Samvinnan - 01.10.1967, Qupperneq 31

Samvinnan - 01.10.1967, Qupperneq 31
egypzkar failbyssur í strand- virkinu Sharm el Sheikh á suð- urodda Sínaískaga meinað ísraelskum skipum siglingar um Aqabaflóa til hafnarborg- arinnar Elath, en siglingaleiðin um Tiransund, hið þrönga mynni flóans, liggur innan egypzkrar landhelgi. Eftir 1956 tók sveit úr gæzluliði SÞ sér stöðu í Sharm el Sheikh, og Aqabaflói stóð opinn ísraelsk- um skipum. Nú fór gæzluliðið á brott, egypzk hersveit tók við virkinu og Nasser lýsti yfir banni við siglingum ísraels- manna um Tiransund, svo og vopnaflutningum til ísraels um sundið í skipum annarra þjóða. Hinsvegar var Ijóst af tilskipun Egypta að þeir hugð- ust ekki stöðva almenna vöru- flutninga til Elath, ef skipin sigldu undir öðrum fána en ísraelskum. ísraelsmenn lýstu strax yf- ir að þeir gætu ekki látið sér lynda að siglingar um Tiran- sund yrðu takmarkaðar, en ríkisstjórnin leitaðist í fyrstu við að fá aðgerðum Egypta hnekkt með fulltingi Banda- ríkjanna og annarra vestrænna siglingaþjóða. Brátt kom á dag- inn að árangurs var ekki að vænta af þeirri viðleitni, og þá skeði annar atburður sem var höfuðorsök til að ísrael greip til vopna. Hussein Jórdanskon- ungur flaug skyndilega til Kairó, sættist við Nasser, sinn forna fjandmann, og þeir hétu hvor öðrum fullum stuðningi gagnvart ísrael. Frá því Ísraelsríki var stofn- að hafa stjórnendur þess kost- að kapps um að hindra sam- stöðu Arabaríkjanna, en sér- staklega hefur þeim verið um- hugað um að stía Egyptalandi og Jórdan í sundur. Ástæðan er að við liggur að landið sem Jórdan lagði undir sig í Palestínustyrjöldinni skeri ísrael í sundur, þar sem land- tunga Jórdans á vesturbakka Jórdansár teygir sig næst Mið- jarðarhafi er ísrael ekki nema rúmir þrjátíu kílómetrar á breidd milli sjávar og landa- mæranna. Einmitt á þessum slóðum stendur langfjölmenn- asta borg ísraels, Tel Aviv, og má ná til hennar frá jórdönsku landi með langdrægum fall- byssum. Þegar það fór nú saman að Nasser gerði sig líklegan til að eyða með öllu afleiðingunum af ósigri egypzka hersins 1956 og útlit var fyrir að Egypta- land og Jórdan tækju höndum saman, var ekki lengur að sök- um að spyrja. Dajan, foringi stríðssinna í ísrael, var gerður að hermálaráðherra og leiftur- stríð hafið á þrennum vígstöðv- um, gegn Egyptalandi, Jórdan og Sýrlandi. Þegar vopnahlé komst á sex dögum síðar, hafði ísraelsher misst 800 menn fallna en Ar- abaríkin að minnsta kosti 15.000. Yfirráðasvæði ísraels- manna hafði rúmlega fjórfald- azt, úr 21.000 ferkílómetrum í 88.000. ísraelskar hersveitir höfðu hertekið gervallan Sínaí- skaga og stóðu á austurbakka Súezskurðar, þær höfðu lagt undir sig allt land Jórdans vestan Jórdansár, lang frjó- samasta og þéttbýlasta hlut- ann af ríki Husseins konungs, og hrakið Sýrlandsher úr fjall- lendinu norðaustur af Galíleu- vatni. ísrael hefur auðmýkt Araba- ríkin, en þau eru ekki buguð. Á ráðstefnu þeirra í Kartúm í haust var ákveðið að hafna samningaviðræðum við ísrael, safna kröftum og bíða færis að jafna reikningana. Ekki verður annað séð en nýr þátt- ur í harmleik hinna semítisku frændþjóða, ísraelsmanna og araba, sé að hefjast. Vilji menn gera sér nokkra viðhlítandi grein fyrir hvers vegna svo er komið sem kom- ið er í löndunum fyrir Miðjarð- arhafsbotni, verður að líta tæpa öld aftur í tímann. Þjóð- ernisvakningin sem setti svip á nítjándu öldina í Evrópu hafði þá náð að festa rætur meðal araba, vekja hina menntaðri þeirra til vitundar um forna frægð og glæsilega menningararfleifð og ala á uppreisnaranda gegn framandi yfirdrottnun, hvort sem um var að ræða hrörnandi ríki Tyrkja eða ásælni af hálfu dafnandi nýlenduvelda Evrópu. Um sömu mundir kom upp meðal gyð- inga í Austur-Evrópu þjóðern- ishreyfing sem með tímanum varð að síonismanum, mark- vissri viðleitni til að mynda á ný ríki gyðinga í fornum heim- kynnum þeirra, sem þegar hér var komið höfðu verið byggð aröbum að miklum meirihluta í tólf aldir. Framkvæmd fyrir- ætlana síonista hlaut að hafa í för með sér hatramleg átök við araba um yfirráð yfir Palestínu. Rómverjar höfðu það aldrei af að hrekja gyðinga gersam- lega frá Palestínu, þótt Títus gerði þá útlæga eftir eyðingu musterisins árið 71. Gert er ráð fyrir að þeir hafi verið frá fimm til tíu hundraðshlut- ar landsmanna frá því á mið- öldum framyfir miðja nítjándu öld, en eins og kristnir Pale- fsraelskar stúlkur heimsœkja gröf Abrahams i Hebron-dalnum í Jórdan Sœrður egypzkur hermaður, sem ísraelar tóku til fanga, fluttur um borö í flugvél í Tel-Aviv sem skilaði honum heim. 31
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.