Samvinnan - 01.02.1968, Blaðsíða 18

Samvinnan - 01.02.1968, Blaðsíða 18
Churchill kvœntist bandarískri stúlku, Clementine Hozier, í september 1908. í að uppgötva kosti hans." Beatrice Webb komst brátt á þá skoðun, að Churc- hill væri „Ijómandi snjall", og gefur það til kynna að hann hafi verið góður læri- sveinn. Afrek Churchills í verzlunarráðuneyt- inu og síðar innanríkisráðuneytinu rétt- lættu lofið sem hann hlaut frá vinstri- mönnum. Árið 1909 fékk hann sett lög um sérstakar óhlutdrægar nefndir sem ákveða skyldu lágmarkslaun og há- marksvinnutíma í erfiðisvinnu. Sama ár kom hann á lögum um vinnumiðlun sem áttu ríkan þátt í að útvega atvinnuleys- ingjum nýja vinnu. Meðan hann var innanríkisráðherra kom hann á fót eða jók stórlega bókasöfn, skemmtistaði og fyrirlestrahald í fangelsum. í þessu em- bætti hafði hann samt eitt hlutverk sem varð honum smámsaman „martröð": hann varð um það bil hálfsmánaðar- lega að staðfesta dauðadóma dæmdra morðingja. Hann skapaði sér óvinsældir með því að beita lögreglunni harkalega í verkföllum námu- og járnbrautaverka- manna í Wales og víðar. Hann varð líka að aímennu athlægi þegar hann stjórn- aði sjálfur lögregluaðgerðum gegn inn- brotsþjófum sem höfðu skotið nokkra lögregluþjóna til bana og búið um sig í húsi einu í Sidney Street. í bardaganum milh „þjóðarinnar og aðalsins" (1909—1911) var Churchill í öndverðu eindreginn stuðningsmaður þjóðarinnar. Hann var ekki landeigandi og sjálfur fremur fátækur af aðalsmanni að vera; þessvegna gat hann með góðri samvizku ráðizt á lávarðadeildina, stofn- un sem væri „algerlega framandi anda nútímans." Endaþótt hann væri ekki eins stórorður og beiskur einsog Lloyd George, sveið aðalinn ekki síður undan orðum hans, þareð hann var sonarsonur her- togans af Marlborough og því talinn svikari við stétt sína, en Lloyd George var af lágum stigum. Opinberlega studdi Churchill allar ráðstafanir sem gerðar voru með þinglöggjöfinni 1911, þar sem vígtennurnar voru dregnar úr lávarða- Riddaraliðsforinginn Winston Churchill. deildinni, en bardagahitinn var horfinn, og í sinn hóp gagnrýndi hann Lloyd George æ harðar. Churchill var furðulega seinn að átta sig á þeirri ógnun sem uppbygging þýzka flotans allt frá aldamótum fól í sér. í ríkisstjórninni studdi hann Lloyd George gegn hægrimönnum sem vildu verja meira fé til skipabygginga. En á árunum 1910—1911 gerði hann sér ljósa hættuna og uppfrá því vék vandamálið ekki úr huga hans. Árið 1911 skipaði Asquith hann í embætti flotamálaráðherra, og næstu fjögur árin gegndi hann hlutverk- inu sem átti eftir að gera hann heims- frægan. Hann hamraði á nauðsyn þess að vera við öllu búinn, benti á muninn sem væri á brezka flotanum (lífsnauð- syn) og þeim þýzka (munaður og tæki til útþenslu), og hófst handa um algera endurskipulagningu flotans. Stóru skip- in voru búin stærri byssum, allur flotinn tók upp olíu í stað kola á árunum 1912 og 1913. Kostnaðurinn við flotann árið 1914 var áætlaður 15 milljónir sterlings- punda, og við sjálft lá að Lloyd George segði af sér í mótmælaskyni. Fisher flota- foringi, hinn harðgeri gamli sérvitring- ur sem var samherji Churchills í öllu þessu, hafði spáð því að Þjóðverjar létu til skarar skríða í október 1914, og Churc- hill var staðráðinn í að láta ekki koma sér í opna skjöldu. Þegar hinni konung- legu könnun flotans lauk 18. júlí var flotadeildunum skipað að dreifa sér ekki. Framið hafði verið morð í Sarajevo, lítt þekktum bæ í austurríska keisaradæm- inu, og ókyrrð ríkti á Balkanskaga. Þeg- ar Austurríki réðst á Serbíu í vikunni næst á eftir, gaf Churchill flotanum skipun um að sigla með leynd á nætur- þeli um Ermarsund og taka sér stöðu í skozkri landhelgi gegnt þýzka megin- flotanum. Þann 4. ágúst var teningun- um kastað, og Churchill var hreykinn af bardagahæfni flotans. Churchill tók þátt í stríðsrekstrinum af lífi og sál, en mörgum fannst nóg um að flotamálaráðherrann væri á sífelldum þeytingi yfirtil Dunkirk til að stjórna hinum frumstæðu loftaðgerðum eða önn- um kafinn við tilraunir með gufuvaltara sem áttu að brjóta niður viggirðingar óvinarins (skriðdrekinn var í uppsigl- ingu) eða vant við látinn að hjálpa til við hinztu vörn Antwerpen, sem mis- tókst. Þegar eitthvað fór úrskeiðis var þessum „galgopa" og „þúsundþj alasmiði" kennt um, enda hefði hann þurft að hafa þrjá skrokka ef vel hefði átt að vera, einn fyrir ráðherrann, annan fyrir hinn ákaflynda athafnamann og þann þriðja fyrir hugkvæman og kænan herlistar- manninn. Þegar til kom varð það sá síðasttaldi sem batt enda á valdaferil hans í fyrra stríði. Hann fékk þá hættulegu hugmynd að brjótast gegnum Dardanellasund, her- taka Miklagarð, ná sambandi við Rússa, gera Balkanskaga óvirkan og sækja gegn Þjóðverjum og Austurríkismönnum úr austri. Eftir hið mannskæða þrátefli á vesturvígstöðvunum, þar sem hundruð þúsunda manna fórust í skotgröfum, var Gallipoli-áætlunin, sem átti eftir að verða mannskæð, örþrifaráðstöfun til að stytta stríðið og draga úr mannfalli. Hefði Gallipoli-herferðin heppnazt hefði hún án efa stytt styrjöldina um tvö ár, beint rússnesku byltingunni í annan farveg og gerbreytt gangi mann- kynssögunnar. Hefði hún getað heppn- azt? Því verður hiklaust að svara ját- andi, segja kunnáttumenn, ef hún hefði einungis verið undirbúin frá upphafi af mönnum sem trúðu á samstillt átak á sjó og landi. En því var ekki að heilsa. Churchill vissi um andstöðu Kitcheners hermálaráðherra og margra annarra sér- fræðinga og féllst því á að einskorða hana við flotaárás. Jafnvel hún kynni að hafa heppnazt, hefði ekki viljað svo illa til að einn stjórnandi hennar veikt- ist og annar trúði ekki heilshugar á hana (Fisher flotaforingi trúði ekki á hana). Þegar Kitchener féllst loks á að senda hermenn á vettvang, urðu afdrifaríkar tafir til þess að Tyrkir fengu eflt varnir sínar með tilstyrk Þjóðverja. í kjölfar skelfilegs tjóns af völdum tundurdufla kom ægilegt mannfall á Gallipoli-strönd- inni: brezkar, franskar og þó einkum ástralskar og nýsjálenzkar hersveitir féllu í hrönnum, og var mannfall ásamt særðum og sjúkum talið nema fjórðungi milljónar. í árslok 1915 fóru þeir sem eftir lifðu frá Gallipoli. Allir óvinir Churchills sameinuðust um þá kröfu að hann léti af embætti, þareð hann hefði átt hugmyndina að þessu dýrkeypta ævintýri. Tyrkir og Þjóðverjar skýrðu hinsvegar frá því síðar, að hugmyndin hefði verið bráðsnjöll, og hefði þeim létt stórlega þegar horfið var frá henni. íhaldsmenn undir forustu Bonars Laws kröfðust afsagnar Churchills, að öðrum kosti mundu þeir hætta stuðningi við stjórn Asquiths. Churchill fór því til vesturvígstöðvanna sem major og lenti þar í ýmsum hættum, sem allar áréttuðu þá fyrirætlun forlaganna að fá honum annað og mikilvægara hlutverk seinna á ævinni. Um þetta leyti fór hann að 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.