Samvinnan - 01.02.1968, Blaðsíða 69

Samvinnan - 01.02.1968, Blaðsíða 69
landsvísa, sem þó er hnökraminni, bein- skeyttari, hófsamari og raunhæfari. Mér þykir það mest vert um þessa sögu, að þar flytur ungur höfundur tímatoæra við- vörun með listrænum hætti og sterkri þjóðernisvitund. Loks langar mig til að nefna Kviður af Gotum og Húnum í heimanfylgd Jóns Helgasonar, prófessors. Sú heimanfylgd lyftir þessari bók yfir venjulega forn- kvæðaútgáfu með vísnaskýringum. Skáld- skaparsýn og gerðarþokki i máli gerir þetta verka að stórfögrum bókmenntum i allri hógværð sinni. Þessi bók Jóns varð mér dæmi um það, hvernig hinir beztu vísindamenn geta opnað öðrum mönn- um, ólærðum í þessum fræðum, fornan heim sagna og kvæða með lykli skáld- skapar og málsnilli. EIRÍKUR HREINN FINNBOGASON (VÍSIR): Þessi greinargerð mín er ekki fyrst af öllu yfirlýsing um það, hverjar ég telji vera fimm beztu bækur ársins 1967, og vil ég leiða hjá mér að kveða upp slíkan dóm. Aftur á móti hafa þær bækur, sem ég tel hér á eftir, orðið mér einna minn- isstæðastar og vakið mér mesta ánægju af bókum síðasta árs vegna athyglisverðs innihalds og ágætra vinnubragða höf- undanna. Röð bókanna er ekki tákn- ræn á nokkurn hátt, og kem ég mér þannig undan að gera upp á milli þeirra bóka, sem ég nefni. Márus á Valshamri og meistari Jón eftir Guðmund Gíslason Hagalín. Þetta er bæði vel ritað og heilsteypt verk með frábærum persónu- og þjóðháttalýsing- um frá liðnum tíma. Auk þess að vera listrænn skáldskapur vekur bókin til um- hugsunar um trúarlíf og trúarhugmynd- ir íslenzkrar alþýðu og þann þátt, sem meistari Jón og postilla hans hefur átt í því að mynda þær og móta. Ritar höf- undur um þetta bæði af glöggskyggni og mikilli þekkingu. Þjófur í paradís eftir Indriða G. Þor- steinsson. Styrkur þessarar bókar liggur fyrst af öllu í því, hversu vel hún er rituð, hinum viðfelldna, persónulega stíl og stuttorðum og markvissum persónu- lýsingum. Bókin er furðulega áleitin eftir lesturinn, og því meira sem um hana er hugsað, þeim mun áleitnari verða ýmsar spurningar, sem höfundurinn hefði ef til vill ekki átt að láta ósvarað í bókinni. Ástir samlyndra hjóna eftir Guðberg Bergsson. Þessir tólf þættir einkennast öðru fremur af hinu nístandi, skarpsýna auga höfundar fyrir ýmsum lítt aðlað- andi veilum í mannlífi nútímans. Höf- undurinn hefur magnaða stílgáfu og er bæði miskunnarlaus og hæðinn. Bókin er ófögur eins og þau lífssvið eru, sem hún fjallar um. Landshornamenn ef tir Guðmund Daní- elsson. Ágætlega rituð toók, bráðskemmti- leg og full af lífi og léttri kímni. Snjallar lýsingar á staðháttum, ferðalögum og fólki. Kviður af Gotum og Ilúnum með skýr- ingum eftir Jón Helgason. Afar merkt tillag til íslenzkrar bókmenntasögu, frá- bær meðferð á flóknu og örðugu efni og allt svo skýrt og skilmerkilega fram sett, að bókin er fulllæsileg hverjum sem er, jafnvel þótt hann viti lítið áður um það efni sem fjallað er um. ERLENDUR JÓNSSON (MORGUNBLAÐIÐ): „Allar bækur eru bæði góðar og vond- ar eða vondar og góðar," sagði Þórberg- ur. Góð bók kann að vera lítt merkileg. Vond bók kann á hinn bóginn að vera merkileg. Bækurnar eru eins og and- litin. Sum eru slétt og felld og sviplaus. Önnur eru slétt og felld, en samt svip- mikil. Enn önnur eru stórskorin, ófríð, ljót, og þó eftirminnileg, jafnvel geðfelld. Á síðastliðnu ári komu út margar góð- ar bækur, einnig margar vondar bækur. Hins vegar komu út fáar bækur, sem talizt geta merkilegar. Og þær, sem telj- ast munu merkilegar, munu fráleitt telj- ast í öllum skilningi góðar. Þegar ég nú dreg út úr hillunum fimm bækur úr safni ársins, sem leið, byrja ég á Guðbergi: Ástum samlyndra hjóna. Guðbergur er gæddur auga, sem allt sér. Það er líka manntak að kasta hrá- blautum hanzka framan í hræsnara- skarann — þá sem sí og æ reyna að bæla sérhvern hlut niður í hægindi sinna rósrauðu blekkinga og telja sér og öðrum trú um, að svínaríið í mannlífinu sé ekki til, alla götu meðan því sé ekki flíkað á prenti. Guðbergur sendir þeim þá sneið, sem þeir hafa gott af að kyngja. Á kreppukynslóðinni — höfundunum sem hæst bar í kreppunni — er ég orðinn leiður, held ég, því þeir hafa ekkert lært og engu gleymt. Samt eru þessir fyrr- verandi alþýðusinnar orðnir dragfínir hrokagikkir og sýnist nú vera mest i mun, að aðrir menn virði þá eins og væru þeir löngu dauð þjóðskáld, jarðsett í þjóðargrafreit. Undantekningar eru þó. Hagalín stend- ur t. d. enn á hinum striðandi vettvangi, kominn að sjötugu. Fyrir jólin sendi hann frá sér eina af sínum hressilegustu skáldsögum, Márus á Valshamri. Ekki aðeins hefur Hagalín lagt í þá bók langa reynslu sína. Hann hefur líka stillt í hóf kappi sínu, sem stundum þótti um of. Árið í fyrra var skáldsagnaár. Á sviði íslenzkrar ljóðlistar gerðust snöggtum færri stórmerki. Þó komu út fáeinar ljóðabækur, sem ávinningur var að. Það er t. d. mál manna, að Jóhanni Hjálm- arssyni hafi ekki í annan tíma tekizt bet- ur upp en með bók sinni, Ný lauf, nýtt myrkur. Ég fellst á það. Þá eru þýddu skáldverkin. Hvað skal segja? Ég held ég kjósi mér Goðsögu Seferis, sem Sigurður A. þýddi úr grísku. Fábreýtt málakunnátta hefur hingað til háð íslenzkum þýðendum. Ljóð, sem þýdd eru. beint úr grísku, eru því viðburður. Útgáfan er þar að auki aðgengileg. Meðal annarra bóka ársins, þeirra sem ekki teljast til skáldverka, skipa ég Vík- ingunum fremst. Það eru engir smámun- ir, þekkingin og vinnan, sem liggur að baki því verki. Það er undirstöðurit. ÓLAFUR JÓNSSON (ALÞÝÐUBLAÐIÐ): Fimm „beztu bækurnar" árið 1967? Æi, ég veit það ekki. Engin bók er öll góð, og engin bók er öll vond; allar bækur eru bæði góðar og vondar. Þó eru sum- ar bækur að vísu toetri en aðrar. Af skáld- skap í lausu máli hafði ég mest gaman af „tólf tengdum atriðum" Guðbergs Bergssonar, Ástum samlyndra hjóna, sem mér virðist halda djarfmannlega áfram þeirri „formbyltingu" skáldsög- unnar sem Guðbergur hóf einn síns liðs og berhentur í fyrra með Tómasi Jóns- syni, metsölubók; nýja bókin fitjar líka upp á móralskri og pólitískri gagnrýni samtíðarinnar sem er stórum áhuga- verðari en flest annað sem um þau mál er rætt í seinni tíð. Öfugt við Guðberg víkur Indriði G. Þorsteinsson að „klass- isku" samfélagi íslenzkrar sveitar í Þjóf í paradís, þeirri skáldsögu sem ég kýs helzt að nefna í þennan soll, og virðist Indriði reyna til við einhverskonar „heimspekilega íhugun" þessa fyrirbær- is. Þjófur í paradis er samin af mikilli íþrótt, tvímælalaust sú saga sem Indriði hefur skrifað „bezt" hingað til, — en allt um það kann hún að vera áhuga- verðust fyrir það sem henni tekst ekki. Mætti að likindum gera fróðlegan sam- anburð á sögunni sjálfri og raunveru- legum fyrirmyndum hennar annarsvegar, hinsvegar öðrum sögum sem gerðar eru með hliðstæðum hætti, t. a. m. Svart- fugli Gunnars Gunnarssonar. í fyrra kom út margt af skáldsögum, en fátt var um ljóð. Af Ijóðabókum langar mig helzt að nefna Jórvík Þorsteins frá Hamri, enn eina tilraun hans að tefla fram arfi sveitar og sögu, gera upp við sig gildi þeirra á atómöld; hér er ljóðstíll hans frjálslegri, gagnrýni hans háðskari en oft áður. Hvað eru nú komnar margar bækur? Þrjár? Ennfremur virðist mér að með rökum megi telja „beztu bók" ársins Kviður af Gotum og Húnum sem Jón Helgason tók saman. Að forminu til er bókin útgáfa þriggja fornkvæða, Hamdismála, Guðrúnarhvatar, Hlöðs- kviðu, með skýringum; en meginefni bókarinnar er ritgerðir útgefandans um kvæðin og kvæðaefnin, þrungnar lær- dómi en ritaðar af slíkri íþrótt að hann íþyngir hvergi lesandanum, dæmi bók- menntaskýringar sem gerir fornan og myrkan kveðskap ljóslifandi og mikils- varðandi lesanda. Og rétt er að klykkja út með íslendingaspjalli Halldórs Lax- ness, ný bók eftir hann verður jafnan ein af „beztu bókum" ársins. Auk margs annars er Halldór einhver snjallasti greinahöfundur á íslenzku, og er það enn, þótt greinar hans nytu að vísu bet- ur vígreifs sósíalisma fyrri ára en borg- aralegrar mannúðarstefnu hans í seinni tíð. 65
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.