Samvinnan - 01.10.1968, Side 11

Samvinnan - 01.10.1968, Side 11
5"“ SAM VINNAN EFNI HÖFUNDAR 3 Lesendabréf 12 Ritstjórarabb 13 MENN SEM SETTU SVIP Á ÖLDINA: Jónas Jónsson frá Hriflu Indriði G. Þorsteinsson rithöfundur 20 ÁFENGISMÁL Á ISLANDI 20 Ofdrykkja á íslandi 23 Áfengismálin og heimilin 26 Áfengisvandamál á íslandi 28 Þankar um áfengisdrykkju 29 Mælt með hóflegri tækifærisdrykkju Dr. med. Tómas Helgason prófessor Alfreð Gíslason læknir Sigurjón Björnsson sálfræðingur Guðrún Helgadóttir varaborgarfulltrúi Amalla Líndal ritstjóri 32 SMÁSAGAN: Um daginn og veginn Jóhannes Straumland 35 Um Miroslav Holub Þorgeir Þorgeirsson 36 Undirrót hlutanna (Ijóð) Miroslav Holub 38 ERLEND VÍÐSJÁ: Skriðdrekar gegn framtíðinni Magnús Torfi Ólafsson 42 Valdníðingar Sigurður A. Magnússon 43 Rússneskur harmleikur Martin Nag 44 EINS OG MÉR SÝNIST Gísli J. Ástþórsson 46 Valdið og Ijóðið Siglaugur Brynleifsson 48 Um tvo heima sagnleiks og harmleiks Ernir Snorrason 51 Jarpur og ég (4 Ijóð) Atli Már 52 Kvikmyndasafnið í París og áhrif þess Þorgeir Þorgeirsson 54 SAMVINNA: Nýtt skref [ norrænu efnahagssamstarfi P. Nyboe Andersen 56 Leikhússpjall Sigurður A. Magnússon 60 Heimilisþáttur Bryndís Steinþórsdóttir TIL ÁSKRIFENDA Lesendabréf hafa verið með allra strjálasta móti uppá síðkastið, og sætir það satt að segja nokkurri furðu, því fráleitt hefur efni tveggja slð- ustu hefta allt fallið öllum lesendum jafnvel í geð. Skrifin um landbún- aðarmálin í síðasta hefti hefðu til dæmis átt að örva til umræðna, og sömuleiðis kannski greinarnar um forsetakosningarnar og kristna trú frá sjónarmiði guðleysingja. Því verður ekki að óreyndu trúað, að lesendur Samvinnunnar samsinni öllu sem í ritinu stendur, og mun fremur vera um að kenna þennaleti eða hlédrægni en beinu skoðanaleysi. Er ástæða til að örva menn til að senda ritstjórninni línu og jafnvel heilar greinar, ef því er að skipta, og er þeim tilmælum ekki sízt beint til lesenda af yngri kynslóð, sem hafa ekki enn látið til sín heyra i lesendabréfum svo neinu nemi. Eldri kynslóðir hafa verið miklum mun pennaglaðari og framtaks- samari að þessu leyti, og er ástæða til að eggja unga fólkið til dáða. Um höfunda þessa heftis, sem ekki eru þjóðkunnir eða hafa ekki verið kynntir í ritinu áður, má nefna að Amalía Líndal er bandarísk kona, sem búsett hefur verið hérlendis í tvo áratugi og gefur út tímaritið „65°“ á ensku um íslenzk málefni. Fyrir rúmum áratug kom út eftir hana vestanhafs bók um ísland, sem hún nefndi „Ripples from lceland“. Guðrún Helgadóttir var um árabil einkaritari rektors Menntaskólans f Reykjavík, en stundar nú heimilisstörf, auk þess sem hún er varafulltrúi f borgarstjórn. Martin Nag er kunnasti sérfræðingur Norðmanna um slavneskar bókmenntir. Ernir Snorrason stundar heimspekinám í Frakk- landi og hefur birt Ijóð og smásögur í skólablöðum og dagblöðum. P. Nyboe Andersen, efnahags- og markaðsmálaráðherra Dana, er einn af forustumönnum dönsku samvinnuhreyfingarinnar og Norræna samvlnnu- sambandsins. September—október 1968 — 62. árg. 5. Útgefandi: Samband Islenzkra samvinnufélaga. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigurður A. Magnússon. Blaðamaður: Eysteinn Sigurðsson. Uppsetning: Teiknistofa Torfi Jónsson, Peter Behrens. Ritstjórn og afgreiðsla í Sambandshúsinu, Reykjavík. Ritstjórnarsími 17080. Verð: 300 krónur árgangurinn; 60 krónur í lausasölu. Gerð myndamóta: Prentmyndagerðin Hverfisgötu 4. Prentverk: Prentsmiðjan Edda hf.

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.