Samvinnan - 01.02.1968, Blaðsíða 15
1
1968
SAM
VIN N AN
EFNI:
HOFUNDAR:
Lesendabréf
12
MENN SEM SETTU SVIP A OLDINA: Winston Churchill
19 ISLAND OG UMHEIMURINN
19 Dagshríðarminni
22 Islenzka kirkjan — sproti á alþjóðlegum meiði
24 ísland á alþjóðavettvangi
29 ísland og viðskiptabandalögin
33 Island og markaðsbandalögin
36 island og Alþjóðasamvinnusamþandið
39 fsland og norrænt samstarf
41 fsland og Evrópuráðið
43 fsland og Sameinuðu þjóðirnar
46 Utanríkisþjónusta og viðskipti
Björn Th. Björnsson listfræðingur
Dr. Sigurbjörn Einarsson biskup
Sigurður A. Magnússon
Dr. Gylfi Þ. Gíslason viðskiptamálaráðherra
Eysteinn Jónsson alþingismaður
Erlendur Einarsson forstjóri
Hjálmar Ólafsson bæjarstjóri
Þór Vilhjálmsson prófessor
s-a-m
Guðjón B. Ólafsson framkvæmdastjóri
49 SMÁSAGAN: Ævintýri handa nútímamönnum Njörður P. Njarðvlk
50 EINS OG MER SYNIST Glsli J. Ástþórsson
52 ERLEND VÍÐSJÁ: Vietnam logar Magnús Torfi Ólafsson
56 Sex Ijóð Matthías Johannessen
57 fslenzk myndlist Bragi Asgeirsson
64 Fimm „beztu bækur" 1967
66 Þrjú ópersónuleg Ijóð Þorgeir Þorgeirsson
66
Tvö Ijóð
Hjörtur Pálsson
TIL ASKRIFENDA.
Með þessu hefti hefst 62. árgangur SAMVINNUNNAR, og eru þeir
áskrifendur, sem hafa ekki gert skil fyrir síðasta ár, áminntir um að
gera það hið fyrsta, svo komizt verði hjá óþarfri fyrirhöfn og töfum. I
Reykjavík og nálægum byggðum geta menn innt af hendi greiðslur á
eftirtöldum stöðum: Samvinnubankinn, Bankastræti 7 og útibú [ Hafn-
arfirði; Búnaðarbankinn, Austurstræti og útibú á Laugavegi 3, Laugavegi
114, Vesturgötu 52, Bændahöllinni og Ármúla 3; Landsbankinn, Aust-
urstræti og útibú á Laugavegi 77 og Langholtsvegi 43. Eru áskrifendur
beðnir að framvísa nafnmiða þegar þeir inna af hendi greiðsluna. Jafn-
framt eru menn áminntir um að tilkynna ritstjórninni breytt heimilisföng
sem allra fyrst.
Vegna mikilla hækkana sem leiddi af gengisfellingunni hefur ekki
reynzt fært að halda áskriftargjaldi SAMVINNUNNAR óbreyttu. Með þessu
hefti hækkar verð á hverju tölublaði uppí 60 krónur og árgangurinn uppí
300 krónur. Eftir sem áður er SAMVINNAN tiltölulega langódýrasta
tímarit landsins og bæði fjölbreyttast og vandaðast þeirra allra. Þegar
haft er í huga að hvert hefti SAMVINNUNNAR kostar andvirði hálfs
annars sígarettupakka, má vera Ijóst að verðinu er mjög í hóf stillt.
Áskrifendum hefur fjölgað jafnt og þétt, en þróunin hefur verið mis-
jöfn í hinum ýmsu byggðarlögum. í lok janúar fengum við t. d. bróf frá
einum starfsmanni hjá Kaupfélagi Stykkishólms, þar sem hann kvaðst
hafa látið þrjú síðustu hefti SAMVINNUNNAR liggja á borðinu hjá sér
eftir áramótin með þeim árangri að í Stykkishólmi og nærsveitum
aflaði hann sextíu nýrra áskrifta á tæpum fjórum vikum með því einu
að sýna mönnum sem rákust inn til hans blaðið. Þetta ættu áhugamenn
um eflingu SAMVINNUNNAR í öðrum byggðarlögum að hafa bakvið
eyrað.
Höfunda þessa heftis ætti að vera óþarft að kynna. Þó má geta þess
að Guðjón B. Ólafsson er framkvæmdastjóri skrifstofu Sambandsins í
Lundúnum, Njörður P. Njarðvík er lektor í Gautaborg og Lundi, Bragi
Ásgeirsson er kunnur listmálari og gagnrýnandi, Hjörtur Pálsson stund-
ar nám ( íslenzkum fræðum við Háskóla fslands og Þorgeir Þorgeirsson
er einn af okkar framtakssömustu kvikmyndamönnum.
Janúar—febrúar 1968 — 62. árg. 1.
Útgefandi: Samband (slenzkra samvinnufélaga.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: SigurSur A. Magnússon.
BlaðamaSur: Eysteinn SigurSsson.
Uppsetning: Teiknistofa Torfi Jónsson, Peter Behrens
Ritstjórn og afgreiðsla I Sambandshúsinu, Roykjavik.
Ritstjórnarsími 17080.
Ver3: 300 krónur árgangurinn; 60 krónur I lausasölu.
GerS myndamóta: PrentmyndagerSin Sölvhólsgötu 12.
Prentverk: PrentsmiSjan Edda hf.