ósnortnu í hendur komandi kynslóða.“ „En þetta friðlýsta svæði hans (þingstaðarins) er ekki stærra en svo, að utan við það gæti risið upp eins konar Grímstaðaholt í skjóli skipulagsleysis og stundarhagnaðar einstakra listsnauðra manna.“ (Jónas Jónsson frá Hriflu á Alþingi 1928). SIGURÐUR ÞÓRARINSSON: GJÁBAKKA- HNEYKSLIÐ „Og hingað stefndu eitt sinn allra þrár. Ótti og von á þessum steinum glóðu . . . . . . Nú heyri ég minnar þjóðar þúsund ár sem þyt í laufi á sumarkvöldi hljóðu.“ Það er nú að verða æ Ijósara, að það hörmulega tiltæki fjór- menninganna, Þingvallanefnd- ar og ritara hennar, að úthluta ióðum fyrir sumarbústaði í landi Gjábakka, á formælend- ur fáa. Bæði er það, að vinnu- brögðin við þessa lóðaúthlut- un hafa að margra dómi ver- ið langt fyrir neðan allt vel- sæmi, svo að þeir fjölmörgu, er íslenzkri náttúru unna og enn hafa einhvern snefil af skilningi á þúsund ára sögu þessarar þjóðar, una því ekki, að friðhelgi Þingvalla sé frek- lega skert alveg að ástæðu- lausu. Það yrði eingöngu til þess að skemmta skrattanum að reyna að munnhöggvast áfram við þessa fjórmenninga, sem annaðhvort eru slegnir al- gerri blindu í þessu máli og pottþéttir gegn öllum rökum, eða skýla sér með þögn í þeirri von, að hneykslið fyrnist. Það sem nú þarf að gera, er að virkja heilbrigt almenn- ingsálit, ættjarðarást og óbrjál- aða réttlætiskennd til að koma vitinu fyrir alþingismenn í þessu máli, svo að þeir geti komið í veg fyrir að fleiri sum- arbústaðir verði reistir austur þar en þegar eru risnir af grunni. Síðan ber að snúa sér að öðrum fjórmenningum, sem sé þeim, er þegar hafa hreiðr- að um sig í Gjábakkalandi. Það land er svo sannarlega engin séreign neinna einstak- linga. Það er sameign alþjóð- ar. En úr því sem komið er verður að öngla saman aurum til að fjarlægja þessa fjóra sumarbústaði, eigendunum að kostnaðarlausu, og koma þeim fyrir á öðrum, sómasamlegum stað. Ég hef ekki ástæðu til að ætla annað en að Bárður Daníelsson, Hjálmtýr Péturs- son og þeir aðrir, er þarna eiga hlut að máli, muni viðurkenna réttmæti slíkra ráðstafana, enda væri það undarlega inn- rætt fólk, sem ekki kysi held- ur að njóta sumars á notaleg- um stað, öðrum landslýð að meinalausu, en að þrauka áfram á Þingvöllum í óþökk nær allra íslendinga. Þá þarf að gera ráðstafanir til þess að sá sumarbústaður, sem fyrir var í Gjábakkalandi, er hin nýja úthlutun hófst, verði einnig fjarlægður. Öllu ætti þessu að vera lokið fyrir 1974 og helzt löngu fyrr, svo að sárin eftir þessa sumarbú- staði verði þá gróin, og síðan ber að gleyma þessu Gjábakka- hneyksli eins og ljótum draumi. Öllum mönnum getur orðið á að gera glappaskot og það er hægt að fyrirgefa þeim, en þó því aðeins, að þeir sýni ein- hverja viðleitni til úrbóta. Sem betur fer er lóðaúthlutun í Gjá- bakkalandi glappaskot, sem enn er hægt úr að bæta. Það verður líka að gerast og það hlýtur að gerast. Sigurður Þórarinsson. 20

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.