Samvinnan - 01.10.1967, Qupperneq 47

Samvinnan - 01.10.1967, Qupperneq 47
sér á gangstéttarkaffihúsum erlendis og virt fólkið fyrir sér með þetta í huga. Daninn stillti þrífætinum á stéttina og skrúfaði vélina fasta, horfði nokkrum sinnum í augað, færði fjarlægðarstillinn og skipaði síðan konu sinni að halda af stað. Hún átti að ganga yfir að hraun- inu, þannig næði hann ströndinni og vatninu, landslagið væri aðalatriðið núna. Hún átti að ganga eins og hún vissi ekki af vélinni, snúa í hana baki og virða landslagið fyrir sér eins og hver annar ferðamaður. Bara eins og hver annar ferðamaður sem væri ekki verið að kvikmynda. Konan hikaði og leit á íslendinginn. Hann þóttist sjá að hún væri mótfall- in nærveru hans, en þegar maður henn- ar endurtók skipun sína hélt hún af stað og Daninn byrjaði að kvikmynda. Hún gekk treglega og var þvinguð í lima- burði. Samt leyndi sér ekki fallegur vöxt- ur hennar. Hún var í víðu pilsi sem náði niður fyrir hnésbætur. Hann var van- ur að sjá styttri pils á skrifstofunni. Þeg- ar konan kom að hraunjaðrinum stanz- aði hún en sneri sér ekki við. Vélin hætti að suða og Daninn bjóst til að færa sig. íslendingurinn tók þrífótinn til þess að færi ekki milli mála að hann ætlaði að hjálpa til og Daninn lét sér vel líka. Þeir gengu að hraunjaðrinum þar sem konan stóð. Hann gat ekki fylgzt með svipbrigð- um hennar meðan hann hjálpaði manni hennar að skorða þrífótinn. Daninn vildi L setja hann niður í hrauninu og það var erfitt að festa hann. Hraunið var gamalt og gróið, grassvörðurinn leyndi holóttu grjótinu og þeir urðu að þreifa fyrir sér með höndunum áður en þeir fundu slétta undirstöðu. Þegar hann leit upp sá hann að hún hafði fært sig fjær; hún hafði gengið lengra inn í hraunið á átt frá ströndinni án þess að láta sig skipta bjástur þeirra við þrífótinn. Hún beygði sig niður; úr þessari fjarlægð fékk hann ekki greint hvort það var hraunsteinn eða gróður sem hún hugði að. Svo sett- ist hún á stein og Daninn kallaði að þetta væri fyrirtak. Nú ætti landslagið að vera í baksýn og hann ætlaði að kvikmynda hana í hrauninu. Konan svaraði engu. Það var eins og hún vissi ekki af kvik- myndavélinni og íslendingnum virtist hún ekki lengur andvíg nærveru hans. Yfir mynd hennar í hrauninu hvíldi fjar- rænn blær líkt og væri hún horfin burt. Öll tregða var horfin úr fari hennar og hreyfingar hennar þegar hún lyfti hend- inni til að strjúka hárið frá kinninni voru mjúkar og þokkafullar. Einmitt svona hlaut hún að vera þegar hún var ein, þegar hún var komin í veizlukj ólinn stundina áður en hún hélt út úr húsi og lyfti handleggnum til að lagfæra hárið eða kannski þegar hún var að búa sig í svefn. Þá sat hún svona í síðum næfur- þunnum náttkjól og lyfti hendinni til að bursta hárið og úti var vetur og myrk- ur og hún var að hugsa um þennan dag á síðastliðnu sumri þegar hún sat á hraunnibbu úti á íslandi og á ný sá hún fyrir sér ströndina og landið og vissi alla tíð af augum hans, vissi að hann fylgd- ist með þegar hún lyfti handleggnum til að strjúka hárið frá kinninni og skyndi- lega stóð hún upp og kom gangandi í áttina til hans. Furðu örugglega bar hún fyrir sig fæturna í ósléttu hrauninu og hann fór að hugsa um hvort hún hjólaði í svona síðu pilsi úti í Kaupmannahöfn. Og mynd frá fyrstu dvöl hans í Kaup- mannahöfn skaut upp í huga hans. Hann stóð á krossgötum breiðstræta og beið þess að skipti ljósum. Bílar, sporvagnar og reiðhjól þutu hjá og í augum íslend- ingsins, sem var nýkominn úr fámenn- inu, var umferð stórborgarinar alger óreiða. Þó vissi hann að hún sætti regl- um sem hann reyndi að lesa út úr því hvernig stjórnendur farartækjanna skiptu um akreinar og hvernig þeir vör- uðust árekstra, já, kannski umfram allt það hvernig þeir komust hjá árekstrum. En hvenær sem hann þóttist hafa höndl- að einhverja reglu smaug hún úr greip hans aftur og honum fannst óhugsandi að hann sjálfur næði nokkurn tíma þeirri leikni að geta smeygt sér inn í slíka umferð. Þá sá hann skyndilega hvar reið- hjól hlóðust upp við gatnamótin hinum megin. Þau fremstu stönzuðu, öðrum var rennt upp við hlið þeirra og að baki sást í enn fleiri unz komin var heil breiða af reiðhjólum. Hann varð bergnuminn af þessari sýn og það hvarflaði að hon- um, að sér hlyti að hafa missýnzt, svona mörg reiðhjól gætu ekki verið þarna samtímis. Svo áttaði hann sig á því að ljósum hafði þegar skipt og þess vegna höfðu reiðhjólin staðið kyrr. Hann hrað- aði sér út á götuna en varð of seinn, ljósum skipti á ný og út undan sér sá hann hvar reiðhjólin fóru á hreyfingu, fylkingin stefndi á hann, þar sem hann stóð á götunni miðri, háttbundnum hæg- um hreyfingum lyftist hún og féll eins og flóðalda sem þá og þegar mundi skella yfir hann og færa hann á kaf. Hann tók að hlaupa. Stopp. Konan stanzaði á götunni. Bliv som du er, sagði maður hennar. Og íslendingurinn tók ósjálfrátt að leggja þessa setningu út á móðurmáli sínu. Vertu kyrr. Eða: vertu eins og þú ert. Eða bara: vertu. Fegurð konunnar í hrauninu var óumdeilanleg og framandi. Þannig ætlaði maður hennar að sýna hana síðar í vetur á stóru hvítu tjaldi. Hann ætlaði að sýna hana eins og hún var. Og meðan vélin suðaði í eyrum hans sá hann fyrir sér þetta hvíta auða tjald. Skyndilega rankaði hann við sér í þögn. Vélin var hætt að suða. Spurn lá í loft- inu. Hann leit af einu á annað og konan endurtók spurninguna: Viljið þér ekki vera með? . . . Á film- unni? Orðlaus starði hann í augu þeirra. Ósjálfrátt tók hann eitt skref aftur og varð fótaskortur í hrauninu. Steinnibba skarst inn í hold, sársaukinn skar vit- und hans og stóð í honum eins og fleyg- ur meðan hann reyndi að hörfa með virðuleik í ósléttu grjótinu. (Febr. '67) 47
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.