Samvinnan - 01.02.1968, Blaðsíða 44

Samvinnan - 01.02.1968, Blaðsíða 44
að mundi styrkja þetta starf og önnur er til frekari kynna mættu horfa. Alltof langt er t. d. síðan íslenzkur leikflokk- ur fór utan til að kynna ís- lenzka leiklist Norðurlanda- þjóðum. Eins vildum við fá listamenn þaðan oftar en raun hefur á orðið. Þá er nauðsynlegt, að Nor- ræna félagið sjái um að í dagblöðum og ríkisútvarpi komi fastir þættir og fréttir frá lista- og menningarlífi annarra Norðurlanda, og að það beiti sér fyrir því, að héð- an berist reglulega fréttir af menningarlífi til fréttastofn- ana á Norðurlöndum. Öðru hverju hafa heyrzt hér í út- varpi og sézt i blöðum fréttir af lífi og list Norðurlandaþjóða, en ekki nógu reglubundið. Náms- og kynnisferðir má auka að mun. Þá er einn þáttur norræns samstarfs á vegum Norræna félagsins, sem betur mætti rækja. Þar á ég við vinabæja- tengslin, sem stuðla eiga að kynnum meðal almennings. Mér er til efs, að nokkur ann- ar þáttur sé þýðingarmeiri, ef rétt er að farið. Eru það ekki einmitt víðtæk persónuleg kynni, sem verða varanlegasta tryggingin fyrir samhug og vel- vild þjóða í milli? Vegna fjarlægðar er okkur ekki eins auðvelt og þeim, sem búa í þrengra nágrenni, að taka þátt í samstarfi vinabæja, en mikið má þar um bæta. Á einum stað, sem ég þekki til, hefur verið leitað ráða og leiða til nánari samvinnu. Komið hefur verið á árlegum íþróttamótum æskufólks inn- an vinabæjanna, leitazt er við að koma á kennaraskiptum, og í könnun eru skipti á starfs- fólki í öðrum greinum. Það krefst mikils starfs og oft fórnarlundar að vinna að þessum málum. Það verður ekki nema að nokkru leyti unnið í sjálfboðavinnu. Prá höfuðstöðvunum þurfa félags- deildirnar um land allt að fá stuðning og örvun. Þess vegna er það nú brýn nauðsyn að auka starfslið Norræna félagsins á íslandi að mun. Á hinum Norðurlöndun- um vinnur fjöldi manns að framgangi nefndra mála- flokka; hérlendis einn maður í hálfu starfi. Alþingi, ríkisstjórn og aðrir opinberir aðilar verða að leggja fram fjármagn, svo að við getum sýnt betur í verki að við viljum teljast með Norð- urlandaþjóðum. Fagrar ræður og fyrirheit menna, en hingað var æsku- fólki af Norðurlöndum einmitt stefnt til þess að kynnast ís- lenzkri æsku og örva hana til starfs og dáða í þágu norrænn- ar samvinnu. Áhugi þess unga fólks, sem dvalizt hefur á Norðurlöndum, hefur því mið- ur ekki fengið þann hljóm- grunn og uppörvun, sem eðli- legt væri. Hann lognast því útaf fyrr en varir. Ef vel væri, ættum við ein- mitt að binda vonir okkar við það fólk og svo aðra menn og konur, sem heim koma frá Norðurlöndum að loknu námi. Þetta fólk þyrfti að vera lífs- kraftur og leiðandi afl í starfi norrænu félaganna um land allt og mundi það þá vera í stöðugri endurnýjun. Verkefnin eru ærin. Á sviði menningarmála hef- ur mér meðal annars dottið í hug að Norræna félagið ætti ár hvert að beita sér fyrir því, að boðið yrði hingað heim þeim rithöfundi eða skáldi, sem hlyti bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs hverju sinni. Kynning væri höfð á verkum hans og séð yrði um, að bæk- ur hans kæmu út á íslenzku. Sama gildir um tónskáld og aðra listamenn af norrænu bergi, sem athygli vekja með frændþjóðum okkar. Starfandi er norrænn menn- ingarsjóður, sem telja má víst Norðurlönd taka virkan og vaxandi þátt í leiðbeiningar- og tœknihjálp við vanþróuð lönd. eru góð til síns brúks, en nú þurfum við að láta verkin tala. Lífi verður ekki blásið í starf- semi norrænu félaganna hér á landi, sem að mínu viti hljóta að verða að bera hita og þunga af norrænu samstarfi, nema þeim verði gert kleift að ráða til sín áhugasamt starfslið, hið minnsta framkvæmdastjóra í fullu starfi, fulltrúa og skrif- stofustúlku. Vonir eru tengdar við opnun og starf Norræna hússins, sem væntanlega hefur starfsemi sína á þessu ári. Þar hafa aðr- ar þjóðir Norðurlanda sýnt í verki, að þeim er umhugað um að hafa okkur með í hópnum. Við verðum að láta sjá, að við séum þess trausts og sóma verðir, með því að efla starf- semi Norræna félagsins svo um munar. Menningarleg félagsstarf- semi á frekar erfitt uppdrátt- ar nú á tímum, þegar við höf- um snúið okkur að því að ná tökum á efnisheiminum og ekki gefið okkur tíma til margs annars en verða efnalega bjargálna; að sama skapi hef- ur fátækt andans farið vax- antíi. Mér hefur komið til hug- ar í þessari kreppu félagsstarf- seminnar, hvort rétt sé af okk- ur að halda uppi félögum til vegs hverri einstakri þjóð Norðurlanda í höfuðborginni auk Norræna félagsins. Væri ekki skynsamlegra að sameina bessi félög í Norræna félaginu, sem gæti auðveldlega sinnt hlutverki þeirra allra? En áhugi félagsmanna yrði vænt- anlega öflugri til átaka. Hér hefur verið orðaður einn þáttur norrænnar sam- vinnu. Ljóst er, að víðar er þörf starfs. Norðurlönd geta miklu til leiðar komið í heimsmálum, ef þau standa saman. Hernaðar- máttur þeirra er ekki á borð við stórþjóða. En lausn þeirra á félagslegum vandamálum þegna sinna er með þeim hætti, að vakið hefur heims- athygli. Á rödd þeirra er hlustað, ekki sízt af þeim þjóðum sem nú eru að fæðast til sjálfstæðs lífs. Hlutverk Norðurlanda á alþjóðavett- vangi er að mínu viti að safna saman öllum þeim þjóðum, sem vilja ekki taka þátt í hrá- skinnsleik stórveldanna, held- ur bera sáttarorð á milli þeirra. Þau ríki, sem hafa vilja hemil á risunum, verða stöðugt fleiri og öflugri — þar eiga Norðurlönd að vera í farar- broddi og móta stefnuna mannkyninu til heilla. Hjálmar Ólafsson. 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.