Samvinnan - 01.10.1968, Side 27

Samvinnan - 01.10.1968, Side 27
þeir myndu hvort sem er ekki drekka sér til tjóns. Það er ekki heldur fyllilega raunhæft að líta á þessi mál frá þröngu læknisfræðilegu sjónarmiði og skipa mönnum samkvæmt því í tvo hópa: annars vegar heil- brigða og hins vegar sjúklinga. Slíkt kemur að litlu gagni. Sé áfengisböl til staðar, þýðir það, að há hlutfallstala heillar þjóð- ar er efni í áfengissjúklinga. Fjölda marga skortir þann þroska og jafnvægi, sem er eina varanlega vörnin gegn misförum. Þegar svo háttar til, verður að skoða málið frá upp- eldislegri og þjóðfélagslegri hlið. Við þurfum að gera okk- ur grein fyrir því í hverju skap- gerð og tilfinningaþroska þjóð- arinnar er áfátt, leita að or- sökunum og ráða bót á þeim með víðtækum almennum að- gerðum. Ekki þarf lengi að svipast um í íslenzku þjóðlífi til þess að koma auga á margar og miklar misfellur. Enda þótt við séum öll læs og skrifandi og töluvert gutli á okkur hvað al- menna þekkingu varðar, erum við á margan hátt frumstæð um þroska. Almennum um- gengnisvenjum er allmikið ábótavant. Við erum einatt klaufsk og stirðbusaleg í fram- komu, svo að oft jaðrar við þumbaraskap og tillitsleysi. Við eigum erfitt með að láta í ljós gleði og hrifningu, en smjöttum þeim mun betur á ómerkilegu kjaftaþvaðri, eink- um ef það getur orðið náung- anum til óvirðingar. Og til þess er tekið, hve erfitt við eigum með að vera samtaka. Stjórn- málalegum þroska okkar er heldur ekki fyrir að fara. Að öllum jafni látum við okkur nægja að vera hlutlausir áhorfendur, nema þegar frétt- ist af væntanlegum verðhækk- unum, þá er rokið til og allar sölubúðir tæmdar í dauðans ofboði eins og stórkostleg hungursneyð stæði fyrir dyr- um. Af og til grípur okkur eins kcnar fítonsandi og lítilfjör- leg dægurmál geta þá orðið að almennu umræðuefni og eru blásin upp úr öllu hófi. En eftir skamman tíma er allt dottið í dúnalogn aftur og hversdags sljóleiki færist yfir þjóðlífið. Við erum afar slæm með það að byggja afstöðu okkar til manna og málefna á vanhugsuðum og innantómum slagorðum, og rísa oft út af því fáránlegar og hlægilegar deilur. Við hlaupum eftir alls- konar tízkutildri og látum auð- veldlega ginnast af hinum ein- faldasta áróðri. Hégómagirnin ríður heldur ekki við einteym- ing. Fjölmargir eru þeir, sem verða alveg miður sín, ef þeir frétta af því, að nágranninn búi betur en þeir sjálfir, eigi meira, eða hafi eignazt eitt- hvert girnilegt búsgagn. Og öf- undsýkin er vissulega tilfinn- ing, sem við þekkjum mætavel. Siðferðisþroski okkar stendur víst varla heldur á sérstaklega háu stigi. Líklega stöndum við nokkuð framarlega meðal sið- menntaðra þjóða í hlutfalls- tölu hjónaskilnaða, lausaleiks- börnum og framhjáhaldi. Það má mikið vera, ef við eigum ekki met í fjármálalegum van- skilum, óheiðarleika og prett- um og ýmsum minniháttar lögbrotum. Varla er þörf á að lengja þessa ófögru upptalningu, þó að vel væri það hægt. Þetta nægir til að sýna, að andlegur þroski okkar, siðmenntun, hóf- stilling og jafnvægi í geði er naumast á háu stigi. Þetta má þó vitaskuld ekki taka svo, að ég álíti, að okkur sé alls góðs varnað, síður en svo. Sem bet- ur fer eigum við líka marga góða kosti. Menn geta verið um margt mikilhæfir, enda þctt þeim sé áfátt í ýmsum greinum. En þessi einkenni í fari okkar, sem getið var, eru þess eðlis, að ekkert er líklegra en að fjöldi manna misnoti áfengi, þegar þeir ná til þess. Enda er reyndin sú. Ef við hugum nú að því, hverjar geti verið orsakir þess, að íslendingar eru ekki betur þroskaðir en raun ber vitni, er eflaust margt, sem til greina kemur. Til skamms tíma hafa atvinnuhættir okkar verið næsta fábreyttir og ekki gert kröfur til mikils andlegs þroska, sjálfstæðrar hugsunar, tillitssemi eða fágunar í um- gengni. Land okkar er svo stórt og strjálbýlt, að menn hafa hingað til getað valsað nokkuð cáreittir hver á sínum skika. Gallarnir komu ekki í ljós fyrr en fjölmenni og aukið nábýli fór að verða almennara. Því er ekki heldur að neita, hversu kær sem íslenzk menningar- arfleifð er okkur, að farvegur hennar hefur verið býsna þröngur, og hann hefur ekki gefið svigrúm til mikilla and- legra umsvifa eða tilþrifa. Auk þess er það skoðun mín, hvað sem allri gamalli sveitaróman- tík líður, að við höfum alla tíð verið litlir uppalendur og alls ekki sýnt um að taka þau mál alvarlegum tökum. Og er svo enn í dag. Það er áberandi, hve þjóðmálaforkólfar eru yf- irleitt tómlátir um þau mál. Að vísu bregður stundum fyrir lofsverðum áhugaleiftrum, þegar þeir menn eru kvaddir til að setja ráðstefnur eða þing eða vinna að kosningaundir- búningi, en þegar kemur að raunhæfum umbótum eða að- gerðum er hljóðið jafnan dauf- ara. Þetta sinnuleysi í uppeldis- málum og skilningsleysi á að framtíð þjóðarinnar sé komin undir heilbrigðum og vel þrosk- uðum persónuleika einstakling- anna, er sérstakt alvörumál á tímum þjóðfélagslegra um- breytinga eins og þeim, sem nú eiga sér stað á nærfellt öll- um sviðum. Og við þurfum sízt að undrast, þótt afleið- ingar þess komi í ljós með mörgu móti, t. d. í áfengismál- um. Það er bjargföst trú mín, að áfengisvandamálin og fjöl- mörg vandamál önnur leysum við bezt með því að snúa okk- ur af alhug að endurbótum á uppeldi íslenzkrar æsku. Á ég þá auðvitað við uppeldismál í rúmri merkingu, bæði uppeldi í heimahúsum, starfrækslu uppeldisstofnana og skólamál. í þessum efnum eigum við mörg og stór verkefni fyrir höndum. Ekki verður fjallað um þau hér að neinu gagni, en rétt er þó að minna á nokk- ur atriði. Það er enginn vafi á því, að mikill fjöldi foreldra er í mikl- um vanda staddur með uppeldi barna sinna og að þeim er nauðsyn á allverulegri aðstoð, fræðslu og leiðbeiningum. Það er því til mikils vanza, hversu opinberir aðilar hafa komið slælega til móts við þarfir for- eldra og barna þeirra. Ekkert ætti að vera sjálfsagðara en að útvarp og sjónvarp hefði fasta fræðsluþætti um uppeld- ismál. En mér er vel kunnugt um, að á þessu er lítill áhugi meðal forráðamanna þessara stofnana, svo að ekki sé meira sagt. Starfandi eru fjölmargar barnaverndarnefndir um allt landið. Hlutverk þessara nefnda, sem eru launaðar af opinberu fé, er m. a. að sjá um, að uppeldi og umönnun barna og unglinga gangi ekki úrskeiðis. Nefndir þessar geta og eiga að veita visst aðhald. Sjálfsagt er heldur ekkert því til fyrirstöðu að þær gangist fyrir fræðslu um uppeldismál. Það er á almannavitorði hversu athafnalitlar nefndir þessar eru yfirleitt og hversu lítill aflvaki þær eru að breytt- um og bættum uppeldisháttum. Þyrfti hér vissulega að verða mikil breyting til batnaðar. Einnig munu víða vera starf- andi æskulýðsráð og nefndir, 27

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.