Samvinnan - 01.02.1968, Blaðsíða 31

Samvinnan - 01.02.1968, Blaðsíða 31
kannski segja að tólfunum hafi fyrst kastað þegar kom að afstöðu íslendinga til fasista- byltingarinnar í Grikklandi. Utanríkisráðherra skýrði Morg- unblaðinu frá því, að honum hefði ekki unnizt tími til að kynna sér tillögu Norðurlanda um Grikklandsmálið hjá Evrópuráðinu, sem reyndist vera einber fyrirsláttur. Jafn- framt skýrði hann frá því að skeyti hefði verið sent um að- ild íslands að tillögunni eftir að hún var lögð fram, en það kom hvergi fram í fréttum frá Evrópuráðinu, svo mér sé kunnugt, endaþótt annarra stuðningsríkja tillögunnar væri getið. Aumlegri og klaufalegri meðferð máls er erfitt að hugsa sér. Niðurstaðan verður sú, að í tíð núverandi ríkisstjórnar hafi íslendingar í sífellt rík- ara mæli losað sig við þá kvöð að leggja sjálfstætt mat á við- burði og þróun alþjóðamála, og lofar það ekki góðu þegar við stöndum brátt frammi fyrir endurskoðun Norður-Atlants- hafssáttmálans, en þá verð- ur til þess ætlazt að þátttöku- ríkin hafi eitthvað fram að færa frá sjálfum sér. Orð Gunnars Thoroddsens hafa því fyllilega rætzt á þessum vettvangi. Við erum orðnir skuggi eða bergmál Banda- ríkjamanna, komnir í flokk með þeim aumu ríkjum róm- önsku Ameríku, sem stjórnin í Washington hefur algerlega í vasanum og segir fyrir verk- um, bæði hjá Sameinuðu þjóð- unum og annarsstaðar. Við verðum að gera okkur fulla grein fyrir því, að sam- skipti við aðrar þjóðir eru prófsteinn á raunverulegt sjálf- stæði þjóðar — hvort það er einungis í orði á hátíðis- og tyllidögum eða virkur veru- leiki í öllu hátterni hennar útávið og innávið. Samskiptin við bandariska varnarliðið hafa verið fyrir neðan virðingu sjálfstæðrar þjóðar og eru með öðru til marks um ört þverr- andi sjálfsforræði íslendinga. Nú kynni einhver að vilja segja sem svo, að við séum svo fámennir, íslendingar, og á allan hátt lítilsmegandi, að það orki bara hjákátlega að reyna að seilast til áhrifa á al- þjóðavettvangi. í því efni er tvennt til, og banda- ríski öldungadeildarþingmað- urinn William Fulbright, sem sótti okkur heim fyrr á þessu ári, var ekki þeirrar skoðunar að framlag smáþjóðanna til al- þjóðamála væri lítilsvert, held- ur þvert á móti. Hinsvegar er ég ekki að halda því fram að sjálfstæð stefna íslendinga eigi að byggjast á von um mik- il áhrif, þó von um einhver áhrif verði vitanlega að vera fyrir hendi, heldur á hún fram- ar öðru að miða að því að varð- veita og efla eigin sjálfsvirð- ingu. Þjóð, sem glatar sjálfs- virðingu sinni fyrir tómlæti, hugsunarleysi eða hugleysi, er ekki til stórræðanna í neinni grein, ekki einu sinni á fjár- gróðasviðinu — hún er dæmd til að glatast. í þessu sambandi er ekki ó- fróðlegt að rifja upp mál, sem nýlega vakti talsverða athygli og umræður í blöðum hérlend- is. Dönskum ráðherra var vik- ið úr embætti fyrir að halda því fram á stúdentafundi, að það væri fáránlegt fyrir smá- ríki einsog Danmörk að vera að burðast við að leggja sið- ferðilegt mat á alþjóðaviðburði og fordæma fyrirbæri einsog stjórnarfarið í Grikklandi, Suður-Afríku eða Portúgal, því slík afstaða gæti skaðað við- skiptahagsmuni landsins og kæmi ekki að neinum áþreif- anlegum notum. Var einkar fróðlegt, að það blað íslenzkt, sem gengið hefur hvað lengst í að fordæma eitt helzta við- skiptaríki okkar á hugsjóna- fræðilegum grundvelli, skyldi vera fremur hliðhollt sjónar- miðum hins danska ráðherra, og má kannski líka hafa það til marks um dómgreindarleys- ið sem undirgefni við sjónar- mið erlendra stórvelda getur leitt af sér. Hvað sem segja má um málfrelsi í Danmörk, og það kemur þessu máli í rauninni alls ekki við, var danski forsætisráðherrann að mínu viti í sinum fulla sið- ferðilega rétti þegar hann vék samráðherra sínum frá, þareð sá síðarnefndi gaf mönnum ástæðu til að efast um siðgæð- islega alvöru og ábyrgðartil- finningu dönsku stjórnarinnar. Ummæli ráðherrans voru skað- leg meðal annars að því leyti, en þau voru líka skaðleg í miklu dýpri skilningi, því þau miðuðu að því að grafa und- an staðfestu og siðgæðisþrótti þegnanna og þjóðfélagsins í heild. Þegar efnahagsleg sjón- armið verða allsráðandi og þoka burt siðferðilegu mati, einsog þau eru á góðum vegi með að gera hér á landi, grafa þau undan sjálfum grundvelli siðmenntaðra samskipta og sambýlis, bæði milli einstak- linga og heiUa þjóða. Sjónar- mið hins danska ráðherra voru angi þess lífsskilnings sem sættir sig við lögmál frum- skógarins. Af þeim sökum m. a. voru þau forkastanleg. Norðurlönd hafa hinsvegar getið sér mjög gott orð um allan heim fyrir að láta mann- úðar- og siðmenningarsjónar- mið ráða afstöðu sinni og gerð- um á alþjóðavettvangi fremur en bein hagnaðarsjónarmið. Af þeim sökum hljótum við að harma, að ísland skuli óðum vera að fjarlægjast þau, en ánetjast stórveldi sem á síð- ustu árum hefur gert sig bert að meiri fólskuverkum gegn bláfátæku og varnarlitlu fólki í fjarlægri álfu en dæmi eru til í sögunni — og það af hug- sjónafræðilegum ástæðum, að því er talsmenn þess segja! Ég er hvorki að prédika ein- angrunarstefnu né andbanda- rísk viðhorf — skoðanabræð- ur mínir í Bandaríkjunum skipta milljónum. Hinsvegar er ég að knýja á um að við rökn- um úr því siðferðilega dauða- dái, sem deyfilyf hinnar er- lendu hersetu hafa leitt yfir okkur, og veljum okkur sjálfir stöðu við hlið þeirra ríkja sem við eigum mesta samleið með, en þar eru Norðurlönd efst á blaði. Við getum auðvitað hald- ið áfram þátttöku í Atlants- hafsbandalaginu, ef það á framtíð fyrir sér, og staðið við skuldbindingar okkar gagn- vart því, en þá verðum við að gera það með fullri reisn, sjálfsforræði og algerum yfir- ráðum yfir eigin landi. Við eig- um vitanlega einnig að taka virkan og vaxandi þátt í störf- um Sameinuðu þjóðanna og sérstofnana þeirra, ekki sízt mannúðarstofnana. Framlag okkar til Herferðar gegn hungri var myndarlegt og sýndi að íslendingar geta enn einbeitt sér að mikilsverðum verkefnum, ef þeir eru brýndir og geta hafið sig yfir pólitíska þrasið. Kjarni þess sem ég vildi hafa sagt hér í dag felst í þeirri meginstaðreynd, að tími hinn- ar gömlu nýlendustefnu er liðinn, og hún á ekki aftur- kvæmt í sinni upphaflegu mynd um fyrirsjáanlega fram- tíð. Yfirstandandi tími ein- kennist af meira og minna vin- samlegum samskiptum þjóða. Það útilokar hinsvegar ekki að voldug ríki seilist til áhrifa og valda meðal þjóða sem minna mega sín. Það liggur í eðli al- ■T i n Bandaríska sjónvarpsstöðin á Keflavíkurflugvelli sem enn nœr til tveggja þriðju hluta landsmanna. 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.