Samvinnan - 01.02.1968, Blaðsíða 38

Samvinnan - 01.02.1968, Blaðsíða 38
sem samstjórnin fjallaði um, því það er augljóst, að íslend- ingar gætu alls engin áhrif haft í jafn tröllauknum sam- tökum. Öðru máli gegnir um stórar þjóðir, sem ganga í bandalögin, því sumar þeirra ganga þangað beinlínis með það fyrir augum að geta ráðið miklu í bandalögunum. Jafnrétti útlendinga við okkur hér í atvinnurekstri og atvinnumálum gæti hæglega leitt til þess, að íslendingar misstu, áður en nokkur vissi hvaðan á sig stæði veðrið, gjörsamlega tökin á atvinnu-, viðskipta- og félagsmálalífi landsins. í þessu sambandi er tímabært að minna á, að í þeim löndum, sem mynda EBE og EFTA, úir og grúir af fyrir- tækjum, sem hvert um sig hef- ur meiri veltu en sem nemur allri þjóðarframleiðslu íslend- Eg er þeirrar skoðunar eins og ég hef ætíð verið, að aðild íslands að Efnahagsbandalag- inu eigi ekki að koma til greina. Nú hafa menn mjög verið að mikla fyrir sér þá erfiöleika sem mundu skapast við það, að Efnahagsbandalagið ásamt EFTA-löndunum, ef þau færu þangað inn, yrði eins konar verndartolla- og haftabanda- lag, sem lokaði önnur lönd úti frá viðskiptum við sig með verndartollum og höftum. Og þetta er í rauninni grundvöll- urinn í öllum þeim umræðum, sem um þetta fara fram hér, að þarna sé að þróast banda- lag eða bandalög, sem ein- angri sig viðskiptalega. Ég hef ekki trú á því, að þróunin verði á þennan hátt, og hef ekki haft. Ég hef ekki bandalagið kom til umræðu fyrir nokkrum árum, og nokk- uð hefur miðað einmitt í þessa átt, t. d. í Kennedy-viðræðun- um. Hér hlýtur að vera um fyrsta skrefið að ræða, og óhugsandi er, að til lengdar verði hægt að loka Evrópu með tollamúrum. Ég hef haldið því fram, að við ættum að bíða átekta, þó að það virtist fljótt á litið gera okkur eitthvert tjón í bili, og þá í þeirri von að Efnahags- bandalagið hlyti að fara út á þá braut að gera ýmiskonar tolla- og viðskiptasamninga við önnur lönd, og kæmu þann- ig skörð í tolla- og haftamúr- ana, sem sýndist vera byrjað að reisa. Ég tel, að slíkir samn- ingar muni verða gerðir, og hafa raunar þegar verið gerð- ir samningar, sem skapa for- dæmi okkur í hag. Við ættum Álbrœðilan í Straumsvík í smiðum. Þar verður fjármagn eilendra atvinnurekenda í fyrsta sinn virkt i stórum stíl á íslandi. inga, ekki aðeins ríkisveltunni hjá okkur, heldur allri þjóðar- framleiðslu íslendinga. Þar til viðbctar koma svo margvísleg tengsl á milli slíkra fyrirtækja í þessum löndum, og úr verða hrein stórveldi innan þessara bandalaga. í atvinnurekstrar- og réttindamálum getur því aldrei orðið um neitt raun- verulega gagnkvæmt að ræða á milli slíkra þjóða og íslend- inga. trú á því að V-Evrópu sé kleift að girða sig þannig með vernd- artolla- og haftapólitík, og tel því að menn hafi hér tilhneig- ingu til að mikla um of fyrir sér þá hættu sem okkur stafi í framtíðinni af verndartoll- um Efnahagsbandalagsins og EFTA-landanna. Ég tel að þró- unin muni hljóta að ganga í þá átt að þessir tollmúrar verði lækkaðir og benti ég á þetta strax, þegar Efnahags- því ekki að taka strax upp almenna samninga við Efna- hagsbandalagið, en snúa okkur að því síðar, þegar við teldum heppilegan tima vera til þess, og stefna þá að því að gera tollasamninga og viðskipta- samninga við bandalagið sem ekki væru byggðir á aðild. Undanfarið hefur það komið fram að þeir eru æði margir sem hallast að þessari leið, og vil ég í þessu sambandi minna á, að þetta er einmitt önnur af þeim leiðum sem ríkisstjórn- in taldi koma til greina þegar rætt var um þessi mál á Al- þingi haustið 1962 og í árs- byrjun 1963 rétt áður en de Gaulle breytti viðhorfinu með því að synja Bretum um inn- göngu. Kemur þá að hinum megin- þætti þessara mála, en það er EFTA eða Fríverzlunarbanda- lagið. í því sambandi vil ég minna á, að ríkisstjórnin hef- ur nú snúið sér til stjórnarand- stöðuflokkanna — gerði það í nóvember — og stungið upp á því, að sett yrði á fót sam- starfsnefnd til þess að athuga sameiginlega um viðhorf ís- lands til EFTA og EBE og þá með það fyrir augum að kom- ast að niðurstöðu um það, eft- ir hverju við ættum að sækj- ast í samningum við þessa að- ila, og yrði að þessu unnið í vetur. Rétt er að fagna því að rík- isstjórnin gerði þetta, því hér er um svo stórkostleg mál að ræða, að lífsnauðsyn er að ekkert sé gert í þeim, án þess að fulltrúar allra stjórnmála- flokkanna hafi haft aðstöðu til þess að brjóta málin til mergjar sameiginlega. Það kom einnig fram, þegar ráð- herrann talaði við formenn stjórnarandstöðuflokkanna um þessi vinnubrögð, að gert væri ráð fyrir því, að þessi sameig- inlega athugun færi fram, áð- ur en rciálin yrðu lögð fyrir ýmis samtök í landinu til at- hugunar, og tel ég einmitt mjög þýðingarmikið að hafa þá vinnuaðferð að búið sé að skoða ýmsar hliðar þeirra á þennan hátt áður en slíkt kæmi til. Þegar viðhorfið til EFTA er skoðað verður að mínu viti fyrst og fremst að hafa það í huga, að öll EFTA-löndin vilja ganga inn í Efnahagsbanda- lagið. Þau hafa öll látið það í ljós og sótt um inngöngu. Finnland er á hinn bóginn aukaaðili með sérsamningi og hefur því alveg sérstöðu. Ríkin sjö munu því vera reiðubúin til þess að ganga inn á Róm- arsáttmálann, og er það raun- ar marg-endurtekið af þeirra hálfu. Þetta verður að hafa fast í huga, og það þýðir ekki að loka augunum fyrir því að EFTA-löndin vilja komast inn í Efnahagsbandalagið sem allra fyrst, sækja það af of- urkappi og vilja þess vegna leggja EFTA niður sem skjót- ast. Þeirra áhugamál er því að 34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.