Samvinnan - 01.10.1968, Síða 20

Samvinnan - 01.10.1968, Síða 20
a/í nFEnGismni n ísmnm & Dr. med. Tómas Helgason: OFDRYKKJA Á ISLANDi Hluti af fyrirlestri á fundi norrænna áfengiseinkasala í Reykjavík 28. júní 1968 Hér á eftir mun ég nota hug- takið ofdrykkja í samræmi við skilgreiningu Alþjóðaheilbrigð- ismálastofnunarinnar (WHO) frá 1951 á „excessive drinking", en hún er á þessa leið: „Hvers konar drykkja sem fer fram úr hefðbundnum og tíðkan- legum neyzluvenjum eða venju- legu tilliti til almennra drykkjusiða hlutaðeigandi sam- félags, án hliðsjónar af þeim orsökum sem liggja til slíkrar hegðunar, og einnig án hlið- sjónar af því að hve miklu leyti slíkar orsakir eru háðar erfðum, eðli eða áunnum sjúklegum lífeðlisfræðilegum eða efnaskiptaáhrifum. Skýrgreining Sérfræðinganefnd, sem síð- ar (1952) fjallaði um geðheil- brigðismál á vegum Alþjóða- heilbrigðismálastofnunarinnar, flokkaði ofdrykkjumenn í þrjá hópa. 1) tækifærisofdrykkju- menn, sem neyta áfengis í óhófi óreglulega vegna ein- hverra ytri eða innri persónu- legra ástæðna; 2) vanaof- drykkjumenn, þ. e. menn, sem neyta áfengis að staðaldri af einhverjum ástæðum; 3) ár- áttudrykkjumenn, addicitive drinkers eða alcohol addicts, sem kallaðir eru á ensku. Það eru menn, sem eru orðnir svo háðir áfengi, að þeir geta ekki hætt áfengisneyzlunni af sjálfsdáðum, ef þeir á annað borð byrja að neyta áfengis. Hve fljótt menn, sem verða áráttudrykkjumenn, missa stjórn á drykkjunni er mjög misjafnt. Sumir gera það ekki fyrr en eftir margra ára of- neyzlu, aðrir fyrr. Þeir, sem hafa misst stjórn á drykkj- unni, mega venjulega aldrei neyta áfengis, þar eð þeir geta ekki stoppað eftir fyrsta glas- ið eða jafnvel fyrsta sopann. Síðarnefndu tveir hóparnir eru hinir eiginlegu drykkju- sjúklingar. Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunin hefur skýr- greint „drykkjusjúklinga sem þá ofdrykkjumenn, er svo eru orðnir háðir áfengi, að áfengið hefur valdið greinilegum skap- gerðarbreytingum eða er far- ið að hafa áhrif á andlegt og líkamlegt heilsufar, samskipti við aðra eða félagslega og fjár- hagslega afkomu; þeir, sem sýna einkenni um að yfirvof- andi sé að áfengi hafi ofan- greind áhrif, teljast og til drykkj usj úklinga og þarfnast meðferðar sem slíkir“. Ástæðan til þess, að hér verður fjallað um ofdrykkju í víðara skilningi sem „excessive drinking" er sú, að með því móti er hægt að fá skýrari lýs- ingu á áfengisvandamálinu á íslandi. Við það má bæta, að tækifærisofdrykkjumenn eiga oft við að stríða geðræn vandamál og skapa félags- vandamál, sem venjulega er að finna hjá vanaofdrykkju- mönnum, þó i minna mæli sé. Á meðfylgjandi línuritum er ofdrykkjumönnum skipt í of- antalda 3 hópa. Ennfremur kemur fram á fyrsta línuritinu tíðni lyfjamisnotkunar í sam- anburði við tíðni áfengismis- notkunar. Tíðni Gerðar hafa verið marg- ar tilraunir til að ákvarða tíðni áfengismisnotkunar og drykkjusýki. Ýmsar rannsóknir eru byggðar á beinni talningu í sambandi við aðrar rannsókn- ir, aðrar eru byggðar á þeim fjölda drykkjusjúklinga sem skráðir eru hjá áfengisvarna- nefndum, enn aðrar eru byggð- ar á fjölda þeirra sem lagðir eru inn á sjúkrahús. Loks hafa verið gerðar tilraunir til að fá vitneskju um tíðni drykkju- sýki — þ. e. a. s. fjölda drykkju- sjúklinga í ákveðnum íbúa- fjölda á tilteknum tíma — út frá sambandinu milli lifrar- skorpnunar af völdum áfengis og lifrarskorpnunar yfirleitt eins og hún er skráð á dánar- vottorðum eða við krufningar. Á þessum grunni byggist regla Jellineks, sem mikið hefur ver- ið beitt, þó hún sé kannski alls ekki nothæf nema í Banda- ríkjunum. Hún er að minnsta kosti ekki nothæf á íslandi eða öðrum Norðurlöndum. Sú lýsing á tíðni og dreif- ingu ofdrykkju sem hér er leit- azt við að gefa byggir á rann- sókn sem ég gerði fyrir nokkr- um árum. Þessi rannsókn tók til allra íslendinga sem fædd- ir voru á íslandi á árunum 1895 —1897 og voru á lífi 1. des- ember 1910, en þeir voru sam- tals 5395. Aflað var upplýsinga um æviferil allra þessara ein- staklinga til dauðadags eða til Prósent 20

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.