Samvinnan - 01.10.1967, Blaðsíða 28

Samvinnan - 01.10.1967, Blaðsíða 28
 Hér er spurning sem við þurfum til allrar hamingju ekki að svara en sem við kynn- um samt að hafa gott af að hugleiða: Á fimm barna móðir sem hefur ekki nægan mat .að skipta því litla sem hún.íie'fur jafnt á milli barnanna,, og eiga á hættu að þau veslist öll upp, eða á hún einungis að deila matnum milli fjögurra og láta það veiklaðasta eða yngsta deyja úr hungri — í von um að hin haldi lífinu? Spurningin kom fram á al- þjóðlegri ráðstefnu um mann- úðarmál og þjóðfélagsumbætur sem haldin var í London á síð- astliðnu sumri. Það var banda- rískur prófessor sem varpaði henni fram. Og móðir ein í þorpi einu í Perú hafði einmitt verið að berjast við að svara henni þegar hann var þar á ferðinni fyrr á árinu. Það er leið okkar allra í þétt- býlinu að eignast sjónvarps- tæki, og ég tók fyrir nefið síðast í ágúst og steypti mér út í iðuna. Ég er ennþá að basla við að telja sjálfum mér trú um að apparatið sé komið inn á heimilið vegna barnanna, en það er ekki nema hálfur sannleikurinn. Það er sitthvað í sjónvarpinu sem kemur manni skemmtilega á óvart, svo sem þegar þulurinn fettir sig og brettir langtímum sam- an án þess að segja orð ellegar þegar hann á hinn bóginn herpir saman varirnar eins og þrjóskur krakki og flytur hálfr- ar stundar fyrirlestur um um- ferðarmál. Á dögunum talaði líka ung og falleg stúlka með rödd útvarpsstjóra eitt ógleym- anlegt sekúndubrot, og um svinað leyti voru beir með einn af bessum báttum í siónvarn- inu þar sem sauðsvörtum al- múganum er gefinn kostur á að leggjast á skráargatið og kíkia inn til höfðingjanna. Ég hef alltaf haft ánægju af höfðingjasýningum, því að við- höfn og serimonía geta verið meira grín en beztu Chaplin- myndir, og það gleður mig að sjónvarpsmenn virðast hafa svipaða skoðun á þessum mál- um. Ég hef aldrei verið meira með höfðingjum en síðan ég eignaðist sjónvarpstækið, bæði andlegum og veraldlegum. Rétt áður en Vilhjálmur talaði í gegnum kvinnuna sýndu þeir okkur patríarkann í Miklagarði sem er með jólasveinaskegg rjúka upp um hálsinn á páfan- um og ausa yfir hann kossum. íslenskir kirkjuhöfðingjar eru því miður öllu drumblegri, svo að maður á liklega ekki eftir að sjá okkar kennimenn kafa í gegnum skeggið á starfsbræðr- um sínum eins og þeir ættu von á því að finna Brigitte Bardot hinumegin, en kúfurinn á embættismannastéttinni er aftur á móti með tilburði sem lofa góðu. Ég á mynd í fórum mínum sem ég kalla: Hinir þrettán þjófhræddu. Ég klippti hana út úr dagblaði í sumar. Þrettán íslenskir úrvalsmenn með ráð- herra í broddi fylkingar hafa sprottið upp við leiði Kennedys forseta í Arlington-kirkjugarði við Washington, og þeir standa þarna í virðulegri halarófu með virðulegan svip og halda krampataki með annarri hend- inni í boðunginn á jakkanum sínum, rétt eins og þeir hefðu álpast inn á ársbing vasaþjófa með milljón í br.ióstvasanum. Ég hef einu sinni í útvarps- erindi hallmælt bessu fárán- lega handapati sem er vitan- lega ekkert nema eftiröpun á fremur tilgerðarlegum banda- rískum sið, en leiðtogar okkar virðast komnir á þá skoðun að betta sé svo yfirmátafínt fbað er eins og þeir séu með lús á bringunni) að það er eflaust borln von að beir hverfi aftur til íslensku siðvenjunnar og t.aki bara ha.ttkúfinn ofan án allra hundakúnsta. fslenskir fvrirmenn hlióta að siálfsögðu að sýna starfsbræðr- um sínum í útlandinu fulla kurtelsi. jafnvel bó að beir sén staddir sex fet undir grassverð- inum. en sagan kennir okkur engu að síður að serimoníu- bna.utin er vandfarin. Þeg'"' böfðingiar í Afríku byriuðu a v ganara. með bögglaða.n pínuhaH w hvítt, skvrtubrióvst með blá- barðaskinninu. bá hló bara öll Rvróna. Menn get.a ver’ð virðu- joo-ir fulltrúar bjóðar smnar bó að beir forðist, glingrið. Þega.r aUt kemur til alls eru seri- monínsiðir leiksýning. og bað barf að semja handrltið með hliðsión af sviðinu: landssið- um og staðháttum og fólkinu sjálfu og jafnvel pyngjukvöl- inni. Viðhafnarsýning sem tekur sig prýðilega út í London eða Moskvu eða í Washington getur orðið hjákátlegt sprell þegar við fslendingar erum að sperrast við að færa hana upp. Litla íslenska mosagróna svið- ið með fiskhjallana í baksýn svignar undir íburðinum, og mennirnir sem hringsnúast í sviðsljósinu með hvítt skyrtu- brjóst og bögglaðan pípuhatt — æ, eru þeir bara ekki þegar að er gáð á íslenskum prjónabrók- um undir? Þetta er svo óttalega snúið. Ætli það sé ekki ennþá meiri vandi að vera greifi með smá- þjóðunum heldur en þeim stóru? Eitt er víst að það er ekki nóg að kunna að taka ofan að amerískum sið. Menn skyldu meira að segja fara að öllu með gát hér uppi á íslandi begar þeir beita mótorhjólum fyrir bílalestir sínar í þéttbýlinu sunnanlands. Bílagrúinn á veg- unum er sumstaðar svo mikill að það er ógerningur að siá hverjir eru í ökuferð undir verndarvæng lögreglunnar og hverjir eru bara venjulegar blækur í umferðinni. Ég sá dæmi um þetta með eigin augum á síðastliðnu. sumri, þegar það var bíll við bíl á veginum þar sem ég var á gangi. Þegar mótorhjóla- löggan birtist í öllu sínu veldi, þá var ekki nokkur lifandi leið að átta sig á því hve marga bíla hún var að lóðsa tll ráð- herraveislunnar, þó að mér bætti að vísu ósennilegt að bíl- stjórinn á karfabílnum sem var framarlega í fylkingunni væri einn af boðsgestunum. Vélarnar eru að útrýma róm- antíkinni hér sem annarstað- ar. Núna í september auglýsti kvenmaður eftir karlmanni í Morgunblaðinu, og það eina sem hann þurfti að hafa sér til ágætis það var að eiga bíl. Það var ekkert talað um útlitið, hvergi minnst á fjárhaginn, ekki vikið einu orði að hjarta- laginu. Hann mátti vera alls- laus auli með blóðrautt brenni- vínsnef og lemja ungbörn. En bíldruslu varð hann að hafa. Unga fólkið sem bregður sér ennþá í síldina fer ekki einung- is út af atvinnunni og voninni um skjóttekinn arð. Það fer líka út af rómantíkinni, og heyr fyrir því. Stúlkurnar gefa strákunum undir fótinn og strákarnir gera sig fína fyrir böllin. Vinnan getur veriö ströng og vinnudagurinn lang- ur, en hinumegin við planið stendur braggi fullur af kven- fólki. Nú líður óðfluga að því að bragginn fyllist af vélum í staðinn. ískrið í vélunum er þegar byrjað að yfirgnæfa pískrið í stúlkunum. Þetta er upplyftingin sem bíður ungs manns eftir fáein ár eftir erfiða törn í síldinni: sálarlaus, öskrandi, rafknúin vél með ást- ríður úr ryðfríu stáli. Það sama er uppi á teningn- um í sveitinni. Rómantíkin er í andarslitrunum um fjöll og dal. Þetta er eins og í skáldsög- unum sem þeir bjuggu til á færiböndum austur í Sovét- ríkjum til eflingar fimm ára áætlunum. Ungi tápmikli kaupamaðurinn kemst í náin kynni við mjaltavél og sak- lausa, blíða og undirleita kaupakonan fær traktor fyrir einkavin. Hún hefði eins getað gengið í klaustur. Það er ekki einu sinni efnilegur bóndason í nágrenninu. Hann er suður í Reykjavík að læra að verða mikill maður. Það má mikið vera ef vélarn- ar eru ekki búnar að rugla dómgreind okkar meira en litið. Verðmætin gerast svo undar- leg, hugsjónirnar svo ankanna- legar, baráttumálin svo skelf- ing lágkúruleg. Menn verða svo æstir af svo ómerkilegu tilefni. Menn æpa og hrína út af fá- einum sjónvarpsþáttum sem 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.