Samvinnan - 01.02.1968, Blaðsíða 26

Samvinnan - 01.02.1968, Blaðsíða 26
DR. SIGURBJÖRN EINARSSON: ÍSLENZKA KIRKJAN - SPROTI Á ALÞJÓÐLEGUM MEIÐI „Fyrst hin eilífa miskunn- semi hefur auðsýnt oss svo stóra gæzku, oss sem búum á torfu þessari, svo að segja út- lægir frá allri veröldu, að vér og megum reiknast á meðal hans safnaða, þá verum ekki svo óþakklátir eður rænulaus- ir, að vér forsmáum þennan dýra dóm, sem Guðs ástvinir hafa varið bæði fé og fjöri til að útbreiða um veröldina, svo að þessi Jesú Kristi sendiför hefur og náð til vor, hverja þeir ekki þekktu eður vissu, hvort vér myndum nokkurn tíma manneskjur verða . . .“ Þetta segir meistari Jón í prédikun á annan jóladag. Hann kveður nægilega skýrt að þeirri staðreynd, að ísland var afskekkt og þjóðin ein- angruð. En hann er þó fyrst og fremst að benda á hitt, að hinn „dýri dómur“, sem Þor- valdur víðförli nefndi svo langt á undan honum, kristinn sið- ur, hafði borizt hingað í fjarsk- ann og komið þjóðinni í líf- rænt, andlegt samband við umheiminn. íslenzka kirkjan er sproti á alþjóðlegum meiði. Um leið og kristni nam hér land tengdist þessi „torfa“ hámenningu samtímans. Það olli straum- hvörfum og hratt fram þeirri íslenzkri grósku, sem hingað til hefur þótt vor „fegursti frami.“ Síðan gekk á ýmsu í sögu vorri, eins og kunnugt er. Þeg- ar hið frjóa samspil alþjóð- legra viðhorfa og þjóðlegrar hugsunar, sem einkenndi kirkjuna á íslandi fyrstu ald- irnar, fór úr heilbrigðu jafn- vægi, hlauzt verra af fyrir þjóðina, enda lagðist þá fleira á eitt. Er sú saga nógu kunn og nægilega skýrt skráð til þess að hún megi verða til lærdóms öðrum tímum og kynslóðum. Menningarleg einangrun varð aldrei alger hér á landi vegna þess að hér var kirkja, sem vissi sig vera útbreidda um alla veröldina. Með boðun hennar og bókum barst and- blær frá stórum heimi inn í einangur og fásinni. Þar var ekki aðeins Sínai og Galilea og lindirnar sjálfar, sem það- an spruttu. Þar var líka Hellas og Róm og erfðirnar þaðan. Hin evrópska, kristna menning lifði og vakti undir lágu rjáfri íslenzku kirkjunnar. Enginn klerkur var svo illa búinn, að hann hefði ekki orð- ið að tileinka sér almenna, klassíska menntun að nokkru marki, auk þess sem hann varð að kunna í helgum fræð- um. Og þó að guðsorðabæk- urnar væru ekki allar af hæstu gráðu um andríki eða búning, voru þær að jafnaði í raun- hæfri nánd við manneskjuna og hennar hugsun, baráttu og vandamál, eins og þessu var háttað á sínum tíma, og mark- mið þeirra allra var mannrækt, menning. Þessar bækur, svo mjög sem þær hafa verið ófrægðar af rænulausum, munu þó á lengra færi vel þola samanburð við æði margt af því, sem menningarforsjá nú- tímans lætur ríkisrekin stór- tæki skófla yfir þjóðina. Eftir siðbót varð samband kirkjunnar við umheiminn ein- skorðað við Danmörku og stóð svo lengi. Þetta leiddi að sjálf- sögðu til einhæfni. En samt var Danmörk mikilvægur tengi- liður við hinn stóra heim. Það er óþarft að gleyma því, að háskólinn í Kaupmannahöfn var ágæt menntastofnun lengstum og opinn fyrir and- legum straumum af öðrum löndum. Þess nutu þeir ís- lendingar, sem þar stunduðu nám. Og staðreynd er það, að þær íslenzkar bókmenntir kirkjulegar, sem hér urðu til á 17. og 18. öld, eru ekki alls kostar háðar dönskum fyrir- myndum. Það er raunar at- hyglisvert, hversu fljótt sum þau rit, sem komust í álit sunn- ar í álfu, berast hingað og eru hagnýtt hér á ýmsan hátt. Þau eru yfirleitt næsta fjarlæg nú- tímanum, enda löngu gleymd og grafin heimafyrir. En það bergmál, sem sum þeirra hafa skilið eftir, t. d. hjá Hallgrími og meistara Jóni, heyrir til hinni varanlegustu þjóðmenn- ingarerfð íslendinga. Þannig var erlendur málmur bræddur upp á íslandi fyrr og síðar og umsteyptur, þegar bezt tókst til, í listsmíðar, sem þjóðin gekkst við sem skil- bornum afkvæmum síns eigin anda. En jafnframt eru beztu verk kristinna höfunda ís- lenzkra, almennt kristin, hafin yfir tímana og mærin. í Lilju, Passíusálmum, Vídalín, talar hin almenna, alþjóðlega kirkja á þann veg, að allar hennar mörgu og sundurleitu kynslóð- ir gætu kannazt við bragðið og hreiminn. Þegar andlegur þróttur rén- ar gerist löngum tvennt. Ann- ars vegar það, að í stað skap- andi næmis á framandi áhrif kemur eftiröpun. Og á hinn bóginn leiðir minnimáttar- kenndin til þess, að menn verða tortryggnir á ný áhrif og að sama skapi stórlátir yfir sínu eigin sérlyndi. Hættan af þessu er smáum þjóðum alvar- leg. íslenzka kirkjan deilir ör- lögum með smárri þjóð og er því bæði hugsanlega og sam- kvæmt reynslu í þeirri hættu, sem nefnd var. Hér er ekki vettvangur til þess að fara frekar út í þetta. Kirkjusaga síðustu áratuga er býsna lítið könnuð. Sama má segja um alla 19. öldina. ís- lenzka kirkjan var um tengsl út á við mjög gagngert háð þeirri dönsku alla þá öld og fram eftir þessari. En hvernig straumar í dönsku kirkjulífi lágu hingað á þessu skeiði er spurning, sem einhverntíma verður freisting að rannsaka og leita skýringa. Það er t. d. merkilegt, að menn eins og Grundtvig og Kierkegaard, þessir tveir dönsku umbrota- menn og risar á síðustu öld, sýnast hafa litlu róti valdið með íslendingum beinlínis. Fjölnismenn höfðu öðru að sinna, þótt þeir væru lærðir til prests og létu kirkjumál til sín taka. Þeir gáfu þjóð sinni m. a. Hugleiðingar Mynsters biskups í hinum fegursta bún- ingi. En Mynster var ekki veru- legur tímamótamaður í sínu landi, og ekki heldur hér, þótt hann væri aufúsugestur ís- lenzkri alþýðu og nyti lang- ærra og að mörgu leyti verð- skuldaðra vinsælda, svo vel sem hann var búinn upp á íslenzku af þeim Fjölnismönn- um. En á sama tíma og Grundtvig og lærisveinar hans eru að gjörbylta danskri al- þýðumenningu, er hann varla nefndur hér á landi. Sálmar hans berast að sönnu hingað, þó ekki að marki fyrr en síðla Stjórnarnejnd Lútherska lieimssamoandsins á Bessastöðum 1964. 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.