Samvinnan - 01.10.1968, Side 37

Samvinnan - 01.10.1968, Side 37
eins og loftsteinn rétt óorðinn að stjörnu, snöggt eins og hnífur stíngist að hjöltum ( svörðinn kemur strætisvagn hjá og hvolpurinn verður þar undir og deyr. Faust hefur kölduflog, hrakinn af sögunnar blöðum fyrir sandkorni, fyrir heimskunnar fargi. III Undirrót hlutanna er ekki í hlutunum sjálfum Amma sagði alltaf maður sem gerir ekki mistök er aðgerðarlaus en einhvers konar maðkur leynist jafnan í mysunni á hverjum jólum Faust tekur upp hvolpinn og blóðið, sem er eins og hökull á höfðinu, drýpur við fætur hans. Hann breytir um lykil, fer og opnar dyrnar og ganginn og vinnuherbergið og kvöldið út í geiminn Og hann lætur frá sér hvolpinn á opna bók og stafirnir svelgja upp blóðið um kverkar sér þyrstar um aldir, og slðurnar drekka það í sig um húðina á aungviti sínu og það iíkist rauðri loddarahúfu á flatri hauskúpu bókmenntanna, röð af upplýsingum táknum aftan við stafinn Z. Vældu! Þá verða engin stafsetningarvandræði IV Faust, sem ekki kveikir Ijós, þvi kvölin sjálf hún varpar frá sér endurskini dauðans, stendur vita ráðalaus og segir: Hundur bara ekkert nema hundur, sem gæti hafa táknað sköpunina en er nú helber staðfesting á dauða, gæti hafa orðið fyrirboði annars en er nú bara moluð bein, hundur bara ekkert nema hundur, svartur, hvítur eða öðru visi tómhentur sendiboði, af því hér er enginn leyndardómur utan þráður sá úr höndum okkar sem liggur yfrum hlutina, kringum flibbann á landslaginu og uppum ermarnar á stjörnunum. Undirrót hlutanna er ekki í hlutunum sjálfum hundur bara ekkert nema hundur, sem horfir stjörfum augum inn í sæta skel hrellinganna, dvel þú, fagra mynd. Verweile doch, du bist so schön Og Faust finnur að hann ber til hundsins ást sem sprottin er af örvæntingu líkt og örvænting sprettur af ást, veit hvað gera skal en gerir ekkert, þar eð hann hefur hvorki sárabindi né dýralækningaleyfi né umboð til að endurreisa heiður strætisvagna Undirrót hlutanna er ekki í hlutunum sjálfum og oftlega ekki á okkar valdi Faust bara veit. I fjarska vælir sírena og bjölluhljómur deyr, það er komið langt fram yfir páska, Wagner kemur inn að spyrja um heilsufarið. Blessaður maðurinn ætlar að lifa svo hann á dómsdegi geti rætt um yfirburði naftalíns hundurinn þaninn svo augasteinar hans spanna sjóndeildarhringinn og blaðsíðurnar undir honum skjálfa eins og fölar hvislandi varir. Og nú veit Faust að um það talar hann ekki, nema kanske í greinarmerkjum, kanske [ orðum í stórri nýrri bók. Þetta er víst einna líkast gráum minkapelsi yfir sál hans, eða búningnum sem óþekkti hermaðurinn ber innra með sér. Og því fer hann og byrjar nýtt málverk, eða glaðlegt smálag, eða stóra nýja bók. Það gerðist ekki neitt en við sáum það alltaf fyrir Öllu á botninn hvolft er tússblek elsta systir blóðsins og söngur endasleppur jafnt og líf og dauði og öldungis jafn laus við táknrænt gildi, jafn dularlaus og hægur. Þ. Þ. þýddi.

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.