Samvinnan - 01.02.1968, Blaðsíða 64

Samvinnan - 01.02.1968, Blaðsíða 64
var mikill viðburður fyrir mig. Eg hafði gert mér miklar hugmyndir um gildi þessara samtaka fyrir íslenzka myndlist, og þessar hugmyndir eru vakandi enn í dag, þrátt fyrir ýmis vonbrigði. Félag íslenzkra myndlistarmanna á að vera sterk stofnun sem miklar kröfur verður að gera til í varðstöðu um hag félags- manna og íslenzkrar myndlistar í heild. Þegar litið er til baka yfir farinn veg, sér maður að þýðing aðalfélagsins í sögu íslenzkrar myndlistar er óumdeilanleg, því víst er að heildarsamtök myndlistar- manna voru brýn nauðsyn og hlutverk þeirra var stórt í sniðum og ábyrgðar- mikið. í slíkum menningarsamtökum á að ríkja víðsýni og frjálslyndi; því er leitt að samtökin skyldu klofna á sínum tíma vegna óbrúanlegs sérhagsmunamis- sættis, og slík ógæfa hendir félagið von- andi ekki aftur. Illgresi alls félagsskap- ar, sérhyggja og lágkúra, má því aldrei festa þar ræ'tur. Félagið á að vera hæft til að axla toyrðar mikilla umsvifa og lyfta Grettistökum af grýttri leið þeirr- ar fylkingar, sem veitt hefir því traust sitt. Hlutdrægni í litlu félagi lítils þjóðfé- lags er mun altækari en í stærra þjóð- félagi og því er hér meiri þörf andlegs sveigjanleika. Að mismuna félagsmönn- um í vali mynda á sýningar erlendis er sama og setja sumum stólinn fyrir dyrn- ar í samtoandi við hugsanlegan frama erlendis og getur einnig haft áhrif á gengi þeirra heimafyrir, listamannalaun, sölu. Þjóðfélag okkar er svo lítið og að- hald í listum í slíkum ólestri, að það er næsta takmarkaður mælikvarði að vera heimsfrægur í Reykjavík, eina staðnum hérlendis þar sem bjóðandi eru önnur verk en þau sem teljast til átthaga- og krúsidúllulistar. Staðreyndirnar eru þær, að íslenzkir málarar hafa enn ekki náð lengra á al- þjóðamælikvarða en að vera sæmilega þekktir og þó á mjög takmörkuðu svæði — og fá nokkrar hóflegar línur í upp- sláttarbókum um myndlist, þrátt fyrir að þeir hafi sumir hverjir tekið þátt í flestum meiriháttar sýningum, sem ís- lendingum hefur boðizt þátttaka í, og þannig mest umsvif hafa haft. Sá sem er einna þekktastur erlendis ef ekki mest þekktur íslenzkra málara, Guðmundur Ferró (nú Erró), er hvorki með á ís- lenzkum samsýningum erlendis né hafa honum til þessa hlotnazt listamanna- laun, og er hann þó íslenzkur ríkisborg- ari og á myndir sínar í fleiri söfnum en nokkur annar íslendingur. Það er trú- lega rétt, að hann hafi verið lánsamur um sambönd og félaga, en frama sinn á hann eigin dugnaði mest að þakka. Við getum ekki ákvarðað það hér heima, hvað telst list í þeim stóra heimi — en það er einmitt það sem menn hafa gert með því að útiloka félaga sína, sem hlot- ið hafa nokkra viðurkenningu og frama erlendis, og sem fólk þar saknar og spyr af furðu, hversvegna þessir menn séu ekki með. Ég er ekki að blanda þessu við þá skoðun margra, að enginn geti dæmt hvað sé list og hvað ekki. Þrosk- aður smekkur á að skera úr því. Kunn- áttumenn deila einnig, en á allt öðru sviði, og ræði ég ekki, er annarlegar hvatir blandast inn í slíkar deilur. Nú má álíta, að ég sé að deila á þessa menn sem málara, en slíkt er mér fjarri. Þeir eru jafnfærir málarar sem fyrr frá mínum bæjardyrum séð, en ég tel hollast að horfast í augu við vandamálin og draga réttar ályktanir. Hér kemur ein- ungis það fram sem ég hefi áður greint, að ég tel að þeir hafi talið sig of örugga um eigið ágæti og þar með gengið miklu lengra en svo, að þessi mál yrðu hjúpuð þögninni. Þvi verður ekki tekið með þögninni, þegar erlendir gagnrýnendur lýsa yfir, að svo virðist sem einungis sé til ein hlið á íslenzkri nútímalist í dag og fáir málarar hljóti að vera starfandi í þessu landi. Okkar listamenn hneyksl- ast gjarnan á því, að útlendingar með- höndla okkur sem litla bróður og klappa vinalega á öxl okkar í vorkunnarfullu umburðarlyndi — ég sé ekki betur en verið sé að fóðra þá á þessu áliti með fyrrgreindu athæfi. Nýlega kom út sérstakt fylgiblað In- formation í Höfn um ísland ársins 1967. Það vakti athygli mína óskipta, að í blaðinu var heilsíða með um 30 ára gömlum myndum íslenzks málara út- færðum í graflist. Jafnframt var skír- skotað til íslendinga sem þróaðrar bók- menntaþjóðar í forsíðuauglýsingu Gut- enbergshus á vikublöðunum Hjemmet, Alt for damerne og Andrés önd! Kannski var þetta ein hin bezta ádeila á íslenzka myndlist og bókmenntir, sem danskir hafa slysazt á fram til þessa. Að margt hafi verið vel gert í félags- málum á undanförnum árum, sem beri að meta að verðleikum, afsakar ekki það sem miður hefir farið. Andvaraleysi félagsins gagnvart því að vera á varð- bergi þegar hópar annarra listgreina sækja inn á vettvang myndlistarmanna til þess að afflytja listgrein myndlistar- manna og sérstöðu þeirra er merkilegt. Á ég hér við, svo tekið sé dæmi, er tónlistarmenn samþykktu áskorun til hins opinbera um að hljómlist yrði kynnt hliðstætt myndlist. Tónskáldin vísuðu til Listasafns íslands, þar sem jafnan væru til sýnis verk eftir íslenzka myndlistar- menn. Hvernig bar að skilja þetta? Vilja þeir e. t. v. að byggt verði hús þar sem jafnan sé fluttur takmarkaður fjöldi tón- verka eftir takmarkaðan fjölda tónlist- armanna fyrir takmarkaðan fjölda áheyrenda líkt og t. d. þann slæðing sem rekst inn í Listasafnið ár hvert — og þakka má Þjóðminjasafninu að all- miklu leyti? Þegar tónverk er flutt i útvarp, nær það eyrum fleira fólks en kemur á Lista- safnið allt árið, oft margfalt fleiri. Ekki er mögulegt að mála inn í hljóðvarp né teikna inn á plötu, svo samlíkingin fellur af sjálfu sér, og er raunar mikið rann- sóknarefni hvernig þessi hugmynd varð til. Að auki eru mörg helztu myndlistar- verk þjóðarinnar í eigu einstaklinga og aðeins aðgengileg mjög takmörkuðum hópi manna. Tónlistarmenn reikna varla með þeim möguleika að semja tónlist- arverk — úrvalsverk — í einu eintaki í því skyni að það hafni í skúffu tónlist- arelskandi heimilis, sem hefir verkið fyrir sig eitt. Velþekktur tónlistarmaður hélt því fram í að öðru leyti athyglisverðri grein, Þorvaldur Skúlason: Skip i höfn, 1942. 60
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.