Samvinnan - 01.10.1968, Side 7

Samvinnan - 01.10.1968, Side 7
an, sem þú stendur í bókinni, eins og bæöi þú og ég erum a'ö kvarta um. Okkur kemur þetta bókarsvið töluvert ný- stárlega fyrir sjónir, af því að ekki er vanalegt að birta það með þessum hætti á bókum. Ég held, að þú neitir því ekki fremur en ég að í bók Guð- bergs birtist meiri veruleiki en í mörgum öðrum bókum, og flest það, sem hann er að reyna að koma til skila með orðum, séu býsna hversdags- legir hlutir í hugarheimi og amstri venjulegs fólks í stakki samtíðarinar. Og þótt þú sért snotur og siðfágaður í orðum, Guðmundur Ingi, og hleypir ekki á pappír nema því, sem þú telur skrautfjaðrir, þá er ég alveg viss um að það er ekk- ert snyrtilegra bak við ennis- skel þína en fólksins, sem Guð- bergur er að reyna að opna. Sé hreinskilnin ekki svæfð þá '****"'tf ,i ta ix t« •se* ■ * mjólkin bragðast með bezt 'NESQU/K — og þú getur búið þér til bragðgóðan og fljótlegan kakoarykk 1. Hella kaldri mjólk í stórt glas. 2. Setja 2-3 teskeiðar NESQUIK út í. 3. Hræra. Mmmmmmmmm. NESQU/K KAKÓDRYKKUR verðum við að viðurkenna, að þetta er alls ekki að neinu ráði ítr lausu lofti gripið hjá hon- urn. Við könnumst þarna við furðumargt, sem við höfum verið að kalsa í huganum eða jafnvel klæmast á í stráka- hópnum. Spurningin er aðeins sú, hvort rétt er að segja þetta svona umbúða- og ábyrgðar- laust í bókmenntum, eða hvort það sé nógu listilega gert. Þaó hlýtur ætíð að vera mikið ef- og enn er ósýnt, að hann kom- ist á tindinn, eða hafi burði til þess. Jafnfráleitt sem það er að fordæma umbrot hans af því að við þekkjum ekki hverja þúfu þess umhverfis, sem hann sýnir af sjónarhólum sínum á þessari vegferð, er einnig það óðs manns æði að telja þau fullkomna list. Það sem úr sker um Guðberg verð- ur, hvort hann festist í urðinni eða kemst á tind nýsköpunar. dralorí PEYSURNAR FRA HEKLU i ÖRVALILITAOG MYNZTRA Á BÖRN OG FOLLORÐNA. E80. unarmál, enda þykir það nokkur nýlunda. Sú nýlunda Guðbergs er þessir nýju sjón- arhólar, þar sem aðrar hliðar veruleikans blasa við, og hvað sem við segjum um snilli eða réttdæmi Guðbergs blasir þetta umhverfi við „í skarpri birtu og nakinni hörku“, eins og við- brögð Guðmundar Inga og margra lesenda sýna gleggst. Ég tel leit Guðbergs og djarf- legar tilraunir til uppgöngu mikillar virðingar verðar. Hins vegar hrynur mikið lausagrjót undan fótum hans sem von er, En lastaðu ei laxinn, Guð- mundur Ingi. Vegna niðurlagsorða þinna í greininni langar mig til þess að geta þess, rétt til þess að stjaka við hugsanlegum mis- skilningi, sem víðar hefur örlað á, að gagnrýnendur dagblað- anna voru að vísu fimm, en aðeins fjórir þeirra leiddu Silfra í það hesthús, sem hon- um var búið að þessu sinni. Einn vildi fá honum annan bás. Andrés Kristjánsson. 7

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.