Samvinnan - 01.10.1968, Side 19
sinni, að þau skyldu látin undir höfða-
lagið í kistu hennar, og var það gert.
Mörgum þótti vænt um að fá bréf
frá Jónasi, jafnvel þótt það væru ekki
nema örfáar línur, og geymdu þau vel.
Piltar sem höfðu sótt um upptöku í
Samvinnuskólann fengu línu frá honum
um að koma og taka próf, menn sem
hann hafði hitt fengu kunningjabréf,
þar sem eitthvað var lagt til í leiðinni,
sem gott væri að hrinda í framkvæmd í
sveitinni eða þorpinu, og einum skrifaði
hann eitthvað á þessa leið: Ég er góður
að skrifa og þess vegna á ég að skrifa.
Aðrir eru góðir að tala og þeir eiga ekki
að skrifa. Þú ert góður að tala. Bréfið
var sent til áhugamanns í stjórnmálum,
sem lét greinum rigna yfir Jónas. Bréfið
var ekki lengra en þetta. Sá sem fékk
það hélt áfram að vera góður liðsmaður
í talandanum. Annars ástundaði Jónas
ætíð að herða fólk til athafna. Hann
ástundaði það sem mætti kalla verð-
mætasköpun hugarfarsins. Þetta kom sér
vel á kreppuárunum, þegar ekki var úr
miklu að spila. Mætti segja að það sem
hér er kallað verðmætasköpun hugar-
farsins hafi ráðið úrslitum á erfiðleika-
tímanum 1930—‘1939 og raunar allar
götur frá árinu 1918.
Þessi verðmætasköpun hugarfarsins
bjó til brauð úr steinum. Af þessu hug-
arfari risu stórbyggingar, eins og Há-
skólinn og Þjóðleikhúsið, og af því
spruttu ýmis samtök fólksins. Þessi fram-
farahugur réð því að vegirnir voru
lagðir og skip voru keypt. Þetta varð
allt að koma, og það kom, þótt menn
viti ekki enn í dag hvernig þeir fóru að
því. Jónas byrjaði sína verðmætasköpun
með því að skrifa íslandssögu handa
börnum, sem var svo þrungin af lífi og
tilfinningu að 17. júní 1944 varð hið
langþráða mark ungrar kynslóðar. Hann
hóf námavinnslu heita vatnsins og boð-
aði virkjun fallvatnanna. Hann talaði
kjark í menn í blaðagreinum, með bréf-
um og í viðtölum. Enginn var meiri
meistari í verðmætasköpun hugarfars-
ins en Jónas Jónsson frá Hriflu.
VIII.
„Pólitísk jarðarför Jónasar Jónssonar
hefur farið fram í kyrrþey“, sagði kunn-
ur sagnfræðingur og bolsi, eins og Jónas
kallaði þá, í afmælisgrein um hann sjö-
tugan. Þegar þetta var ritað hafði Jónas
staðið utan við stjórnmálin í ein sex ár,
ef miðað er við þingsetu hans. Jafn-
framt segir í þessari skemmtilegu og
merkilegu grein sagnfræðingsins, að ís-
lenzkir sósíalistar geti einir minnzt af-
mælisbarnsins með sögulegu jafnaðar-
geði. Hætta er á því að þarna geti
farið eins og um aðra nýsagnfræði, að
ekki sé nógu langt um liðið til að meta
rétt, og hið sögulega jafnaðargeð eigi
eftir að verða fyrir nokkru áfalli.
Þegar Jónas Jónsson frá Hriflu birtist
á vettvangi þjóðmálanna lá í augum
uppi að skipan stjórnmálaflokka hlyti að
fara eftir stéttum að miklu leyti. Al-
þýðuflokkurinn spratt af Alþýðusam-
bandinu og Framsóknarflokkurinn var
myndaður af samvinnumönnum og
bændum. Þriðji flokkurinn átti sjálf-
skipaðan sess. í sjómannaverkfallinu 1916
gáfu þeir Ólafur Friðriksson og Jónas
út blað sem nefndist Dagsbrún og var
Ólafur ritstjórinn. Áður eru rakin af-
skipti Jónasar af félagsmálum verka-
manna. Upp úr þessum jarðvegi spratt
Alþýðusambandið og Alþýðuflokkurinn í
náinni samvinnu við Jónas Jónsson.
Sama árið og Jónas stóð með Ólafi í
kjarabaráttu sjómanna komu bændur
að norðan á fund með sunnlenzkum
bændum við Þjórsá og stofnuðu lands-
málaflokk, sem síðar fékk nafnið Fram-
sóknarflokkurinn, og nokkrum mánuðum
síðar var Sigurður í Yztafelli orðinn ráð-
herra flokksins. Jónas vann sem hann
mátti á báðum vígstöðvum meðal bænda
og verkamanna.
Eins og þá var háttað málum á ís-
landi var óframkvæmanlegt að sameina
í einum flokki verkalýð og sjómenn í
bæjum og bændur. Á íslandi hafði verið
bændaþjóðfélag í þúsund ár og þeim
hefðum og viðhorfum, sem það leiddi af
sér, varð ekki breytt í einni svipan. En
með vaxandi félagshyggju, m. a. vegna
tilvistar vaxandi samvinnuhreyfingar og
ungmennafélaganna, var auðveldur leik-
ur að sveigja umbótaöflin til samstarfs.
Það var ekki hægt að gera meira árið
1916 en koma báðum þessum flokka-
hreyfingum af stað. Eðlilega hefur oltið
á ýmsu síðan, og margir komið til sög-
unnar, sem skildu ekki meir en svo
þörfina á samstöðu umbótaaflanna í
þjóðfélaginu. Kommúnistum tókst að
kljúfa Alþýðuflokkinn tvisvar, m. a.
vegna skoðunar ráðamanna Alþýðu-
flokksins á nauðsyn samstöðu vinstri
flokkanna og hinna raunverulegu póli-
tísku ættarbanda allt frá stofnun. Þann-
ig unnu kommúnistar eins og þeir gátu
Jónas Jónsson á efri árum.
að því að setja á svið pólitíska jarðar-
för samstöðunnar, áður en hún komst
af eðlilegu þróunarstigi, og nutu til þess
aðstoðar vina sinna, afturhaldsaflanna.
Fyrir nokkru hófst gott samstarf Al-
þýðusambandsins og Sambands íslenzkra
samvinnufélaga um bréfaskóla. Reynsl-
an af því samstarfi bendir í þá átt, að
hægt sé að koma á enn víðtækara sam-
starfi í náinni framtíð. Þarna er um línu
Jónasar Jónssonar frá Hriflu að ræða.
Hvarvetna er nú fjallað um aukna sam-
stöðu umbótaaflanna í landinu. Ungir
menn í vinstri flokkunum ræða um
slíkt samstarf af sömu djörfung og réð
gerðum Jónasar er hann kom ungur heim
frá námi, og sá að það þurfti að strjúka
mygluna af ríkjandi flokkaskipulagi. Það
er því enn langt í land að hin pólitíska
jarðarför leiðtogans fari fram. Miklu
nær væri að segja að stjórnmálaþróun-
in á næstu áratugum ætti eftir að bera
svip af handbragði hans. Sá, sem gerðist
faðir íslenzks flokkakerfis upp úr 1916,
mun halda áfram að ráða enn um stund.
Eins og fyrrum munu ungir menn verða
til að endurnýja starfið þar sem frá var
horfið. Nú eru ekki lengur þau ljón á
veginum, sem í upphafi ákvörðuðu að
flokkar skyldu myndaðir eftir stéttum.
Hið sögulega jafnaðargeð er í hættu.
Indriði G. Þorsteinsson.
(Heimildir: Jónas Jónsson frá Hriflu eftir
Jónas Kristjánsson og Aðalgeir Kristjánsson,
Alþýðublaðið, Tíminn og Þjóðviljinn.)
Jónas Jónsson á Akróvólis í hópi Austurlandafara haustið 1963.
19