Samvinnan - 01.02.1968, Blaðsíða 51

Samvinnan - 01.02.1968, Blaðsíða 51
GUÐJÖN B. OLAFSSON: UTANRfKISÞJÚNUSTA OG VIÐSKIPTI Sjálfsagt má rekja upphaf sendimanna þjóða á milli til riddara á hestbaki sem fluttu erindi milli herkonunga. Fyrstu sendimenn voru gerðir út til að ljúka einstökum er- indum, og það var ekki fyrr en um lok 18. aldar að þjóðir tóku almennt að skiptast á föstum sendinefndum. Skil- greining titla, fríðinda og skyldna sendimanna var gerð á þingi í Vín 1815 og hefur haldizt síðan að mestu óbreytt, og má því segja að sendi- manna-kerfið eins og það er í dag eigi sér 150 ára sögu. Uppsláttarbækur skilgreina starf sendimanna þannig að þeim beri að „fylgjast með pólitískri, hernaðarlegri og viðskiptalegri þróun", án þess þó að fara yfir markalínu þá sem dregin hefur verið milli upplýsingasöfnunar og njósna. Sir Henry Wotton, sem eitt sinn var ambassador í Bret- landi, sagði, sjálfsagt í gamni: „Sendiherra er heiðarlegur maður sendur til að Ijúga í útlöndum heimalandi sínu til góðs og gagns." Palmerston lávarður er sagður hafa sagt að „átveizlur eru sál diplómatí- unnar". Og enn er haft eftir Sir Harold Caccia, að „sá sem þarf að standa upp fyrir sína ríkisstjórn, verður að vera fær um að standa uppi í (hárinu á) sinni eigin ríkisstjórn". Má sjá af þessum ummælum merkra manna, að skyldur sendimanna kalla á margbreytilega hæfi- leika. Margt er sagt bæði í gamni og alvöru um sendi- herra og sendiráð sem sjálf- sagt á rót sína að rekja til þess að í flestum löndum hvílir dul- arfullur, hálf-rómantískur blær yfir þessari starfsemi. Sendifólk umgengst innbyrðis eftir föstum reglum, skálar fyrir alls konar afmælum og tyllidögum, umgengst þá sem eru „utan við" tiltölulega lítið, enda talið virðulegt að vera í utanríkisþjónustu. II. Á hinum ýmsu tímum hafa stærri ríki lagt misjafna áherzlu á þær starfsgreinar sendimanna sem skilgreindar voru hér að ofan. Líklegt má telja, að mest áherzla hafi verið lögð á að fylgjast með „pólitískri þróun" á 19. öld, enda þá lagt ofurkapp á að eignast og halda nýlendum. Ríkisstjórnir með sitt sendi- mannakerfi sáu um að ná í ný lönd og létu verzlunar- mönnum eftir að nýta þeirra auðæfi. Þetta samspil gaf góð- an arð og hjálpaði til að byggja upp iðnað og velmegun í mörg- um Evrópulöndum. Mikil breyt- ing hefur átt sér stað á þess- ari öld. í upphafi aldarinnar var ófriðarhugur með ýmsum þjóðum og hlýtur dagskipan til sendimanna innan Evrópu a. m. k. að hafa verið að fylgj- ast með „hernaðarþróun". Upp úr fyrri heimsstyrjöld- inni voru nýlendur teknar að ókyrrast og brátt tóku þær að öðlast sjálfstæði ein af ann- arri, og er nú svo komið á ár- inu 1968 að nýlendustefna er fordæmd af flestum þjóðum. Hin gömlu nýlenduveldi gátu því ekki lengur „sótt" sínar þarfir til annarra landa, held- ur varð nú að verzla. Mikil- vægasta starf sendimanna nú á dögum er því að fylgjast með „þróun viðskipta", upplýsinga- söfnun, leiðbeiningarstarfsemi og annað þar að lútandi. Brezki sendiherrann í Washington varði sumarleyfi sínu 1967 til að ferðast í þrjár vikur á milli brezkra fyrirtækja til að fræð- ast um framleiðsluvörur þeirra og vandamál, með það fyrir augum að athuga á hvern hátt hann gæti bezt veitt aðstoð sína við sölu í Bandaríkjunum. Bretar hafa í stórum stíl kallað heim sína gömlu „diplómata" og sent í staðinn unga menn sem þjálfaðir hafa verið sér- staklega á viðskiptasviðinu. Markmiðið er ekki að þeir fari að selja Rolls Royce í Reykja- vík eða Leyland í Líbanon, heldur að þeir greiði fyrir við- skiptum á ýmsan hátt. Einnig er víst að sendimenn erlendra ríkja í Reykjavík fylgjast ná- ið með því sem gerist í fisk- iðnaði landsins og miðla þeim upplýsingum, bæði til fyrir- tækisins sem kaupir fisk af ís- iendingum og hins sem e. t. v. þarf að selja í samkeppni við íslendinga á öðrum mörkuðum. III. Fimmtudaginn 18. janúar birtist heilsíðuauglýsing í brezka stórblaðinu The Times frá stofnun á vegum brezka viðskiptamálaráðuneyt- isins, sem nefnist „Export Intelligence" og mætti útleggj- ast á íslenzku nefndamáli „Nefnd til aðstoðar útflytj- endum." Auglýsingin rekur í 12 liðum hvernig nefndin er reiðubúin að aðstoða útflytj- endur við að selja meira er- lendis. Boðið er upp á: 1. Persónulega aðstoð við hvers konar vandamál í sambandi við útflutning. 2. Upplýsingar um mögulega markaði fyrir hvers konar framleiðsluvörur. 3. Upplýsingar um tolla og innflutningshöft eða regl- ur í hvaða landi heims sem er. 4. Aðstoð við verzlunarferðir til útlanda, m. a. aðstoð verzlunarfulltrúa í því landi sem heimsótt er. 5. Aðstoð við að finna og kynnast beztu kaupendum eða umboðsmönnum sem völ er á — fyrir milligöngu verzlunarfulltrúa. 6. Upplýsingar um erlend fyrirtæki. „Export Intelli- gence" á lista yfir meir en 100.000 erlend fyrirtæki í bréfasafni sínu. 7. Upplýsingar um útboð og samninga hvar sem er í heiminum. Gefnar út dag- lega. 8. Aðstoð við vörukynningar og/eða sýningar erlendis. 9. Upplýsingar og ráðlegging- ar í sambandi við neyzlu- venjur og „smekk" í því landi sem selja á til. 10. Aðstoð við að finna er- lend fyrirtæki sem hefðu áhuga á að framleiða brezka vöru í viðkomandi landi, með einkaleyfi. 11. Ráðleggingar í sambandi við auglýsingastarfsemi er- lendis. 12. Ókeypis auglýsinga- og áróðursstarfsemi erlendis. Auk ofangreinds annast „út- flutningsnefndin" margs kon- ar aðra starfsemi í sama til- gangi. Bretar hafa sem sé átt- að sig á því, að nú verða þeir að standa sig í harðri verzlun- arsamkeppni á heimsmarkaði, og verða allir landsmenn að standa saman í þeirri baráttu, líka utanríkisþjónustan. IV. Lög voru sett um utanríkis- þjónustu íslands erlendis árin 1940 og 1941. Var um það leyti skipaður sendifulltrúi í Lond- on og sérstakur aðalræðismað- ur í New York. Má því segja að hin íslenzka sendiþjónusta eigi sér um 25 ára sögu, þótt fyrr hafi verið stofnað til sendiherraembættis í Dan- mörku. f ævisögu Sveins Björnssonar forseta má lesa um verzlunarferðir sem hann fór ungur maður á vegum lands síns víða um Evrópu. Hann var þá starfsmaður rík- isins, en ísland enn undir dönskum konungi. Aðalmark- aðir okkar voru þá í Suður- Evrópu fyrir saltfisk og í Eng- landi fyrir ísfisk. Einnig var selt kjöt til Englands og Noregs, en aðrar vörur ekki teljandi. Markaðskerfið var því tiltölulega fábrotið og ein- falt, en því meira var undir því komið að allir markaðir væru jafnan opnir. Sveinn var meðal sendimanna sem höfðu það hlutverk að greiða fyrir í þeim málum. Þegar ísland öðlaðist sjálf- stæði var mikill vorhugur með þjóðinni, og skyldi sýna al- heimi að við kynnum og skyld- um standa á eigin fótum jafnt heima fyrir sem á alþjóða- vettvangi. Var slíkt eðlilegt eftir margra alda undirokun, enda gnægð fjár í stríðslok til að standa undir kostnaði við nokkur erlend sendiráð. Hætt er við að fjöldi og staðsetning sendiráða hafi nokkuð mark- azt af „pomp og pragt" sjón- armiðinu í upphafi, og vita all- ir að auðveldara er að stofna til nýrra embætta en að leggja þau niður, jafnvel þótt starf- semin hafi misst gildi sitt. Þannig stöndum við nú uppi með þrjú sendiráð á Norður- löndum þar sem lítið sem ekk- ert af okkar afurðum er selt, þrjú í Mið-Evrópu þar sem sama gildir um afurðir, og við lauslega áætlun virðast opin- berir sendimenn og starfslið þeirra í Evrópu vera um fjórum sinnum fleiri en starfsmenn á erlendum skrifstofum þeirra íslenzkra fyrirtækja sem selja vörur í Evrópu. Eru þá starfs- menn flugfélaga ekki með taldir, enda um sérstöðu að ræða. Það hlýtur hver íslendingur að sjá, að höfuðstarf íslenzkr- ¦47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.