Samvinnan - 01.02.1968, Blaðsíða 37

Samvinnan - 01.02.1968, Blaðsíða 37
sömu grundvallarsjónarmiðum og þjóðfélög vestrænna landa. Ég er þeirrar skoðunar, að stefna eigi að því að vernda tengsl íslands við lýðræðisrík- in beggja megin Atlantshafs, efla þessi tengsl og bæta. Ég tel, að íslenzkt þjóðfélag hljóti framvegis eins og hingað til að mótast af sömu grundvall- arsjónarmiðum og þjóðfélög nálægra lýðræðisríkja, og hljóti því í aðalatriðum að þróast á svipaðan hátt og þau gera. Þess vegna er nauðsyn- legt, að fslendingar geri sér grein fyrir því, með hverjum hætti ísland geti tekið þátt í þeirri þróun í viðskipta- og efnahagsmálum álfunnar, sem nú á sér stað. Hér er hins vegar ekki um einfalt mál að ræða. Þótt tengsl fslands við nágranna- lönd og skyldleiki þjóðfélags þess við þjóðfélag þeirra sé augljós, þá er hitt jafnljóst, að vegna smæðar þjóðarinnar, fjarlægðar frá öðrum löndum og einhæfni náttúruauðlinda hefur fsland að mörgu leyti algera sérstöðu. Jafnframt þeirri stefnu, að halda tengsl- um okkar og efla þau við ná- grannalönd og fylgjast með þjóðfélagsþróun þeirra, hljót- um við að halda fast við mikil- væg sérkenni þess þjóðfélags, sem við höfum komið hér á, og leggja áherzlu á að halda í eigin höndum úrslitavaldi yfir þróun efnahagsmála okk- ar og hagnýtingu náttúruauð- æfa landsins. Fyrir þessum sjálfsögðu sjónarmiðum íslands er fullur skilningur hjá stjórnarvöldum allra þeirra ríkja, sem við mundum þurfa að semja við um þessi mál. Ég er þeirrar skoðunar, að í rauninni skipti nú ekkert meira máli fyrir framtíð okkar en einmitt, hvernig okkur tekst að finna réttan meðalveg milli einangr- unar og of náinna tengsla við umheiminn, milli stöðnunar og of skjótra breytinga. Þess vegna tel ég, að fslendingar eigi annars vegar að keppa að þvi að gera íslandi kleift að vera þátttakandi í þeirri þróun í viðskipta- og efnahagsmálum álfunnar, sem nú á sér stað, en hins vegar þurfi að tryggja þjóðina fyrir þeirri hættu, sem þessi þátttaka getur falið í sér vegna smæðar hennar og ein- hæfni náttúruauðæfa lands- ins. Ég lýk þessum orðum mínum með því að láta í ljós þá ein- lægu ósk, að gæfa íslendinga megi verða slík, að þetta tak- ist. Gylfi Þ. Gíslason. EYSTEINN JÓNSSON: ÍSLAND OG MARKAÐSBANDALÖGIN Þegar rætt er um ísland og markaðsbandalögin þarf að hafa viss grundvallaratriði í huga varðandi íslenzku þjóð- ina. Þjóðin telur aðeins 200 þúsund manns og býr á ey- landi, og má segja að það sé nálega einsdæmi í heiminum, að svo fámenn þjóð haldi uppi sjálfstæðu menningarþjóðfé- lagi. Þegar um þessi mál er rætt, þarf að mínum dómi ætíð að minna á, að frelsi og sjálfstæði íslenzku þjóðarinnar byggist á því m. a. að íslendingar náðu í sínar hendur verzluninni, viðskiptunum, og án þess hefði verið óhugsandi, að íslending- ar gætu nokkru sinni orðið sjálfstæð þjóð. Ennfremur er nauðsynlegt að hafa ríkt í huga, að allar þýðingarmestu framfarir og öll uppbygging, sem heillavænlegust hef ur orð- ið fyrir okkar þjóðarbú, hafa verið í höndum og á vegum íslendinga sjálfra. Það er bjargföst skoðun mín, að missi fslendingar tökin á verzlun- inni og atvinnurekstrinum í sínu eigin landi að verulegu leyti, þá haldi þeir ekki sjálf- stæði sínu til lengdar úr því. Þetta byggist m. a. á því, hversu þjóðfélag okkar er smátt og hversu atvinnurekst- ur erlendra stórfyrirtækja yrði fljótt mikill hluti af öllum at- vinnurekstri í landinu, ef hann kæmi til greina í verulegum mæli. Stórfelld áhrif í þjóðar- búinu fylgja því að hafa mik- inn atvinnurekstur með hönd- um, og ná þau áhrif einnig til félagsmála og þjóðmála al- mennt. Atvinnurekstur, sem erlend- ir aðilar reka, getur aldrei komið að sama gagni né orð- ið jafngildur þeim sem inn- lendir aðilar standa að. Kem- ur hér margt til, m. a. að atvinnurekstur erlendra aðila er laus í landinu og getur horf- ið, þegar eigendunum sýnist. Hann er rekinn eingöngu með gróðasjónarmið og sjónarmið hins erlenda einkaframtaks fyrir augum, og svo bætist við, að í þeim atvinnurekstri bygg- ist alls ekki upp það fjármagn í landinu sjálfu, sem er ein undirstaðan í atvinnulífinu og þjóðarbúinu, því gróðinn flyzt út úr landinu og einnig það fjármagn sem ætlað er til af- skrifta og endurnýjunar. Ein- mitt af þessum ástæðum getur slíkur atvinnurekstur aldrei orðið öruggur liður í þjóðar- búinu. Sá atvinnurekstur, sem er þannig rekinn, að lands- menn eru aðeins í þjónustu hans, skilar aðeins launum og greiðslum fyrir þjónustu inn í landið, en er að öðru leyti er- lendur, getur aldrei jafnazt á við íslenzkan rekstur og á slík- um rekstri getur engin þjóð byggt í verulegum mæli, svo öryggi sé í, sízt dvergþjóð eins og við íslendingar. Við höfum nú fyrir augum glöggt dæmi um hvernig það reynist að vera háður beinni f j árf estingu erlendra aðila í at- vinnurekstri, þar sem Vestur- Evrópa virðist leika á reiði- skj álf i útaf f yrirætlunum Bandarikj amanna um að hefta eitthvað slíka starfsemi. Og kemur þetta nú glögglega upp á teningnum í staðinn fyrir áberandi áhyggjur undanfarið útaf því, að Bandaríkjamenn legðu undir sig alltof mikið af atvinnurekstri þessara landa. Sem sé talandi dæmi um hvernig það reynist að vera háður duttlungum erlendra at- vinnurekenda. Það er mikið átak fyrir smá- þjóð eins og okkur að halda uppi sjálfstæðu menningarríki, og verður það að vera ríkt í huga okkar, að þjóðin ráði málum sínum sjálf og hafi tök á meginþáttum þjóðarbúsins. Missi smáþjóðarmenn tilfinn- inguna fyrir því að þeir ráði málum sínum sjálfir, þá slakn- ar á driffjöðrinni og þá er endirinn skammt undan. Því álít ég að við verðum að f ara alveg sérstaklega gæti- lega í öllum þeim málum, sem lúta að því að ganga undir stjórn annarra í einstökum þáttum þjóðarbúsins eða hníga að því að steypa saman at- vinnurekstri hinna ýmsu landa og opna löndin í því til- liti. Þessi grein á að vera um ísland og markaðsbandalögin, og eftir þennan inngang vil ég fyrst minnast á Efnahags- bandalagið og Rómarsáttmál- ann. Sá sáttmáli er einmitt byggður á því, að þjóðir banda- lagsins gangi undir sameigin- lega stjórn varðandi alla þýð- ingarmestu þætti efnahags-, atvinnu- og viðskiptamála; ennfremur á því að þjóðirnar opni auðlindir sínar til lands og sjávar fyrir þegnum ann- arra þeirra landa, sem í banda- laginu eru, og allir hafi því sama rétt til þess að notfæra sér slíka aðstöðu. Atvinnurekst- ur megi allir þegnar þessara landa setja upp að vild í hverju landanna sem er og hafi einnig jöfn réttindi alls- staðar til að leita sér atvinnu. Það er því augljóst, að þær þjóðir, sem ganga í bandalag- ið, afsala sér sjálfstjórn í ýms- um veigamestu þáttum í þjóð- arbúskap sínum. Eins og ég drap á í upphafi, eru íslendingar ein fámenn- asta þjóð heimsins, en eiga gott og gjöfult land. Þjóðin hefur nýlega heimt sjálfsfor- ræði sitt til baka eftir alda- langa kúgun og erlend yfir- ráð, sem höfðu nær riðið henni að fullu. íslenzka þjóðin er ekki fjölmennari en lítil borg eða bær eða byggðarlag í þeim löndum, sem eru í Efnahags- bandalaginu eða EFTA, en við þessar sálir hér höfum vafa- laust meira umleikis en nokkr- ar aðrar jafnfáar á jörðinni. Síðan íslendingar fengu að- stöðu á ný til að ráðstafa mál- um sínum sjálfir, hefur þjóð- in rifið sig upp, efnalega og menningarlega. Rétt er að gera sér grein fyrir því að þetta hef- ur byggzt mest á auðugustu fiskimiðum heimsins umhverf- is landið, utan landhelgi og innan, og ekki síður á aðstöð- unni í landi til að verka sjáv- araflann, sem er alveg sér- stök við fiskimiðin, og á því að þessa aðstöðu höfum við notað fyrir okkur eina, en höf- um ekki látið hana öðrum í té. Þetta hefur reynslan sýnt varðandi sjávarútveginn, og ég tel að það sama muni gilda um aðrar okkar mestu auð- lindir, sem nýttar verða fram- vegis. Við eigum að nýta þær sjálfir, en ekki opna þær öðr- um. Ég tel, að það eigi ekki að geta komið til mála, að ör- smá þjóð eins og við gangi undir samstjórn í veigamikl- um þáttum efnahags-, at- vinnu- og viðskiptamála með háþróuðum iðnaðarþjóðum. Það jafngilti því að afsala sér alveg yfirráðum í þeim málum 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.