Samvinnan - 01.10.1968, Page 22

Samvinnan - 01.10.1968, Page 22
áhættu áfengismisnotkunar. Annars kemur fram, að þeir sem flytjast til Reykjavíkur hafa meiri áhættu en þeir sem flytjast til annarra staða í landinu, en þeir sem flytjast úr landi hafa mesta áhættu, einkum til vanabundinnar of- drykkju. í þessum hópi eru til- tölulega margir ofdrykkju- menn með afbrigðilegan per- sónuleika. 4. Líkur karla fyrir ofdrykkju eft- ir búsetu viö lok athugunar- tímabilsins. lönd Á fjórða linuriti er sýnd skipting áhættunnar eftir bú- setu við lok könnunartímabils- ins. Hér sjáum við það, sem búast mátti við út frá því sem þegar kom fram á fyrri línu- ritum, að líkurnar fyrir áfeng- ismisnotkun eru langsamlega minnstar hjá þeim sem halda áfram að búa í sveitum. Hins vegar er áhættan mest hjá þeim, sem búa í Reykjavík, en heldur minni í öðrum bæjum og mitt á milli Reykjavíkur og annarra bæja hjá þeim sem búsettir eru erlendis. Næsta línurit (5) mun ef- laust koma þeim á óvart sem gorta af hinu stéttlausa ís- lenzka þjóðfélagi. Það er lauk- rétt að íslenzkt þjóðfélag er stéttlaust í þeim skilningi, að við erum nálega öll börn eða barnabörn bænda og sjó- manna, að við erum flest dús hvert við annað, og að launa- munur er minni hér en með öðrum þjóðum og sömuleiðis er munur á ytri stöðutáknum minni á íslandi en víðast hvar erlendis. Þrátt fyrir allt þetta er hægt að skipta íslenzku þjóðfélagi eins og flestum þjóðfélögum öðrum í stéttir eða hópa eftir menntun, starfi, stöðu og ábyrgð. Hópur III samanstendur af ófaglærðum 5. Likur fyrir ofdrykkju eftir stöðu og stétt verkamönnum í öllum starfs- greinum, sem hafa ekki aðra menntun en almenna barna- skólamenntun. Á hóp I eru menn í forustuhlutverkum þjóðfélagsins og menn með æðri menntun, en í hóp II eru iðnaðarmenn, skrifstofufólk og bændur. í hópum I og III eru að mestu leyti bæjarbúar, en meirihluti sveitafólks er í hóp II. Þetta skýrir hvers vegna lík- urnar fyrir drykkjusýki eru minnstar hjá hóp II. Ef bæjar- búarnir í hóp II eru athugaðir sérstaklega, kemur í ljós að líkurnar fyrir drykkjusýki eru mitt á milli líkanna í hóp I og hóp III. Mismunurinn á heildarlíkum áfengismisnotk- unar hjá hóp I og hóp III er að öllum líkindum meiri en til- viljun ræður. Mismuninum veldur verulega meiri áhætta áráttudrykkju hjá hóp I en hjá hóp III, þar sem aftur á móti tíðni vanabundinnar of- drykkju er nokkurn veginn sú sama hjá báðum hópum. Hin tiltölulega háa tíðni drykkju- sýki hjá hóp I er ef til vill tengd því aukna sjálfstæði sem stöðum og störfum í þessum hóp fylgir. Þannig hefur C. Amark skýrt svipaðar niður- stöður af rannsóknum sínum í Stokkhólmi. Á síðasta línuritinu (mynd 6) er gerður samanburður á líkum fyrir drykkjusýki hjá þeim, sem aldrei hafa gengið í hjónaband, og þeim, sem eru giftir eða hafa verið það. Sam- anburðurinn er gerður á þenn- an hátt vegna þess að oít reyndist mjög erfitt að skera úr því, hvort kæmi á undan, misnotkun áfeng- is eða hjónaskilnaður. Það er alkunna, að hjónaskiln- aður kemur oft í kjölfar mik- illar misnotkunar áfengis, en hin læknisfræðilega reynsla sýnir líka mörg dæmi þess, að misnotkun áfengis hafi byrjað eða þá aukizt verulega eftir að hjónaskilnaður var um garð genginn, eða eftir andlát maka. Úr könnuninni, sem hér er lýst, má til dæmis nefna, að fjórðungur fráskilinna karla, sem voru á lífi við lok könnunarinnar, misnotuðu áfengi eða höfðu gert það. Mismunurinn sem fram kem- ur á línuritinu milli áhættu þeirra sem verið hafa ógiftir og hinna sem hafa gift sig er ekki meiri en svo að tilviljun hefði getað ráðið, bæði að því er varðar samanlagða áhættu og áhættu vegna ein- stakra flokka áfengismisnotk- unar, enda þótt línuritið kunni að sýna tilhneiginu sem gæti orðið greinilegri ef gögnin væru meiri að vöxtum. 6. Líkur karla fyrir ofdrykkju eft- ir því hvort þeir hafa gifzt eða ekki. Tæp 17% þeirra sem mis- notuðu áfengi hafa verið lagð- ir inn á sjúkrahús vegna drykkjusýki, og hefur helm- ingur þeirra verið lagður inn á geðsjúkrahús. Helmingur þeirra karlmanna, sem mis- notuðu áfengi, hefur hlotið refsingu fyrir ölvun eða fyrir ölvun ásamt öðru lögbroti, 56% áráttudrykkjumanna, 56% vanaofdrykkjumanna og 48% tækifærisofdrykkjumanna. — Aftur á móti hafa einungis 6,7% þeirra, sem ekki voru ofdrykkjumenn, verið skráðir fyrir ölvun eða fyrir ölvun á almannafæri og annað lög- brot. Afbrot, skilgreind sem brot á hegningarlögunum, eða lögbrot sem leitt hafa til fang- elsunar, voru mun algengari hjá körlum, sem misnotuðu áfengi, en hjá körlum yfirleitt: 8,7% þeirra sem misnotuðu áfengi voru afbrotamenn, en einungis 1,9% allra karla. Horfur Til að fylla út í myndina sem hér hefur verið dregin af tíðni og dreifingu ofdrykkju er rétt að segja nokkur orð um batahorfur ofdrykkjunnar og örlög þeirra sem misnota áfengi. Eins og þegar hefur verið tekið fram, eru þeir til- tölulega fáir í þessum hópi sem hlotið hafa öfluga læknis- meðferð gegn ofdrykkju. Það var ekki fyrr en við lok könn- unartímabilsins sem drykkju- mannahjálpin var aukin til þeirra muna, að ef gerð væri nú rannsókn samsvarandi þeirri sem hér var lýst, er ör- uggt að miklu fleiri hefðu komið til meðferðar á opinber- um stofnunum, lækningastof- um eða sjúkrahúsum. Þess vegna má líta á misnotkun áfengis og gang hennar hjá hópnum sem hér er fjallað um sem meira eða minna óhindr- aða þróun, er hafa má til sam- anburðar, þegar meta skal ár- angurinn af lækningatilraun- um. Batahorfur ofdrykkju- manna er mjög erfitt að meta, og í rauninni eru einungis tveir fastir punktar til viðmiðunar, nefnilega dauðinn eða algert fráhvarf frá áfengisneyzlu. Það kom greinilega fram í rann- sókninni, að þeir sem misnota áfengi hafa mun hærri dán- artölu en íslenzkir karlar al- mennt. Gera má ráð fyrir að æviskeið ofdrykkjumanna sé einungis 83% af meðalævi- skeiði þjóðarinnar. Ekki er neinn verulegur munur á lengd æviskeiðsins hjá þeim sem misnota áfengi, eftir því hvernig það er misnotað, riema þegar misnotkunin hefur ver- ið svo alvarleg að hún hefur valdið öðrum geðsjúkdómum eða leitt til líkamlegra fylgi- kvilla, þá fer meðalæviskeiðið niður í 65%. Algengustu dán- arorsakir eru slys, sjálfsmorð, hjartasjúkdómar og krabba- mein. í nýrri ritgerð hefur Per Sundby dósent í Osló sýnt fram á, að ofdrykkja eykur dánar- töluna 1,6 til 2 sinnum miðað við meðaldánartölu samfélags- ins. Þessi háa dánartala kem- ur fram í flestum dánarorsök- um, en í nokkuð mismunandi mæli. Mismunurinn á dán- artölum kemur fram í öll- um aldursflokkum eftir tví- tugsaldur, en fer minnkandi með hækkandi aldri. í rann- sókn, sem ekki er lokið, á of- 22

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.