Samvinnan - 01.02.1968, Blaðsíða 49

Samvinnan - 01.02.1968, Blaðsíða 49
Hluti af tröllauknu málverki í aðalstöðum Sameinuðu þjóðanna eftir spœnska málarann Vela Zanetti. Það er táknmynd af alþjóðasamstarfi og baráttunni fyrir friði og réttlceti. limanna, samræmingu ólíkra sjónarmiða, málamiðlun. Það gefur auga leið að slíkt fyrirkomulag er ekki fallið til skjótra aðgerða í viðkvæmum málum, en þeim mun heil- brigðari og haldbetri verður lausnin, þegar hún er loks fengin eftir langar og ítarleg- ar samningsviðræður. Það er næsta furðulegt hver árangur hefur orðið af starfi Samein- uðu þjóðanna á þessum vett- vangi þegar vandkvæðin eru höfð í huga. Nægir í því sam- bandi að benda á styrjöld Hol- lendinga og Indónesa, Pale- stínu-vandamálið, Kasmír- deiluna, lausn Kóreu-vandans, stöðvun Súez-stríðsins 1956, viðleitnina í Kongó sem kost- aði einn mikilhæfasta stjórn- málaskörung nútímans og dýr- mætasta starfsmann samtak- anna lífið, og þannig mætti lengi telja. Ég er ekki viss um að menn hafi almennt gert sér grein fyrir, hvaða skorður það hef- ur sett Sameinuðu þjóðunum sem pólitísku afli í heiminum, að þær eru myndaðar af frjálsum og fullvalda ríkjum. í rauninni geta þær ekki aðhafzt neitt sem stríðir beinlínis gegn hagsmunum voldugra aðildarríkja, og af því leiðir að vald þeirra á hinu pólitíska sviði er bundið vilja og jafn- vel duttlungum þessara ríkja einsog mörg dæmi sanna. Kannski eigum við íslend- ingar auðveldara með að gera okkur grein fyrir þessu en flestar þjóðir aðrar, þar sem við eigum í sögu okkar mjög áþekka pólitíska skipan þeirri sem um er að ræða hjá Sam- einuðu þjóðunum. ísland var byggt af höfðingj- um, sem hver um sig stofn- setti sitt eigið sjálfstæða „ríki“. Segja mætti að ástandið á ís- landi framtil 930 hafi verið einskonar dvergmynd af ástandinu sem ríkti í veröld- inni áður en Þjóðabandalagið og Sameinuðu þjóðirnar komu til sögunnar, þ. e. a. s. mörg sjálfstæð ríki sem höfðu hvorki sameiginlega löggjafar- samkomu, framkvæmdavald né dómsvald. Góðir menn á íslandi sáu að við svo búið mátti ekki standa, ef þeim átti að verða vært í landinu. Þeir höfðu því for- göngu um stofnun sameigin- legs löggjafarþings þar sem fyrirmenn allra smáríkjanna eða goðorðanna kæmu til að bera saman bækur sínar og útkljá deilumál milli einstakra „ríkja“ eða þegna þeirra. Við þekkjum þá sögu svo vel, að óþarft er að rekja hana hér, en vert er að gefa því gaum að Alþingi var að langmestu leyti í höndum goðanna sem réðu þar úrslitum allra mála á sama hátt og stjórnir aðildar- ríkja Sameinuðu þjóðanna ráða úrslitum mála á Allsherj- arþinginu. Alþingi var með öðrum orð- um valdalaust, ef atkvæða- miklir goðar, einn eða fleiri, afréðu að fara sínu fram og virða samþykktir þingsins að vettugi. Það hafði engan her eða lögreglu og engin ráð til að þvinga menn til hlýðni við lögin önnur en þau að heita á fulltingi goðanna og liðveizlu. Framkvæmdavaldið var alger- lega í höndum goðanna, og það var undir eindrægni þeirra komið, hvort friður hélzt og ályktanir þingsins voru virt- ar. Alþingi setti sameiginleg lög, en dæmdi einungis í þeim málum, sem ekki voru „innan- ríkismál" einstakra goðorða. En það hafði hvorki vald til að hegna mönnum né hrinda öðr- um ályktunum sínum í fram- kvæmd. Allt slíkt vald var í höndum goðanna. Alþingi hafði einn embætt- ismann en sá hafði engin pólitísk völd og ekkert fram- kvæmdavald. Hann var aðeins „opinber embættismaður", sem innti af hendi ákveðin skipu- lagsstörf í umboði goðanna. Hann tók ekki virkan þátt í störfum þingsins, mátti ekki fella dóma, ekki reka mála- ferli eða hegna mönnum. ís- lenzki lögsögumaðurinn gegndi í öllum höfuðatriðum sams- konar störfum og fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna gegnir nú, en vitaskuld er það undir hverjum einstak- lingi komið hve mikið honum verður úr því takmarkaða framkvæmdavaldi sem honum er skammtað. Ég hef rissað þessa lauslegu mynd af Alþingi íslendinga á þjóðveldistímanum til að benda á líkinguna við Samein- uðu þjóðirnar. Þjóðveldið riðl- aðist þegar sundrungaröflin náðu yfirhendinni og einstak- ir goðar tóku að fara sínu fram og hunza sameiginleg lög landsmanna. Framtíð Samein- uðu þjóðanna veltur á því, að meðlimaríkin virði lög þeirra og hugsjónir, þ. e. a. s. Stofn- skrána. Kjósi eitthvert öflugt ríki að ganga í berhögg vil vilja samtakanna, eru þau máttlaus til stórræða. Þó er því ekki að neita, að á síðustu árum hef- ur þeim vaxið fiskur um hrygg og eru öflugri en þau voru fyr- ir 15 eða 20 árum. Þegar vandkvæðin, sem skapazt hafa af eðli og starfs- háttum Sameinuðu þjóðanna, eru höfð í huga, má það vera hverjum manni ljóst, að ár- angurinn sem þráttfyrir allt hefur orðið af pólitískri við- leitni þeirra er harla merki- legur. Samtök sem hafa htið sem ekkert þvingunar- eða fram- kvæmdavald verða að fara sínar eigin leiðir til að afstýra vandræðum. Helzta vopn Sam- einuðu þjóðanna hefur frá upphafi verið málamiðlun. Hin alvarlegu átök í Indónesíu, Kasmír, Palestínu, Kóreu, 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.