Samvinnan - 01.10.1968, Page 17

Samvinnan - 01.10.1968, Page 17
látið hugfallast. Þeir gáfu bara verk sín í annað. Fyrstu árin á þingi var Jónas í stjórn- arandstöðu, en í kosningunum sumarið 1927 snerist taflið við. Þá vann Fram- sóknarflokkurinn mikinn sigur, og hafði á að skipa nítján þingmönnum. Fram- sóknarflokkurinn myndaði stjórn undir forsæti Tryggva Þórhallssonar, Jónas Jónsson varð dóms- og kirkjumálaráð- herra og Magnús Kristjánsson fjármála- ráðherra. Stjórnin naut hlutleysis fimm þingmanna Alþýðuflokksins. Og nú ruddust frumvörpin í gegn eitt af öðru, sem Jónas hafði verið að flytja mörg hver aftur og aftur á meðan hann hafði verið í stjórnarandstöðu, en alls báru stjórnin og stjórnarflokkarnir fram 102 frumvörp á fyrsta þinginu eftir kosn- ingarnar. Þar voru á ferðinni frumvörp um Byggingar- og landnámssjóð, mennta- málaráð og menningarsjóð, betrunarhús og vinnuhæli, ríkisútvarp og sundhöll. Seinna komu svo frumvörp um mennta- skóla á Akureyri, fræðslumálastjórn og frumvarp sem miðaði að því að leysa úr húsnæðisþörf Háskóla íslands. Stjórnartími Tryggva Þórhallssonar stóð til vorsins 1932. Urðu þetta hinir hatrömmustu tímar í íslenzkum stjórn- málum og reyndi mjög á samheldni. Mjög var sótt að Jónasi í öllum átökum. Þá veikti það samstöðuna, að banda- mennirnir, sem Jónas hafði hjálpað á legg, Alþýðuflokkurinn, klofnaði 1930, þegar kommúnistar hurfu úr honum. Ákafar deilur urðu út af þingrofinu 1931, og viku þeir Jónas og Einar Árnason úr stjórninni um tíma, en kosningarnar sem fóru í hönd færðu Framsóknar- flokknum enn aukið fylgi, svo flokkur- inn fékk hreinan meirihluta á þingi, tuttugu og þrjá. Jónas tók aftur við fyrra embætti sínu í stjórninni og sat í henni til vors 1932, þegar Tryggvi baðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Þá var svo komið að nokkrir þingmenn Framsóknar unnu að því að mynda nýj- an flokk. Jónas kom út úr þessum um- byltingum sterkari en áður. Hann leitaði samstarfs við unga menn í stöðugt rík- ara mæli og tefldi þeim alls staðar fram, þar sem hart þurfti að sækja. Eftir klofninginn í flokknum hófst góður friður um sinn, enda hófst bráðlega langt samstarfstímabil Framsóknarflokksins og Alþýðuflokksins á einhverjum verstu erfiðleikatímum, sem yfir þjóðina hafa gengið á þessari öld, krepputímunum. En Jónas átti ekki afturkvæmt í ráðherra- stól. Það mun hafa gilt hann einu. Ung- ir menn eins og Hermann Jónasson og Eysteinn Jónsson settust í stjórnarstól- ana. Það var mjög að skapi Jónasar. Hann vildi láta hina ungu berjast. Sjálf- ur miðlaði hann af reynslu sinni og lagði á ráðin. Það var óhjákvæmilegt að Jónas eign- aðist andstæðinga. Þeir sóttu að honum með ýmsu móti. Hjákátlegust mun þó sú aðför verða talin, þegar nokkrir læknar reyndu að læða því inn hjá fólki að Jónas væri geðveikur. Það var um ára- mótin 1929—30. Gekk þetta svo langt, að geðveikralæknir fór heim til Jónasar bæði til að skýra konu hans frá því hvernig komið væri fyrir manni henn- ar og líta á sjúkhnginn, sem lá reyndar með hálsbólgu og nokkurn hita. Settist læknirinn á rúmstokkinn hjá Jónasi og ræddi við hann nokkra stund, en fór síðan til að tilkynna að þarna væri geð- veikur dómsmálaráðherra. Jónas svaraði árásinni í Tímanum í frægri grein, sem nefndist „Stóra bomban“. Varð málið að algjöru hneyksli í höndum aðfarar- manna, en Halldór Laxness mun hafa rekið endahnútinn á það er hann sagði í Tímanum, að gott væri ef guð gæfi okkur fleiri slíka vitleysinga. VI. Jónas fylgdist af vaxandi óhug með þróun mála í Evrópu á árunum upp úr 1930. Nokkuð hefur verið rætt um náms- ferðalög hans hér á undan til að sýna hvernig hann var undir það mikilvæga forustuhlutverk sitt búinn að sníða okk- ur hinn pólitíska stakk í upphafi nýrr- ar flokkaskipunar í landinu. En Jónas hélt áfram að ferðast og fylgjast með á erlendum vettvangi. Hann átti sæti í dansk-íslenzku nefndinni frá 1926 til 1939 og ferðaðist þá utan annað hvert ár. Virðist sem tíðar siglingar hans hafi orðið nokkurt ádeiluefni andstæðinga. En með ferðalögum hélt hann sér í snertingu við það sem var að gerast hverju sinni, og kunni því vel að vega og meta ytri aðstæður og stöðu íslands. Lýðveldisstofnunin var í augsýn og skipti Jcnas Jónsson á manndómsárunum. miklu máii hvernig að henni yrði staðið. Á skömmum tíma hafði tekizt að móta þróttmikið þjóðfélag, þrátt fyrir krepp- una, sem var þess albúið að taka fyllstu ábyrgð í sínar hendur, en í utanríkis- málum þurfti að varast hvers konar er- lenda ásælni og treysta þeim helzt sem bjuggu við langskólað þingræði. Eftir að kommúnistar klufu sig út úr Alþýðu- flokknum 1930, og síðar þegar Héðinn Valdimarsson gekk úr Alþýðuflokknum yfir í herbúðir þeirra, og veikti þannig stórlega þann samstarfsaðila í vinstri hópnum, sem fyrst og fremst hafði bæja- fylginu á að skipa, hlaut að verða erfið- ara að halda við því kerfi, er svo sigur- stranglegt hafði reynzt á meðan fullur trúnaður ríkti og samtakahugurinn var óbugaður. í stað þess að halda fram þeirri stefnu að leita réttarins innan ramma þingræðisins, var nú kominn upp öflug hreyfing sem vildi byltingu og aðra Jónas Jónsson með Bjarna í Ásgarði. Með Lárusi Helgasyni í Klaustri 1928. Frá vinstri: Gerður Jónasdóttir, Jónas, Helgi P. Briem, Lárus Helgason og Sólvcig Jónsdóttir kona Indriða Indriðasonar. 17

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.