Samvinnan - 01.10.1968, Page 32
Ég skal þegar í upphafi játa, að því
miður er þessi saga ekki um fíla, og
ekki heldur um antilópur. Og ber að
harma það. Hinsvegar bar oft svo til,
þótt ótrúlegt sé, að Ijón gekk um gólf
niðri í verbúðum þúngt hugsi, sérstak-
lega á þorranum. Það hafði tíu tær og
tíu fíngur; sumir álitu að það hefði að
minnsta kosti fimmhundruð skilningar-
vit, en slíkt varð aldrei sannað. Makki
þess var tekinn að grána. Reykti sígarett-
ur og tók í nefið úr blikkdós, og höfðu
allir sæmilegir menn heldur illan bifur
á skoðunum þess og framferði öllu, svo
sem eðlilegt var.
Fyrir sérvizku sakir vildi ljón þetta
yfirleitt ganga upprétt, og afleiðingin
varð sú að það gekk í stígvélum; en slíkt
var ekki leyft af heilbrigðiseftirlitinu þar
á staðnum.
Stígvélin ljónsins voru stórköflótt.
Heilbrigðisnefnd kaupstaðarins stað-
hæfði, að ljón ættu að ganga berfætt,
og til vara — að stórköflótt stígvél væru
allavegana óleyfileg.
Fjármálaséní staðarins, sem var
menntaður maður samkvæmt úrskurði,
sagði aftur á móti bæði já og nei, allt
eftir því hvort hann talaði við ljónið eða
aðra jarðarbúa — og hafði hann þó í
raun og veru sjálfstæða skoðun: hann
áleit að bæði ljón og menn ættu að
ganga i skinnsokkum og safna pening-
um í sjóvettling.
Eins og oft vill verða hjá andlega
sinnuðum fjármálamönnum, þá flóði
hræsnin út yfir öll skynsamleg takmörk,
og þóttist þessi maður vera bezti vinur
ljónsins. Þessu trúði ljónið mátulega, því
guð hafði gefið því skynsemi, ásamt með
vígtönnunum.
Svo bar til, að fjármálaséní stakk upp
á því við ljónið, að það léti draga úr sér
vígtennurnar og geymdi þær í sjóvett-
lingi. í staðinn bauðst séní til að hafa
þesskonar áhrif á heilbrigðisnefnd, að
Ijón fengi leyfi til að ganga í stórköflótt-
um — skinnsokkum. „Þú ert nú meiri
helvítis afturhaldsdraugurinn, elsku vin-
ur, ef ég mætti segja sem svo,“ svaraði
ljónsi — og þá þurfti nú auðvitað ekki
lengur vitnanna við að ljónið var geð-
bilað, í viðbót við aðra ókosti.
□ □ □
Heilbrigðisnefnd átti úr vöndu að ráða.
Hvorki nefndarmenn né aðrir sem til
náðist höfðu þá hæfileika til að bera sem
nauðsynlegir voru til að færa ljónið úr
stígvélunum meðan það hélt enn víg-
tönnum sínum. Það var einróma álit
ábyrgra manna, að nauðsynlegt væri fyr-
ir heilbrigðan hagvöxt að draga vígtenn-
urnar úr ljóninu. En það var eins og fyrri
daginn, hver átti að draga vígtennurnar
úr ljóninu? Enginn bauð sig fram. Og
því mátti segja á latínu: status quo.
Svo sem siðvenja er á Fróni ávallt
þegar því verður við komið, þá var málinu
frestað fram yfir kosningar. Ég skal við-
urkenna, að það er freisting einföldum
sálum að álykta sem svo: úr því kosn-
ingar eru nefndar til sögunnar, þá hafa
stígvélin ljónsins verið kosningamál. En
því fer víðs fjarri að svo hafi verið. í
kosningunum var það þegjandi sam-
komulag allra flokka að virða almenn
siðferðileg takmörk og fara ekki út í
neinn dónaskap. Enda snérist kosninga-
baráttan um miklu skemmtilegra mál,
nefnilega rykið á götum bæjarins; og
smávegis var farið út í þá sálma hver
ætti að stela af hverjum, og þá hvemig.
Síðan fóru kosningar fram á réttum
tíma.
Að þeim loknum kom í ljós, að allir
frambjóðendur höfðu unnið nokkurn sig-
ur, hver með sínum hætti — einkum þó
og sérílagi þeir sem töpuðu atkvæðum
— án þess að rykið á götunum léti sér
segjast að heldur. Það lét sér ekki segj-
ast nema undir sérstökum kringumstæð-
um: þegar rigndi; og þá óð allt út í
drullu. Sömuleiðis var það eftir sem áð-
ur nokkuð óljóst hverjir stálu löglega og
hverjir ólöglega. En af þessu öllu sam-
an höfðu menn þó nokkra skemmtun
um hríð.
Þegar kosningabaráttan stóð sem hæst
gerði Ijónið fjármálaséníi tilboð: Ljón
bauðst til að éta alla frambjóðendur á
einu bretti og láta þar við sitja. Þetta
var hreint ekki svo vitlaus hugmynd. En
þar sem nú fjármálaséní var einn af
frambjóðendum, en Ijón vildi hinsvegar
ekki fara í manngreinarálit, þá fór að
lokum svo eftir nokkurt þóf að séní hafn-
aði þessu örugga tilboði, og var það því
úr sögunni. Eða réttara sagt: það féll
niður — í bili. Og ljónið lét sér það í
léttu rúmi liggja — það var ekki mann-
æta nema ástæða væri til. í raun og
veru snæddi það aðallega ítalskt spag-
hetti, sem keypt hafði verið til landsins
fyrir erlendan gjaldeyri. Stundum át
það fisk. (En mörflot var því miður
ákaflega sjaldgæft, miðað við annað feit-
meti.) Danska tertubotna vildi það ekki
sjá.
Að því hlaut nú að reka, samkvæmt
lögmálunum, að stígvélin ljónsins kæm-
ust aftur á dagskrá á raunhæfan hátt.
Stígvélin ljónsins. Það er nefnilega það.
Því allt sat við sama. Semsagt: málið
tók að vandast á ný.
Víkur þá sögunni að merkilegum fundi,
sem heilbrigðisnefnd kaupstaðarins hélt
vegna þessa óleysta vandamáls og
áhyggjuefnis.
Fyrsti ræðumaður sagði sem svo: „Ég
vil vekja athygli háttvirtra nefndar-
manna á því, að hér í bænum er óboð-
inn gestur. Þessi óboðni gestur gengur
ekki á fjórum fótum, eins og hann er þó
skyldugur til, heldur gengur hann á
tveimur fótum. Það væri nú ekkert ef
þetta væri maður, en það er nú ekki því
að heilsa. Þetta er skepna, það er að
segja nokkurskonar dýr. Það er að segja
samkvæmt öruggum heimildum af katta-
ættinni. Ég vona að menn geri sér ljóst
hvað það þýðir. Það þýðir með öðrum
orðum ljón. Sérvizka þess er mér óskilj-
anleg.
Nú hafa heyrzt raddir sem halda því
3?