Samvinnan - 01.10.1968, Qupperneq 13

Samvinnan - 01.10.1968, Qupperneq 13
MENN SEM SETTU SVIP Á OLDINA jonas júnsson FRA HRIFLU I. Það fólk, sem vann ævistarf sitt á fyrra helmingi þessarar aldar, var um margt ofurhugar. Það lyfti af sér fargi aldanna og brauzt úr því fúna hreysi, sem dauð hönd nýlenduvaldsins hafði búið því, út í sólskin lýðfrelsisins. Þetta gerðist ekki í skjótri svipan, en á mæli- kvarða sögunnar verða umbrot frelsis- kynslóðanna eins og leiftur í dagrenn- ing. í slíkum umbrotum verða til sterkir einstaklingar. Það er eins og þeir spretti upp þegar mest liggur á og ljúki ætl- unarverkum heilla þjóða að því er virð- ist á eigin spýtur. Bretar hafa átt fræg- ast dæmi um slíkan mann á þessari öld. Hér á landi hafði orðið hliðstætt dæmi, þótt við minni ógnir væri að etja. Enginn veit að hve miklu leyti aðstæð- urnar eiga þátt í að skapa slíka einstak- linga. En það er víst, að þeir spretta upp á ólíklegustu stöðum, þótt forustuhlut- verk þeirra þyki síðar svo sjálfsagt, að enginn staldrar við til að velta því fyrir sér hvernig slíkir menn verða það sem þeir eru. Eftir á virðist mönnum eins og forlögin hafi frá upphafi verið að und- irbúa hina fáu stóru undir mikið hlut- verk, á meðan engan grunaði, og allra sízt þá sjálfa, til hvers þeir yrðu kall- aðir. Og þegar litið er yfir farinn veg til þróunar þeirrar sem varð hér á ís- landi á fyrri hluta aldarinnar, þá dylst engum að helzti forustumaður þess tíma, Jónas Jónsson frá Hriflu, hafði verið vel undir forustustarf sitt búinn. Samt hafði hann fyrst og fremst miðað menntun sína við að geta tekið til við að kenna komandi kynslóðum. En nám Jónasar hafði aldrei verið bundið við bókstafinn einan. Hann öðlaðist strax á fyrstu ferð- um sínum erlendis þá yfirsýn, sem menn eins og hann virðast draga til sín fyrir- hafnarlaust úr loftinu hvar sem þeir eru staddir. Þessi eiginleiki, ásamt sífellt skapandi hugsun og hugmyndaauðgi, gerði honum fært að taka að sér for- ustu fyrir íslenzkri endurreisn, sem lengi verður munuð og þökkuð. Jafnframt varð hann kennari, sem átti engan sinn líka. Hann er ógleymanlegur nemend- um sínum. Þegar hann fræddi þá var eins og veggir kennslustofunnar hyrfu, og þeir væru aðeins tengdir lágri og hikandi rödd fræðarans. Jónas Jónsson fæddist í Hrifiu í Ljósa- vatnshreppi í Suður-Þingeyjarsýslu 1. maí 1885. Hann var yngstur fimm systk- ina. Tvö systkina hans létust ung, en tvö þeirra náðu háum aldri, þau Friðrika og Kristján. Var Friðrika elzt þeirra þriggja og er hún enn á lífi, háöldruð. Foreldrar Jónasar voru hjónin Jón Kristj ánsson og Rannveig Jónsdóttir. Þau fluttust að Hriflu þremur árum áð- ur en Jónas fæddist. Á löngum frægðar- ferli Jónasar fylgdi þetta bæjarnafn honum, stundum í afbökunum hjá and- stæðingum. Jónas hafði miklar mætur á fæðingarbæ sínum og raunar sveit sinni og sýslunni allri. Þegar hann fæddist voru húsakynni hrörleg, en faðir hans stóð þá í því að endurbyggja bæinn. Þótt notazt væri við eldra byggingarlag en þá var algengast, vandaði hann til þessar- ar byggingar sem mest hann mátti. Hafði hann tvo glugga á stofu og varð þá ein- um gesti að orði, að Jón hefði byggt sér glerhöll. Þrátt fyrir þröngan húsakost á okkar mælikvarða og ekkert ríkidæmi, átti Jónas gott heimili hjá foreldrum sínum. Þegar hann hafði aldur til fór hann að sitja yfir ám og gegndi því starfi fram yfir fermingaraldur. Jónas 13
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.