Samvinnan - 01.10.1968, Page 30

Samvinnan - 01.10.1968, Page 30
bönn við áfengisneyzlu á vín- lausum heimilum, vaknar hin eðlilega freisting að gæða sér á forboðnum ávexti, og ánægj- an magnast við bannið, en um leið er hrundið af stað víxl- verkun sektar, iðrunar og upp- reisnar, sem alltof oft leiðir til aukinnar drykkju, ýmist til að drekkja sektarkenndinni eða ýta undir sjálfstraustið. Leggi vínlaus heimili hvorki blátt bann við áfengisneyzlu né örvi til hennar, eru langmest- ar líkur til að börnin þroski með sér valfrelsi. í flestum þjóðfélögum leggst almenningsálitið gegn mikilli áfengisneyzlu, vegna þess að hún sundrar samlyndi fjöl- skyldunnar, veldur óvissu um efnahag og atvinnu, og er ógnun við félagslegt jafnvægi, til dæmis í sambandi við lík- amsárásir og akstur drukkinna manna. Flest börn gera sér hins vegar ljóst, að flest full- orðið fólk drekkur meira eða minna, og vita að þau munu sjálf taka sveigjanlega eða ein- strengingslega afstöðu til áfengis, allt eftir því hve mik- ilvægt það verður þeim sem einstaklingum. Flestir byrjend- ur held ég að drekki of mikið, á svipaðan hátt og börn háma allt það sælgæti sem þau geta í sig látið. Þegar eitthvað nýtt er á boðstólum, reyna nálega allir getu sína til hins ýtrasta, áður en þeix komast að raun um eigið þol og langanir, og þetta er bæði eðlilegt og raun- hæft, hversu óheppilegt sem það kann að vera fyrir þá sem standa álengdar. En þegar í hlut á annar eins aflvaki og áfengi getur verið, geta góð heimilisáhrif átt stóran þátt í að draga úr hættunum og stytta reynslutímann, ýmist beinlínis eins og þegar ung- lingar eru hvattir til að byrja ekki að neyta áfengis utan heimilisins, heldur heima hjá sér, eða óbeinlínis með því að örva til annarskonar áhuga- mála þar sem áfengisneyzla kemur ekki til greina. Þetta byggi ég á eigin athugunum í sambandi við uppeldi mitt og reynslu vina sem ég þekkti bæði áður en og eftir að ég kom til íslands. Það er yfirleitt viðtekin regla í þjóðfélögum sem búa við evrópska menningu, að áfengisneyzla sé fyrir full- orðna, en ekki börn. En enda þótt áfengisneyzlan sé yfirleitt bundin því skilyrði að menn hafi náð vissum þroska, þá er það svo hér á íslandi að minnsta kosti, að sáralítil áherzla er lögð á þá staðreynd, að geta einstaklingsins til að hafa fulla stjórn á drykkju sinni er mælikvarði á þroska hans. Svipað á sér stað um unglinga sem reyna að vekja athygli á þroska sínum með því að kveikja sér í vindlingi í kvikmyndahúsi, þar sem full- þroska maður hlýðir sjálfkrafa reglum hússins og eldvarna- reglunum og tekur tillit til annarra með því að kveikja í sínum vindlingi frammi í ganginum. Á bernskuárum mínum í Nýja Englandi á austurströnd Bandaríkjanna voru fjármun- ir takmarkaðir, en þeim mun meiri áherzla lögð á menntun, drengskap, heiðarleik og heil- steyptan persónuleik, og sömu- leiðis var í heiðri höfð sú ameríska hefð að komast áfram af eigin ramleik án þess að treysta áhrifum annarra. Áfengi var ekki um hönd haft á heimili mínu, bæði vegna þess að foreldrar mínir höfðu ekki efni á því og voru óvön áfengisneyzlu, og eins vegna hins að samfélagið leit óhýru auga unga lögfræðinga sem drukku, á sama hátt og það fordæmir nú kaupsýslumenn sem geta ekki haft stjórn á drykkju sinni. Foreldrar mínir drukku kaffi og te og límonaði, og ég ólst upp í umhverfi þar sem hvorki föt né fjármunir voru eins hátt metnir og menntun. Miklu meiri peningum var varið til kaupa á leir og litum, pappír, allskyns þrautum, bókum, hjólaskautum og sleðum en til fatnaðar, sem móðir mín saumaði að öllu leyti sjálf. Jafnvel síðarmeir eftir að fjár- ráð jukust, voru bækur eftir sem áður eftirlæti okkar, en því næst tónlist og danstimar. Allt frá barnæsku voru óund- irbúin, óformleg samkvæmi algeng og oftast tengd tónlist eða leiksýningum, en þó eink- um dansi. Samkomur unglinga einkenndust einkum af sam- tölum og hlátrum; gestirnir hjálpuðu okkur að vaska upp, slá grasflatirnar, þvo glugg- ana eða mála veggina. Hress- ingin sem við fengum voru samlokur og ávaxtasafar, sem við útbjuggum sjálf, og á stefnumótum átum við pylsur og rjómaís í tonnatali. Skólarnir sem ég sótti milli tólf og átján ára aldurs voru kvennaskólar. Sex eða sjö klukkustundir fóru í kennslu, en svo voru hjólreiðar, langar gönguferðir, vikulegir sin- fóníutónleikar, handíðir, hóp- leikir, skautaferðir, knattleik- ir, bogleikir, tennis og bad- minton. Áfengisneyzla var al- gert aukaatriði, bæði heima fyrir og í almennum boðum. Umgengnisvenjur góðborgara voru almennt virtar. Maður sem bragðað hafði áfengi leyfði sér ekki að fara í heim- sókn, en hins vegar var gest- um oft boðið upp á glas. En yrði maður ber að því að kunna ekki að fara með áfengar veig- ar, missa jafnvægi eða gleyma almennum mannasiðum, þá var honum ekki boðið öðru sinni. Svo einfalt var það. í samkvæmum færðumst við undan að dansa við ölvaða menn, þá sjaldan þeir voru viðstaddir, þar sem við gátum átt á hættu að þeir væru dónalegir, træðu okkur um tær, rifu kjólana okkar, rækj- ust á aðra dansendur eða helltu niður úr glösum. í sam- ræmi við bandarískar venjur vernduðu ungir sveinar stúlk- urnar, sem þeir buðu út, og tóku stundum höndum saman um að fleygja út vandræða- mönnum, ef eklki tókst að „frysta“ þá út. Á stríðsárunum, sem hófust þegar ég var fimmtán ára, stóð heimili okkar svo opið vinum og vandalausum, að nauðsyn bar til að setja fastar reglur, þar eð faðir minn var fjarverandi í fimm ár. Þegar ég hafði náð átján ára aldri voru nálega allir ungir menn og flestir miðaldra menn komnir í herþjónustu og heim- ilið fylltist af einkennisbún- um mönnum. Á átjánda afmælisdegi min- um var mér leyft að reyna fyrsta vindlinginn og fyrsta glasið. Því miður urðu reyk- ingarnar að vana, sennilega í fyrstu vegna þess hve mér þótti fínt að halda á sígarettu, en ég vandist aldrei á drykkju. „Þú átt sennilega hvort eð er eftir að smakka áfengi, svo það er eins gott að þú byrjir á því heima hjá þér,“ var sagt við mig, og glaðvær hópur for- eldra minna og vina þeirra var svo greiðvikinn að fylla mig þetta kvöld og segja mér síðan frá viðbrögðunum. Það var reynsla út af fyrir sig að vita, að mikill munur var á því hvernig mér leið undir áhrifum nokkurra viskíglasa og hvernig aðrir litu á mig og hegðun mína, og þó vissi ég sjálf hvenær ég gat ekki leng- ur gengið beina línu, var far- in að tala óskýrt, varð gljáeyg og rugluð í höfðinu, og sofn- aði að lokum. Daginn eftir vaknaði ég um hádegi með hræðilega timburmenn og skildi ekki hvers vegna talið var skemmtilegt að drekka. Smám saman komst ég að raun um, að ég var hænuhaus í vínsökum og sofnaði eftir tvö glös, nema ég hefði því meira fyrir stafni. Ég uppgötv- aði líka, að það sem ég hafði mesta ánægju af á manna- mótum, dans og samræður, var mér ókleift þegar ég neytti áfengis, vegna þess að sam- hengi í hugsun, einbeitni og minni fóru úr skorðum (og síð- armeir líka orðfimi á íslenzku). Ég þáði venjulega glas, en gleymdi því óðara í ákafa samræðnanna. Þar eð þessi sóun á dýrum veigum styggði gestgjafa mína, fór ég að af- þakka drykki sem ég gat ekki lokið við. Eins og flestir þeir sem aðeins bragða áfengi við hátíðleg tækifæri, legg ég meira upp úr bragðinu en áhrifunum, þar sem ég þarfn- ast sjaldan áhrifanna og hef haft meiri tilhneigingu til að 30

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.