Samvinnan - 01.10.1967, Page 64

Samvinnan - 01.10.1967, Page 64
ÞORGEIR ÞORGEIRSSON: UM „NÚTÍMA“ KVIKMYNDAGERÐ Líklega má það teljast vafa- samt að ræða um „nútíð“ og „fortíð“ í kvikmyndasögu, svo ung sem þessi listgrein í raun- inni er. Það eru rétt rösk 70 ár síðan kvikmyndavélin var fundin upp og einum til tveim áratugum skemmra síðan menn fóru að nokkru marki að hugleiða hvað það væri sem gerir kvikmyndina að sérstakri og sjálfstæðri listgrein. Þann- ig er þessi listgrein sem slík varla nema áratug eldri en mennirnir, sem við hérlendis köllum „ungu skáldin" í dag — svo tekið sé mið af bók- menntasögunni. Þetta vill mönnum stundum gleymast vegna þess hve áhrif kvik- mynda eru yfirþyrmandi en þekkingarleysi á sögu þeirra á hinn bóginn sjálfsagt. Þetta má vel hafa í huga þó gengið sé út frá því að með orðinu nútímakvikmyndagerð sé átt við það vaxtarskeið listgrein- arinnar, sem ómótmælanlega hefur orðið á síðari hluta sjötta áratugs þessarar aldar og það sem af er þeim sjöunda. Á þessu skeiði er fram kominn aragrúi af nýjum kvikmynda- leikstjórum, sem á margan hátt gera nýjar kröfur til sjálfra sín og listgreinarinnar. Þekktur franskur kvikmynda- gagnrýnandi, Marcel Martin, hefur sagt um þetta tímabil: „Á undanförnum árum hefur kvikmyndagerð tekið breyting- um hvarvetna í heiminum; hún er ekki söm og áður. Enda þótt „nýja bylgjan" franska væri vissulega augljósasti og frekasti vottur þessa og þarmeð veigamesti þáttur þessarar þró- unar, og þótt áhrifa hennar hafi gætt að einhverju víðast hvar í veröldinni, ýmist til þrætu ellegar uppörfunar, má samt engan veginn láta sér sjást yfir mikilsverðan þátt Antonionis þegar hugað er að breyttri ásýnd nútímakvik- myndagerðar. Né heldur skyldi vanmetið dýrmætt framlag þess, sem kallað hefur verið „cinéma verité“ eða „free cinema“ í Bretlandi og einnig á sér hliðstæður í Kanada, Bandaríkjunum og Frakk- landi.“ Þetta segir Marcel Martin. Hvort sem hann nú ofmetur þátt landa sinna í þessari end- urnýjun kvikmyndalistarinnar eða ekki, þá er hitt þá altént víst að enginn angi þessarar vakningar er betur þekktur en nýbylgjan franska — og fyrir það ætti hún sízt að vera verr fallin en hvað annað til að þéna sem dæmi um títtnefnda endurnýjun kvikmyndarinnar á vorum dögum. Efnahagslegar og skipulagslegar forsendur þessarar vakningar eru engan veginn lítils verðar og voru raunar efnið í seinasta pistli okkar hér og því snúum við okkur að þeim hugmyndum, sem að baki standa þessari vakningu. Grein, sem Frangois Truffaut skrifaði árið 1954 í tímaritið Cahiers du Cinéma og kallaði „Vissar tilhneigingar í franskri kvikmyndagerð", er nú líklega almennt skoðuð sem stríðsyfir- lýsing þessarar nýju stefnu, enda varð höfundur hennar síðar einn af þekktari leikstjór- um hins nýja skóla. Grein þessi er því einkar fróðleg af- lestrar fyrir hvern þann, sem vill kynna sér hinn endurnýj- andi kraft þessara ungu manna. Hitt er þó engu síður fróðlegt að skoða í henni hversu þar birtast þær and- stæður, sem einkennt hafa kvikmyndina frá upphafi og fólgnar eru í sjálfu eðli tækis- ins og þess samfélags, sem ól það og fóstraði. Grein Truffauts er eggskörp og á stundum meinhæðin ádeila á allt það, sem viður- kenndast var á þeim tíma í franskri kvikmyndagerð. Jafn- vel var ekki örgrannt um að ýmsum fyndist hún skrifuð til þess eins að hneyksla. Því fór þó fjarri. Hins vegar urðu þess- ir hlutir ekki sagðir öðru vísi en að hneyksla. Á ytra borði er greinin skýr- ing á því hversvegna myndir hinna frábærustu og heiðar- legustu leikstjóra Frakklands, manna eins og Bressons, Ren- oirs og Jacques Tatis, hafi staðið í skugganum af öðrum myndum, sem hann gefur sam- heitið kvalítetsmyndir og við gætum kallað myndir með gæðastimpli; hér er velað- merkja ekki átt við sorann úr kvikmyndaframleiðslunni held- ur þann hluta, sem framleidd- ur er undir því yfirskini að vera listaverk. Þetta er meiri- hlutinn af franskri kvikmynda- gerð. Nú ber hann þessar gæða- stimpluðu myndir saman við hinar, sem í skugga þeirra standa og hann kallar einu nafni myndir með höfundar- einkennum. Hann bendir á það að á bak við gæðastimpluðu myndirnar standi sömu 8—10 handritshöfundarnir og að að- ild þeirra sé einkar fróðleg þeg- ar þess er gætt að hlutur þeirra í mótun myndanna er yfirleitt meiri en hlutur leikstjórans. Síðan kemur uppskurður á vinnubrögðum þessara manna. Yfirleitt hafa þeir byrjað feril sinn sem rithöfundar og gerzt síðan kvikmyndahandritshöf- undar að atvinnu — vinnu- brögð þeirra eru einatt þau að taka viðurkennd eða vinsæl bókmenntaverk og tilreiða þau undir kvikmyndun. Kjörorð þeirra er gjarna; Tryggð við verkið, tryggð við anda verks- ins eða annað jafn auðsagt en vandmeðfarið. Þeir virðast vera reiðubúnir að sýna hin- um sundurleitustu höfundum tryggð og skilning þótt það á hinn bóginn mætti sýnast næsta ofurmannlegt einstak- lingsafrek að tileinka sér sund- urleitustu lífsviðhorf, eða eins og Truffaut segir: „Til þess finnst mér mennirnir hljóti að þurfa öldungis fágæta andlega snúningalipurð og alhliða hæfileika, ekki hvað sízt hljóta þeir að vera frábærir rafvirkj- ar“. Oftlega þurfa þessir hand- ritasmiðir að breyta einu og öðru, og þá jafnan undir því yfirskini að þetta eða hitt at- riðið sé ekki fallið til kvik- myndunar — en við nánari at- hugun nokkurra dæma kemur raunar í ljós að þeir hafa fleygt prýðilega filmískum at- riðum og sett í staðinn öld- ungis hábókmenntalegt stagl, sem kannske nánar að gætt gengur í þverbága við anda verksins og lífsskoðun hins upp- runalega höfundar. Einna fróð- legasta dæmið, sem hann tek- ur, er meðferð tveggja þessara skuggabaldra á sögu eftir Bernanos — Dagbók sveita- prests — þar sem öllu var öf- ugt snúið í nafni tryggðarinn- ar við verkið og höfundinn; svo að höfundurinn neitaði að láta kvikmynda handritið. Síðar gerði svo Robert Bresson kvikmynd eftir þessari frægu sögu og er einkar fróðlegt að sjá hvernig hann vinnur mörg myndrænustu atriðin upp úr köflum, sem hinir slepptu vegna þess að þeim fannst þau ekki fallin til kvikmyndunar — eða öllu heldur, eins og við nú erum farin að skilja, til þess að koma að atriðum, sem falla í kramið. Bresson lét þess getið í blaðaviðtali að hann mundi hafa farið frjálslegar með söguna ef höfundurinn hefði enn verið á lífi, en hann var nýdáinn þegar Bresson gerði mynd sína. í framhaldi af þessu segir Truffaut: „Þann- ig er það til óþæginda fyrir Bresson að höfundurinn er dáinn meðan óþægindi þeirra Aurenche og Bost stafa af því að höfundurinn er lifandi." En þessir atvinnukvikmynda- handritshöfundar, sem árlega unga út seljanlegustu myndum Frakka, eiga fleira sameigin- legt en svikin við höfunda þá, sem þeir matreiða til kvik- myndunar —• sameiginlega eiga þeir líka ástæðuna fyrir þess- um vinnubrögðum — og þess- vegna verða verk þeirra, hversu sundurleit sem þau kunna að virðast á yfirborðinu, nánast eitt og sama verkið endurtek- ið í sífellu. Sameiginlega eiga þeir líka lífsfílósófíuna, sem grundvallast á vinnu þeirra þannig, að meðan prestasögur eru í tízku eru þeir kaþólskari en páfinn, síðar verða svo kannske andborgaralegar til- hneigingar og pent guðlast vin- sæl ásamt léttvægu nöldri gegn styrjöldum — þá strá þeir ögn af guðlasti og götustráka- tali í samtölin til að ganga fram af þeim samansaumuð- ustu. Og Truffaut spyr í þessu samhengi: „Hvaða gildi skyldi andborgaralega innstillt kvik- myndalist hafa þegar hún er samansett af borgurum handa borgurum?" En hvernig sem tímabundin viðvik tízkunnar birtast í þessum verkum þá er þó undirstaðan altént óhögg- uð — maðurinn er sýndur sem leiksoppur eða fangi örlaga, sem hellast yfir hann eins og gjörningar — og hver skyldi ekki þekkja á þessu brenni- mark hins vinsæla nútímaieik- húss, þar sem söguhetjan er réttsköpuð og eðlileg í upphafi fyrsta þáttar en orðin að bjargarlausum vanskapningi um það er leiknum lýkur vegna þeirrar nauðsynjar að reita hefur orðið af henni svo sem einn lim undir lok hvers þáttar í samræmi við hefð- bundið lögmál leikritagerðar- innar. Það er nú í dag mjög fróð- legt og tiltölulega auðvelt að sjá í þessari skörpu grein marg- víslega hluti, sem benda fram á við til nýbylgjunnar og ann- arra hliðstæðra hreyfinga, sem lyft hafa kvikmyndinni til nýs vegs og meiri virðingar á seinni árum. Hitt er þó engu síður fróðlegt að skyggnast aftur eft- ir kvikmyndasögunni og skoða hvernig deilan stendur hér enn um ævagamlar og næsta eðlis- lægar eigindir tækisins sem slíks. B4

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.