Samvinnan - 01.10.1968, Side 25

Samvinnan - 01.10.1968, Side 25
fjölskyldur þeirra. Nú er nefnd- inni kunnugt um, að einhver í kaupstað eða hreppi, þar sem hún starfar, neyti áfengis sjálf- um sér, fjölskyldu sinni og ætt- ingjum til skaða, og skal hún þá tafarlaust rannsaka málið og gera nauðsynlegar ráðstaf- anir til þess að úr verði bætt, ef unnt er, á viðunandi hátt.“ Fyrir þessu björgunarstarfi hefur lítið farið, og er lélegri starfsaðstöðu um að kenna. Væntanlega stendur þetta þó til bóta í Reykjavík. Félags- málaskrifstofa Reykjavíkur- borgar hefur nýlega verið end- urskipulögð, og er ætlunin, að áfengisvamanefnd fái þar inni með starfsemi sína, aukna og betrumbæta. Má ætla, að úr þessu verði það ekki að fara í geitarhús að leita ullar að snúa sér til áfengisvarnanefndar um hjálp handa drykkjumönnum og heimilum þeirra. í Heilsuverndarstöð Reykja- víkur við Barónsstíg er áfeng- isvarnadeild. Meginverkefni hennar er lækning drykkju- manna, og sinna því starfi læknir, sálfræðingur og heilsu- verndarhjúkrunarkona. Þang- að geta drykkjumenn gengið til meðferðar án þess að hverfa frá heimili sínu og starfi. Þar geta og aðstandendur drykkju- manna borið upp vandkvæði sín og leitað ráða, þótt árangur slíkra umleitana sé því miður oft lakari en skyldi. í tengslum við Kleppsspital- ann er Flókadeild í Reykjavík rekin, en hún er ætluð drykkju- mönnum. Þar vistast um tíma einkum þeir, sem mjög illa eru farnir og er húsrými handa 24 körlum og 7 konum. Er það eina sérstofnunin, sem getur tekið við drykkfelldum konum til dvalar. Til Flókadeildar geta venzlamenn leitað með beiðni um leiðbeiningu og aðstoð. A.A.-samtökin í Reykjavík vinna af mikilli ósérplægni að björgun drykkjumanna. Hafa meðlimir þeirra samtaka ávallt reynzt boðnir og búnir til hjálpar, enda sjálfir lifað böl drykkjuskaparins. Vist- heimili Bláa bandsins í Víði- nesi, ætlað drykkfelldum körl- um, er stofnsett og rekið af áhugamönnum þessara sam- taka. Fyrir þremur árum var kom- ið á fót vistheimili að Grjóta- götu 14 í Reykjavík. Borgar- yfirvöldin lögðu húsnæðið til, en félagssamtökin Vernd ann- ast reksturinn. Þessi staður hefur að mestu orðið athvarf húsnæðislausum drykkjumönn- um, sem eru að reyna að kom- ast á réttan kjöl. Vernd hefur fyrr og síðar veitt drykkju- mönnum margvíslega fyrir- greiðslu, og þangað mun óhætt að leita, þótt auðvitað sé húsa- skjólið af skornum skammti, miðað við þarfirnar. Ég hef nú getið nokkurra helztu stofnana, sem eigin- kona drykkjumanns, móðir, systir eða dóttir getur leitað til um ráðleggingar, þegar í óefni er komið. Auðvitað koma fleiri aðilar til greina, svo sem heimilislæknirinn og sóknar- presturinn, enda er oft til þeirra leitað í slíkum vanda. Hinu er svo ekki að leyna, að allir aðilar geta reynzt ófærir um að gefa ráð, sem duga. Vandamálið er erfitt og tökin á lausn þess eru veik. Það, sem vantar, eru sterkari tök á við- fangsefninu. Slæm aðstaða Þegar svo vill til og það er oft, að drykkjumaðurinn sjálf- ur viðurkennir vanmátt sinn og æskir aðstoðar, er hægara um vik að hjálpa, en jafnvel þá er árangur misjafn. Miklu erfiðara er að koma lækningu við, þegar hann lætur ekki málið á sig ganga og streitist á móti sérhverri viðleitni til hjálpar. Með þeim aðbúnaði, sem hér er að hafa, er nærri ógerlegt að taka drykkjumann með valdi og halda honum í læknismeðferð, nema eitthvað sérstakt komi til, t. d. fullkom- ið drykkjuæði. Geðveikraspít- alinn á Kleppi hefur tök á að halda mótþróafullum mönnum, en þar er húsrými mjög tak- markað og tæpast aðstaða til að meðhöndla slíka sjúklinga nógu lengi. Drykkjumanna- hælið í Gunnarsholti, eins og það er úr garði gert, er ekki heldur til þess hæft að halda mönnum í meðferð til lengdar gegn vilja þeirra. Samt sem áður ber það oft við, að þeir, sem um mál drykkjumanns fjalla, telja nauðsynlegt að taka af hon- um ráðin. Þetta vill til, þegar hann sólundar eignum sínum, stofnar eigin heilsu og lífi í hættu, ógnar öryggi annarra eða fremur ítrekuð afbrot í ölæði. Með dómi eða sviptingu lögræðis má taka ráðin af drykkjumanni um langan eða skamman tíma. í almennum hegningarlögum er ákvæði, er svo hljóðar: „Þyki það ljóst af málavöxtum, eftir að umsagnar læknis hef- ur verið leitað, að sakborning- ur, sem framið hefur brot und- ir áhrifum áfengis, geti ekki haft hemil á drykkjufýsn sinni, má ákveða í dómi, að hann skuli lagður inn á viðeigandi hæli til lækningar. Skal dómur þá hljóða um dvöl á hælinu allt að 18 mánuðum eða, ef ítrekun á sér stað, allt að þrem árum.“ Fjöldi drykkjumanna gerist brotlegur við lög á einn og annan hátt, en samt er þessu ákvæði mjög lítið beitt í dóm- um. Ástæðan mun vera skort- ur á viðeigandi hælum, og er það illa farið. Það væri öllum hollara að dæma drykkfelldan brotamann til læknismeðferðar á hæli en að dæma hann til þeirrar mannskemmandi fang- elsisvistar, sem nú tíðkast. Hér er enn eitt dæmið um góð lög og lélega framkvæmd. Lögræði má samkvæmt lög- um svipta þann mann, sem sökum ofdrykkju er ekki fær um að ráða persónulegum hög- um sínum eða fé, verður öðrum til byrðar eða raskar þráfald- lega opinberum hagsmunum. Kröfu um lögræðissviptingu geta gert nánustu venzlamenn aðila, svo og dómsmálaráðu- neytið, þegar gæzla almanna- hags gerir þess þörf eða þegar það telur réttmætt að gera kröfuna vegna tilmæla vanda- manna aðila, læknis eða vina. Margir hafa á það bent, að ákvæðið um kröfu nánasta venzlamanns sé óheppilegt. Eiginkona drykkjumanns eða móðir má illa við því að verða fyrir ásökun og óvild hans fyrir tilmælin um lögræðis- sviptingu. Þetta er alveg rétt, enda gera lög ráð fyrir annarri leið. Dómsmálaráðuneytið get- ur gert kröfuna um lögræðis- sviptingu drykkjumanns, hvort heldur er að eigin frumkvæði eða eftir ábendingu aðila, sem það tekur gildan. Þessi leið hefur lítið verið farin ennþá, en verður sennilega meira not- uð, þegar skilyrði til virkrar drykkjumannahjálpar batna, og megi það verða sem fyrst. Áður en ég lýk þessu spjalli um áfengismál, vil ég slá einn varnagla. Ég hef gagnrýnt það sleifarlag, sem er á meðferð þessara mála í heild, og sjálf- sagt virzt kenna því einu um lélegan árangur. Þetta er þó ekki nákvæmlega mín meining. 25

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.