Samvinnan - 01.02.1968, Blaðsíða 19

Samvinnan - 01.02.1968, Blaðsíða 19
fást við málaralist, bæði sér til afþrey- ingar og til að fá orku sinni útrás, og varð brátt allgóður í stíl frönsku impress- jónistanna. í árslok 1916 var Asquith líka fallinn og Lloyd George orðinn for- sætisráðherra. Þó Ohurchill væri aftur tekinn inní stjórnina, gegndi hann litlu hlutverki. Nú var það Lloyd George sem yfirskyggði alla aðra. Churchill var ekki enn búinn að ná sér eftir Gallipoli-ófar- irnar, og margir töldu að hann mundi aldrei ná sér. Þó var hann enn leiðtogi á einu sviði. Hann hafði skilið þýzku ögrunina við heimsmenninguna, sem nú var sennilega úr sögunni, en komin var önnur jafnvel enn skelfilegri — alþjóðakommúnisminn. Rússneski keisarinn var fallinn, hinir umbótasinnuðu byltingarmenn voru fallnir, en í stað þeirra réðu ofstækis- fullir og miskunnarlausir bolsévíkar Bússlandi, þar sem allt var í upplausn. Á þessum árum (1919—1921) varð Churc- hill formælandi þeirra Breta sem mæltu með íhlutun til að vinna bug á bolsévismanum og bjarga Evrópu frá faraldrinum. Þessvegna varð hann um langt árabil erkifjandinn í augum Rússa og erkiafturhaldsmaðurinn í augum brezkra vinstrisinna. Hvítliðum í Rúss- landi hafði eðlilega verið hjálpað 1918, svo þeir gætu haldið áfram að berjast við Þjóðverja, en síðar stuðlaði Churchill að því að vopn og vistir voru sendar Koltsjak flotaforingja, leiðtoga Hvít- Rússa, endaþótt brezku hersveitirnar væru kvaddar heim. Árið 1920 þrábað hann Lloyd George um að endurreisa Þýzkaland og gera það að varnargarði gegn rússneska risanum, en yfirleitt fengu hugmyndir hans daufar undir- tektir á þeim árum. Hagur Churchills batnaði þegar Lloyd George skipaði hann nýlendumálaráð- herra og fékk honum raunhæf verkefni. í írak og Egyptalandi höfðu orðið bylt- ingar og brezkar hersveitir voru fjöl- mennar í báðum löndum. Mesta afrek hans í nýja embættinu var að leysa vandamál íraks 1921 með því að gera Feisal emír, sem barizt hafði með Arabíu- Lawrence, að konungi í írak, en bróð- ur hans, Abdullah, að konungi í Trans- jórdan (Jórdan). Ætt Feisals var við völd í írak til 1958, þegar sonarsonur hans var myrtur, og ætt Abdullah er enn við völd í Jórdan. Ári eftir lausnina í írak var Egyptum líka veitt sjálf- stæði, og þannig losnuðu brezkir skatt- greiðendur við þunga herkostnaðar- byrði. Churchill átti sömuleiðis þátt í að leysa vandamál írlands og setja á stofn írska fríríkið, en ávann sér hinsvegar óvinsældir sama ár með því að setja Kemal Atatiirk úrslitakosti, eftir að hann hafði sigrað Grikki, og koma þannig í veg fyrir að hann tæki brezkar herstöðvar við Dardanellasund. Kostirnir þóttu of harðir og hættulegir, þó þeir bæru til- ætlaðan árangur, og urðu samsteypu- stjórninni að falli. Þrisvar á árunum 1922 til 1924 beið Churchill lægra hlut í þingkosningum og var um skeið „atvinnulaus". Þá fékk hann tíma til að mála, skrifa, læra múr- verk og hugsa. Hann samdi gríðarmikla bók um fyrri heimsstyrjöld og afleiðing- ar hennar undir heitinu The World Crisis og græddi svo vel á henni, að hann gat keypt Chartwell nálægt West- ham í Kent. Þar uxu börn hans fjögur úr grasi í reglulegri fjölskylduparadís. Hugleiðingar Churchills leiddu til þess að hann sagði skilið við Frjálslynda flokkinn, og 1924 munaði mjóu að hann ynni sigur í aukakosningum í West- minster sem óháður framfcjóðandi, vant- aði aðeins 40 atkvæl'i. Smámsaman sneri hann aftur til fyrri samherja og var í framboði fyrir íhaldsflokkinn í þing- kosningunum 1924, vann þingsæti og varð fjármálaráðherra. Churchill, Roosevelt og Stalín á Jalta-ráðstefnunni i febrúar 1945. Nú höfðu menn sannarlega nóg um- ræðuefni. Flestir þingmenn Frjálslynda flokksins, allir þingmenn Verkamanna- flokksins og margir íhaldsmenn van- treystu honum eða lögðu fæð á hann. En Churchill varð ævinlega að þjóna tveimur málstöðum samtímis. Annar var óbreytanlegur: Winston Churchill, mik- ilmenni. Hinn var jafnöflugur, en breyti- legur frá ári til árs, eða áratug til ára- Rceðuskörungurinn Churchill tugs. Eitt sinn var það faðir hans, þá félagslegar umbætur, síðan baráttan við Þýzkaland, þvínæst baráttan gegn rúss- neskum bolsévisma, en árið 1924 var það brezkur sósíalismi, og íhaldsflokkurinn virtist vera harðasti andstæðingur hans. Þannig stuðluðu bæði metnaður hans og skynsemi að því að hann samdi frið við gamla flokkinn. Hinsvegar voru árin í fjármálaráðuneytinu (1924—29) rislægsta skeiðið í stjórnmálaferli hans. Þetta voru ár mikilla efnahagsörðug- leika. Járnbrautir og kolanámur Bret- lands bjuggu við úreltan rekstur og voru að ganga sér til húðar. Ennfremur voru miklir erfiðleikar í stáliðnaði og baðmull- arframleiðslu. Árið 1921 hafði skollið á verkfall kolanámuverkamanna, og þeg- ar allsherjarverkfall vofði yfir hafði stjórnin kallað út herlið. Árið eftir gerðu vélstjórar verkfall, sem mistókst einsog verkfall námumanna, og margar stéttir urðu að sætta sig við launalækkun, hafn- arverkamenn, j árnbrautastarf smenn, prentarar og margir fleiri. Atvinnuleysi jókst hröðum skrefum, tollar voru hækk- aðir, sparnaðarráðstafanir fyrirskipaðar í öllum greinum. Fyrsta víxlspor Churc- hills í embætti fjármálaráðherra var að láta undan brezkum f jármálamönnum og hækka pundið gagnvart dollaranum uppí 4,86 sem var gengið, fyrir stríð, en það var komið niður í 4,40 árið 1924. Þannig var verðgildi pundsins orðið falskt og skapaði það útflutningsatvinnuvegunum mikla erfiðleika, sem voru að nokkru leystir með því að lækka laun. Kola- námuverkamenn urðu harðast úti. Þeir gerðu verkfall á ný 1925 og 4. maí 1926 varð allsherjarverkfall. Churchill kastaði sér útí baráttuna einsog víkingur — hér var um að ræða heiðarlega ættjarðarást gegn sósíalista- byltingu. Hann naut þess að fyrirskipa ráðstafanir sem gerðu verkfallið rándýrt og áhrifalaust. Hann gaf út og ritstýrði opinberu stjórnarmálgagni, British Gazette („Fyrir konunginn og ættjörð- 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.