Samvinnan - 01.10.1967, Síða 29
eru lýstir í bann, fá fyrir hjart-
að, skera upp herör, stofna
félagsskap með þjóðfrelsistil-
burðum. Það er eins og verið sé
að klípa menn með glóandi
töngum, af því Útlagarnir eru
gerðir útlægir og Perry Mason
fær spark í rassinn.
Allt í einu er líka algjörlega
óhjákvæmilegt að veita allri
umferðinni til hægri. Það er
hlaupið upp til handa og fóta,
og maður hafði nánast á til-
finningunni til að byrja með að
það væri um líf eða dauða að
tefla. Raunar er komið á dag-
inn að einar sextíu þjóðir líða
ekki af umferðarkölkun þó að
þær víki bara í rólegheitum til
vinstri. írar og Englendingar
una glaðir við sína vinstri-
stefnu hérna fyrir austan okk-
ur. Skyldu nú engin verkefni
hafa verið brýnni hér úti á reg-
inhafi en þessi umferðarhring-
snúningur fyrir tugi milljóna?
Svona viðbragðsflýtir væri því
aðeins aðdáunarverður ef mað-
ur vissi ekki (svo að aðeins eitt
dæmi sé nefnt) að i tvo eða
þrjá áratugi hefur ekki tekist
að finna peningana til þess að
búa sæmilega að geðsjúkling-
um. Þeir eru á hrakhólum
hundruðum saman. Þjónustan
við vélina gengur fyrir.
Kunnur breskur sagnfræð-
ingur vakti nýlega máls á því í
blaðagrein hvort það væri ekki
hæpið uppátæki að æra millj-
ónir Breta með þotuveini og
öðrum gauragangi til þess eins
að ef til vill einn maður af
hverju þúsundi gæti komist
með tvöföldum hraða hljóðsins
á milli heimsálfa. Hann var að
skrifa um hljóðfráu farþega-
þoturnar sem eru á næsta leiti
og sem munu bera með sér svo
ferlegar hljóðbylgjur að þess
eru dæmi að þær laski jafnvel
byggingar. í sumar og í haust
hefur mikið verið deilt um það
í enskum blöðum hvort það sé
í raun og veru til almennings-
heilla að verja þúsundum
milljóna af opinberu fé til
smíðis farartækis sem hefur
þann eina tilgang að stytta
flugtímann milli London og
New York um einn til tvo
klukkutíma. Ýmsir málsmet-
andi menn telja þetta hömlu-
lausa kapphlaup við klukkuna
komið út í hreinar öfgar. En
það er eins og fyrri daginn að
mennirnir sem halda meira
upp á hljóðhimnurnar í sér
heldur en hraðann mega láta
i minni pokann.
Vélin hefur betur. Hún er
allsstaðar í sókn og maðurinn
er allsstaðar á undanhaldi.
Lávarður að nafni Bowden
hefur líkt bramboltinu úti í
himingeimnum við feiknarlega
sirkussýningu. Hann er efins
um að veröldin hafi upplifað
þvílíkt og annað eins síðan
Rómaveldi framdi sjálfsmorð
með því að verja fjörutíu af
hundraði ríkisteknanna til þess
að skemmta lýðnum i hring-
leikahúsum. Á sama tíma sem
við erum að reyna að gleypa
tunglið, þá sveltur helmingur
mannkyns, samanber frásögn-
ina um móðurina hér á undan.
En tunglflaugin gengur fyrir,
milljarðavélin þolir enga bið.
Við megum vara okkur að vél-
arnar gleypi okkur ekki með
húð og hári. Úti í Bandaríkjun-
um er makamiðlari nokkur bú-
inn að taka rafheila í þjónustu
sína. Tólið flokkar fólkið sem
miðlarinn hefur á skrá eftir
skapferli, sjónarmiðum, hæfi-
leikum, efnum og þar fram
eftir götunum og bendir síðan
á „heillavænlegustu samstæð-
urnar“. Það hvarflar stundum
að manni að spyrja hvort vélin
sé til fyrir manninn eða mað-
urinn fyrir vélina. Á dögunum
þurfti ég að fara í bankann
eins og gengur. Þá uppgötvaði
ég að ég hét ekki lengur því
nafni sem foreldrar mínir
höfðu þó skírt mig. Eg hét —
og fékk enga afgreiðslu nema
ég héti — 2658-7131.
Vélinni þóknaðist.
Það sprettur upp úr jörðinni
á góðæris- og vellystingartím-
um slangur af fólki sem virðist
ekki þróast nema í peninga-
mold. Fyrir fimm sex árum var
jarðvegurinn í Reykjavík orð-
inn frjór fyrir svokallaða tísku-
skóla þar sem menn gátu lært
að ropa ekki upphátt hjá fínu
fólki undir handleiðslu kunn-
áttumanna. Ég geri ráð fyrir að
þetta hafi verið eins og í öðr-
um skólum og þeir verið settir
í byrjendadeild sem leystu til
dæmis vind á inntökuprófinu
en aðrir byrjað undireins að
læra til doktorsnafnbótar, eins
og til dæmis fólk sem átti boðs-
kort frá franska sendiráðinu
með gylltum jöðrum.
í Morgunblaðinu í september
sagði frá einum þessara skóla
að hann lifði og dafnaði „þrátt
fyrir hrakspár og ónot úr ýms-
um áttum.“ Nú skal haldið
áfram að ónotast. Öll vitleysan
er sem kunnugt er ekki eins, og
af því leiðir til allrar guðslukku
að hún er misjafnlega lífseig,
og flest af þessum undarlegu
menntasetrum virðast hafa
óltið uppfyrir. Ég hef verið að
velta því fyrir mér hvað skóla-
stjórarnir og prófessorarnir
hafi tekið sér fyrir hendur
þegar skútan sökk undir þeim.
Það er hægt að komast af án
þess að bora í nefið, en það er
fjandakornið ekki hægt að lifa
á því að bora ekki í nefið.
Hvaða starfi hæfir atvinnu-
lausum sérfræðingi íslenskum
í fágaðri framkomu? Vantar
einhvern bóndann kannski
kaupakonu? Hún má að vísu
ekki koma út undir bert loft
af því þá spillist á henni hárið,
og hún má vitanlega ekkert
gera með höndunum af því þá
skemmast þær líka, og hún
þarf eins og lög gera ráð fyrir
að fá að lúlla til hádegis af því
annars verður hún svo óttalega
slæm í húðinni. En hún þérar
kýrnar.
Mér fannst tískuskólafargan-
ið þegar það fór af stað bera
nokkurn keim af ævintýra-
mennsku, af tungulipra tæki-
færissinnanum sem tekur
stúlkutetrið og sveinstaulann
bak við húsvegg og selur þeim
hlutabréf í regnboganum. Það
er herfilegur misskilningur að
það sé hægt að sjóða niður
kurteisi og selja hana eins og
grænar baunir. Það eignast
enginn gott upplag með því að
snara út peningum, og kjána-
prik sem hefur ekkert lært af
fordæmi góðra manna í upp-
vextinum, hann verður litlu
nær eftir þriggja vikna nám-
skeið á uppeldisskóla. Mér dett-
ur i hug að nemandinn verði
svona eins og apagrey með
slaufu í rófunni.
Það er líka annar misskiln-
ingurinn frá að lipurlegar
hneigingar og stimamjúk bros
beri ævinlega vott um mann-
kosti. Franska hirðin varð að
lokum svo viðrinislega „dönn-
uð“ að bókstaflega öll hersing-
in dansaði sig undir fallöxina.
Það segir frá þessu í þúsundum
bóka, þó að þær séu að vísu
ekki kenndar í tískuskólum. Nú
er þetta orðið langt mál af litlu
tilefni kannski, en mér segir
svo hugur að sagnfræðingun-
um sem einhverntíma semja
sögu núlifandi kynslóðar muni
ekki sjást yfir blessaða tísku-
skólana, þó að uppátækið sé í
sjálfu sér af meinlausara tag-
inu. Þeim munu þykja þeir
merkilegir einmitt vegna þess
hvað þeir voru ómerkilegir, og
þeir hljóta að höggva eftir því
að á þessum tímum gullæðisins
á íslandi varð sú trú augljós-
lega algeng að það væri hægt
að fá allt fyrir peninga, líka
manneskjulega framkomu.
Sagnfræðingarnir munu gera
þverskurð af þjóðlífinu, því að
menningarástand þjóða verður
ekki vegið og metið með því að
líta einungis á það sem flýtur
ofaná og hefur fallega áferð.
Það þarf að kafa alla leið niður
á botn til þess að myndin verði
heil og ósvikin. Þarna undir
yfirborðinu með hinum fína
gljáa kennir margra grasa.
Þarna eru fyrirbæri eins og
skattalögregla sem er að
drukkna í fölsuðum skatta-
skýrslum og litlar sakleysisleg-
ar faktúrur sem eru raunar
falskir pappírar líka og svo
milljónir sem gufa upp annað
slagið út um hvippinn og
hvappinn án þess að nokkrum
virðist bregða að ráði. Þegar
sagnfræðingarnir byrja að róta
og gramsa, þá mun gjósa upp
peningaþefur, stækari en
nokkurntíma áður í sögu þjóð-
arinnar, og ég held það hljóti
að verða niðurstaðan að pen-
ingasjónarmiðið hafi aldrei
ráðið meiru á íslandi en ein-
mitt núna og að peningavitið
hafi aldrei verið eins vegsam-
að. Hér hefur ungur stórkaup-
maður orðið:
„Það þarf að nýta þetta stóra
land. Hleypa inn fjármagni og
útlendingum."
„Enga hreppstjórasnýtupóli-
tík. Ég er búinn að fá mig full-
saddan af sögum af Gunnari
frá Hlíðarenda og fleiri bar-
dagalúsablesum.“
„Það má byggja upp land
eins og fyrirtæki. Láta bara
rétta menn um starfið. Rétta
menn, sem vita meir um við-
skipti en menningu. Þá fyrst
yrði lifandi í landinu. Réttir
menn í stjórn og menningar-
vitarnir við að hausa fisk.“
Það verður af nógu að taka
þegar sagnfræðingarnir skrifa
menningarsögu suðvestur-
hornsins á íslandi á sjöunda
tug tuttugustu aldar. Tilvitn-
anirnar eru úr viðtali í ágúst-
hefti Frjálsrar verslunar við
Rolf Johansen sem hefur ýmis-
legt fleira merkilegt að segja
um verslun og viðskipti og fag-
urt mannlíf.
Hann virðist sjálfkjörinn í
næstu stjórn, — nú, eða hann
Perry Mason.
29