Samvinnan - 01.10.1968, Page 34
brekkuhorni að Kaupfélagssneyðingsum-
stöflunarskemmuhorni á ábyrgð bæjar-
verkfræðings að svo komnu máli, og
kæmi sér ekki við. Sízt sem nefndar-
manni í heilbrigðisnefnd. Hann vissi ekki
til að heilbrigðisnefnd ætti að fjalla um
gatnagerð eða önnur stórpólitísk mál-
efni. Allavega væri slíkt ekki á dagskrá
þessa fundar.
Þvínæst sagði hann amen og settist.
Formaður nefndarinnar, sá sem sagðist
vera héraðslæknirinn, talaði næstur.
Efnislega var ræða hans sisona: „Hér
hefur komið fram í dagsljósið fyrirspurn
frá vissum aðila sem við þekkjum allir
svo ég þarf ekki að segja meir — við-
víkjandi íslenzkri löggjöf, áhrærandi
stórköflóttan stígvélaburð ljóna. Sá hugs-
unarháttur, sem að baki þessari fyrir-
spurn liggur, kemur mér að vísu ekki á
óvart úr þessum stað, en ég vil vekja
athygli á hve varhugaverður hann er
fyrir rétt siðferði. í fyrsta lagi ber þessi
nefnd sem slík ekki ábyrgð á íslenzkri
löggjöf, sízt á göllum hennar og ávönt-
unum. Að því leyti er fyrirspurnin út í
hött, ef ekki annað verra. í öðru lagi
virðist fyrirspyrjandi hafa gleymt þeirri
höfuðstaðreynd — eða gengur að minnsta
kosti þegjandi framhjá henni — að ég er
bæði héraðslæknir hér og jafnframt for-
maður þessarar nefndar. Þarafleiðandi
mun ég fara mínu fram, þrátt fyrir all-
ar fyrirspurnir, svo sem venja er, og
þarf ekki að spekúlera i öðrum lögum
en þeim, sem mér vel líka, um störf
þessarar nefndar og annað. Þá er það
auðvitað grundvallaratriði að nefndin
samþykki allt sem ég segi —■ svo sem
jafnan hefur tíðkazt.
En til þess nú að koma til móts við
fyrirspyrjanda á lýðræðislegum grund-
velli viðvíkjandi lagalegum rétti þess
umrædda óviðurkvæmilega hryggdýrs
sem hér um ræðir, þá vil ég nota tæki-
færið og minna hann á annað atriði,
sem hann gengur þegjandi framhjá, og
sýnir það bezt heilindi hans í málinu að
ganga þegjandi framhjá þessu atriði,
að ekki sé meira sagt; þetta er nefnilega
svoleiðis atriði. í því sambandi vil ég enn
einusinni minna fyrirspyrjanda á að ég
er héraðslæknir hér. Ennfremur er ég
skólabróðir bæði prestsins og bankastjór-
ans, meira að segja bekkjarbróðir þeirra
beggja. Það sem hér er um að ræða
er svoleiðis leirburður og níð, sem þessi
ólöglegi stígvélaneytandi hefur útbúið og
látið frá sér fara um mig sjálfan. Eg
segi: Mig sjálfan; takið vel eftir því. Ég
vona að þetta sé öllum ljóst. Umræddur
leirburður, sem er auðvitað verri en
nokkur leirburður og alls ekki hafandi
eftir nema af læknisfróðum manni, hljóð-
ar svo: Kjaftasögum gefur gaum grepp-
ur miður keikur læðist eins og lús með
saum lygahundur bleikur — hafiði heyrt
annað eins? Þettersko alveg! — ha?
Haldiði nú virkilega að nokkur sem gengi
á fjórum fótum myndi yrkja sisona?
Haldiði virkilega að nokkur sem gengi
berfættur léti sér detta í hug að hnoða
saman öðru eins? Jafnvel þótt hann
gengi á skóm, ef það væru bara sæmilega
heiðarlegir skór, tilaðmynda sauðskinns-
skór frá því fyrir aldamót — þá myndi
hann ekki setja svona saman um opin-
beran mann. Vissulega ekki. Haldiði nú
virkilega að réttmætt sé að láta lögin
vera skálkaskjól fyrir þettanokkuð og
annað eins? Hvernig haldiði að þróunin
yrði? Hvernig haldiði að virðingin yrði
fyrir yfirvöldunum? Næst kæmi rógur og
níð um fótabúnað okkar til dæmis og
sokkaplögg sem í þessari nefnd störfum.
Ég tek þetta sem dæmi. Því svona gæti
þetta aukizt og margfaldazt, þartil jafn-
vel röðin gæti komið að sjálfum flibb-
unum. Þessum hvítu fallegu flibbum. Og
hvað þá? Ég held að hver og einn ætti
að svara fyrir sig og líta í eigin barm,
því þá sæi hann bezt að hér er ekkert
hégómamál á ferðum. Enda mun ég fara
minu fram þrátt fyrir allar svokallaðar
fyrirspurnir, sem þó náttúrlega er fyrir
neðan mína virðingu að svara, enda veit
ég allt bezt sjálfur svo sem alkunna er.
Það er nú til dæmis fullsannað, að heild-
arkostnaðurinn við byggingu sjúkrahúss-
ins er ekki nema brotabrot af þeim
kostnaði sem fer í að brjóta niður vit-
lausa veggi, sem látlaust eru byggðir í
misgripum í öðrum sjúkrahúsum víðsveg-
ar um landið. Og annað eftir þessu.
Háttvirtu nefndarmenn! Nafn mitt er
öllum kunnugt hér í nefndinni. Ég heiti
það sem ég heiti eins og alkunnugt er
— eða eitthvað í þá átt. Ég þarf ekki
að taka tillit til annarra staðreynda en
þeirra, sem passa fyrir mig og mína
kreddu. Nafn mitt er Doktor D. D. (T.)
Með öðrum orðum: D. D. D. (T.) Ég er
sagður fastur fyrir og vanur að fara
mínu fram. Snobb eða ekki snobb: alla-
vega er ég rökheldur. Landslög eru auk
þess að gefnu tilefni fyrir menn en ekki
skepnur, nema auðvitað dýraverndunar-
lögin. En það er nú svo með dýra-
verndunarlögin eins og alþjóð er kunn-
ugt, að þar eru skepnur reiknaðar skepn-
ur og ekkert framyfir það. Ég bið ykkur
að taka vel eftir því, að nafn mitt stend-
ur fyrir sínu. Nafn mitt er D. D. (T.)
Ég er Doktor. Það er að segja: D. D. D.
(T.) Eins og ég hefi margoft tekið fram.
Ég er bekkjarbróðir bæði sóknarprestsins
og bankastjórans, að ekki sé meira sagt.
Gæti allteins verið sóknarprestur í for-
föllum ef ég kærði mig um. Ellegar
bankastjóri. En í sambandi við grund-
vallaratriði þá vil ég taka það skýrt
fram, að ég hefi aldrei haldið því fram
opinberlega að snobb væri sem lífs-
stefna hafið yfir gagnrýni; þótt hitt
liggi í augum uppi að ég tel á vissan
hátt nauðsynlegt að koma sér vel við
múrarahjón sem slík — eða jafnvel í
versta tilfelli skreðarahjón. Það á sína
sögu.
Þetta er nú vísindalega hliðin á mál-
inu, ef ég má orða það svo. Þó vona ég
að einhverjir skilji þetta, aðrir en ég
sjálfur. Þótt ég sé auðvitað sá eini hér
inni með háskólapróf. En lús með saum
— sérernúhvur vitleysan og fyrr má nú
vera!
Þetta er nú í stuttu máli til að gera
flókið mál einfalt. En það er auðvitað
ekki sanngjarnt að ætlast til að hátt-
virtir nefndarmenn skilji þetta til hlít-
ar, aðrir en ég sjálfur auðvitað, og vil ég
í því samþandi enn minna á umrætt há-
skólapróf, svo sem lög gera ráð fyrir og
tilhlýðilegt er. Ég vona að ég hafi nú
rekið oní síðasta ræðumann helztu firr-
urnar og svarað svokölluðum fyrirspurn-
um hans svo sem vert er, það er að
segja, sýnt framá að hann fer með stað-
lausa stafi.“
Þannig talaði héraðslæknir og settist
niður síðan, líkur myglaðri kartöflu í
framan. Og þó öllu líkari dauðri simp-
ansakerlingu, vindþurrkaðri, malaðri og
púlveriseraðri, slíkri sem galdramenn
notuðu á miðöldum til að fremja svarta-
galdur, og blönduðu við mannaskít.
□ □ □
Svifslyngir fuglar af mávaætt, mis-
jafnlega vel gefnir sem einstaklingar,
en gæddir sameiginlegum áhuga á sjáv-
arafla hverskonar, hnituðu hringa með
tilhlökkun vestur í miðflóanum; þeir
vissu af smásíld í djúpinu. Meining þeirra
var, að hún myndi ef til vill koma upp
í sjólokin og verða þeim að bráð. Kiljan
myndi bæta við: gómsætust allra fiska.
Er það sannmæli. Alls ekki á nokkurn
hátt skiptu þessir athyglisverðu ábúend-
ur lofts og lagar sér af umræddum heil-
brigðisnefndarfundi, frekar en öðrum
fundum sem haldnir höfðu verið í heil-
brigðisnefnd kaupstaðarins ■— enda með
sanngirni ekki hægt að ætlast til þess.
Samt sem áður hélt fundurinn áfram
alveg viðstöðulaust alllengi eftir að hér-
aðslæknir hafði lýst því yfir að hann
væri rökheldur. Ekki er nú vakurt þótt
riðið sé, má þar um segja. Hvorki að
megind né eigind breyttist málflutning-
ur manna svo orð sé á gerandi, frá því
héraðslæknir lýsti því yfir að hann gæti
verið sóknarprestur í forföllum, með
meiru. Þannig mætti lengi telja. Þó má
vera að nýskrifuð fullyrðing sé álitamál
að því er tekur til eigindabreytingar, sök-
um þess að þegar kínverski anarkistinn
óviðráðanlegur í eðli sínu hélt áfram að
hamra á svokölluðum fyrirspurnum og
vildi stilla sínum kæru meðnefndar-
mönnum upp við vegg og króa þá af, og
svo sem áður jafnan með fjarstæðu-
kenndar fullyrðingar á vörum, þá tóku
aðrir nefndarmenn það ráð að snúa sér
fullkomlega og endanlega að umræð-
um um gatnagerð, svo sem við var að
búast.
Eftir rúmlega þrjátíu og eina ræðu
var gerð meirihlutasamþykkt í átján
greinum. Sautján greinar fjölluðu um
gatnagerð. Var þar mannvit mikið.
Hinsvegar var átjánda greinin að sjálf-
sögðu orð í tíma töluð, efnislega á þá
lund — „að þar sem tilefni fundarins var
stórköflótt stígvélaburðarmál ákveðins
einstaklings af ákveðinni dýrategund,
lýsir nefndin því yfir, að fyrri sam-
þykktir hennar og yfirlýsingar í því máli
séu enn í fullu gildi og vonar að svo verði
áfram, að minnsta kosti um ófyrirsjáan-
legan tíma.“
Að því búnu var fundi slitið. Menn
fóru í ýmsar áttir, til að sinna skemmti-
legri viðfangsefnum. Eru þaraf langar
frásagnir og ugglaust merkilegar á sinn
hátt.
34