Samvinnan - 01.10.1968, Side 42
SIGURÐUR A. MAGNÚSSON:
Ræða á almennum borgarafundi
í Gamla bíói 21. ágúst 1968
VALDNÍÐINGAR
Þessi dagur, 21. ágúst 1968, er einn af
mörgum sorgardögum Evrópu, en kannski
er hann einn þeirra sárustu vegna þess
hve hann ónýtti margar bjartar vonir og
lagði marga drauma í rúst. Sennilega má
telja þá menn hérlendis á fingrum sér,
sem mæla bót atburðunum í Tékkóslóvak-
íu í dag. Öll íslenzka þjóðin sameinast
í réttlátri reiði og fordæmingu á atferli
Rússa í bandalagsríki sínu. Sovézkir
valdamenn standa enn á ný framaní
jarðarbúum sem ómengaðir valdníðing-
ar og ótíndir kúgarar — miklu viður-
styggilegri og viðsjéurverðari en þeir svo-
kölluðu heimsvaldasinnar sem þeir eru
sífellt að skamma, vegna þess að þeir
níðast helzt á vinum sínum og sam-
herjum. Hafi það ekki verið ljóst íslenzk-
um kommúnistum og meðreiðarmönnum
þeirra, að Sovétríkin eru nákvæmlega
jafnheimsvaldasinnuð og önnur stórveldi
sögunnar hafa jafnan verið, þá blasir
það við þeim í dag, svo ekki verður leng-
ur um villzt. Örlög Ungverja fyrir tæp-
um tólf árum opnuðu að vísu augu
margra — en tíminn virðist bæði græða
sár og lækna vonsvik, og svo mátti líka
með góðum vilja afsaka aðfarir Rússa
í Ungverjalandi með ringulreiðinni sem
hin vopnaða þjóðaruppreisn olli. Þetta
virðast ýmsir hafa gert og þannig róað
slæma samvizku, en það er sjálfsblekk-
ing sem hefnir sín grimmilega einsog
nú er komið á daginn. Sovézkir valdhaf-
ar sýndu sitt rétta andlit í Ungverja-
landi haustið 1956, og þeir sýna það enn
í Tékkóslóvakíu á þessum degi, enda þótt
breytt hafi verið gerendum. Krústsjov
fær aldrei þvegið hendur sínar af blóði
Ungverja, og Breznéff mun aldrei geta
þvegið af Sovétstjórninni þá smán sem
hún hefur bakað sér í dag. Ég vil segja
við þá framtakssömu menn hér inni, sem
hafa gamnað sér við að brenna brúður
í gervi Johnsons Bandaríkjaforseta eða
glaðzt yfir slíkum aðförum (sem reynd-
ar er hvimleið eftiröpun á atferli út-
lendra mótmælenda) að félagi Breznéff
hefur nú tekið sér stöðu við hlið Johnsons
og deilir með honum þeim vafasama
heiðri að bera sök á svívirðilegustu at-
burðum síðasta áratugs. Sé sök Johnsons
í Víetnam og Grikklandi þung, vil ég
meina að sök Breznéffs og kumpána hans
á svívirðunni í Bíafra og nú innrásinni
í Tékkóslóvakíu sé sízt léttvægari.
Og vissulega er það umhugsunarvert,
að Rússar skyldu gera Bandaríkjamönn-
um viðvart í gærkvöldi, áður en þeir
réðust inní Tékkóslóvakíu.
Það ætti nú að vera öllum sjáandi
lýðum Ijóst, að ekki er umtalsverður
munur á tveimur voldugustu stórveldum
heims þegar sögunni víkur að valdníðslu
og kúgun smáþjóða. Þetta ættum við
íslendingar að festa okkur vel í minni
og hugleiða hvern virkan dag að minnsta-
kosti. Það virðist liggja í eðli stórvelda
að drottna, kúga, neyta aflsmunar, og
skiptir þá sáralitlu máli við hvaða þjóð-
skipulag þau búa. Lýðræðið einsog það
tíðkast vestanhafs, með sínum stórkost-
legu trúðahátíðum á fjögra ára fresti,
er engin trygging fyrir réttlæti, sanngimi
eða mannúð í alþjóðaviðskiptum, og
sósíalisminn eða kommúnisminn er enn
síður til þess fallinn að gera valdhafa
stórvelda réttsýna eða mannúðlega.
Við gerum okkur þetta vísast ljóst
velflest, og okkur líður ekki sérlega nota-
lega hér miðja vegu milli tveggja vald-
sjúkra tröllvelda grárra fyrir járnum.
Við leyfum okkur samt að vona, að ógæf-
an sæki okkur ekki heim, og vissulega
er hnattstaða íslands hallkvæmari en
hnattstaða Tékkóslóvakíu og Dóminíku.
En það er annar hrollkaldur sannleikur
sem okkur hefur vitrazt í dag. Fyrir tólf
árum voru Rússar einir um þjóðarmorð-
ið í Ungverjalandi, og fá af bandalags-
ríkjum Bandaríkjamanna hafa lagt þeim
lið við þjóðarmorðið í Víetnam, en í dag
verða flest svokölluð bandalagsríki Rússa
eða leppríki þeirra í Varsjárbandalaginu
til að leggja þeim lið við það níðings-
bragð sem þeir hafa drýgt í nafni sósíal-
ismans. Það kom mönnum kannski ekki
svo mjög á óvart, að í þeim hópi voru
Ulbricht og Kadar, höfuðtákn hinnar
sovézku kúgunar í Austur-Evrópu, en þar
í hópi var líka Gomulka nokkur í Pól-
landi — og ekki manna tregastur. Fyrir
tólf árum var þessi sami Gomulka í
hlutverki Alexanders Dubceks, þ. e. a. s.
hann var eitt af fórnarlömbum stalin-
ismans og kom fram sem frjálslyndur
umbótamaður og leiðtogi nýrrar kynslóð-
ar sem hverfa vildi frá villu pólitískra
fangelsana og allsherjar kúgunar. Nú er
þessi maður einn af böðlum frjálslyndra
stjórnarhátta í nágrannalandinu, enda
löngu horfinn frá hugsjón sinni einsog
skógurinn hvarf að heiman frá sínum
trjám í ljóði Tómasar.
Atburðirnir í Tékkóslóvakíu í dag voru
sennilega þeim mun sárari sem þeir
áttu sér lengri sögu. Atburðirnir í Pól-
landi og Ungverjalandi haustið 1956 urðu
skyndilega og óforvarandis, ekki sízt
þjóðaruppreisn Ungverja. Hinsvegar
höfum við fylgzt með atburðum í Tékkó-
slóvakíu í meir en hálft ár — beðið þess
milli vonar og ótta að hin djarfa og
merkilega tilraun Dubceks tækist. Við
voium víst mörg farin að trúa því ótrú-
lega. Nú hefur Brézneff og kompaní hins-
vegar afráðið að tilkynna heimsbyggð-
inni það með svo eftirminnilegum hætti,
að ekki fari framar milli mála, að komm-
únískt skipulag og kommúnískt þjóðfélag
þoli hvorki frjálsar umræður, frjálsa
fréttaþjónustu, frjálsa menningarstarf-
semi né frjálsa samvizku. Miðaldamyrk-
ur stalinískra stj órnarhátta og hugsun-
arháttar skal drottna frá Eystrasalti til
Kyrrahafs.
Ég fyrir mitt leyti fagna því í hvert
sinn sem kommúnistar kasta grímunni
og sýna sitt sanna andlit, vegna þess að
það er hæfilegt mótvægi við látlausum
fagurgala þeirra, en ég harma um leið
örlög þeirra milljóna sem búa þurfa við
yfirdrottnun hugsjónakerfis er hefux
umsnúizt í andstæðu sína og gert allt
hugsjénatal kommúnískra boðbera að
viðundri.
Ég hringdi í Halldór Laxness í gær í
sambandi við fyrirhugaða stofnun ís-
lenzkrar Grikklandshreyfingar, og tók
hann erindinu vel, en taldi hinsvegar
útí hött að rithöfundar væru að skipta
sér af alþjóðamálum. Vestan járntjalds
væri ekki tekið neitt mark á þeim, en
austan járntjalds væru þeir að vísu
teknir alvarlega, enda væru þeir þar
einskonar framlenging á armi valdhaf-
anna, fulltrúar þeirra og talsmenn, nema
þeir óhlýðnu sem geymdir væru á vit-
firringahælum. Hann taldi tilgangslitið
að efna til mótmæla gegn aðgerðum
kúgunar- og ofbeldisafla í heiminum.
„Þessir djöflar fara sínu fram, hvað sem
hver segir,“ sagði hann orðrétt. Þetta
vonleysissjónarmið má ekki verða ráð-
andi meðal okkar. Um það er engum
blöðum að fletta, að mótmælaöldurnar,
sem gengið hafa yfir heiminn að und-
anförnu, hafa haft sín á-hrif, bæði aust-
an tjalds og vestan. Án þeirra væri t. d.
sigurganga Eugenes McCarthys í Banda-
ríkjunum óhugsandi. Þessvegna heiti ég
á alla rithöfunda, fréttamenn og aðra
sem hafa aðstöðu til áhrifa á skoðana-
myndun almennings að láta ekki sitt
eftir liggja, en halda áfram að mót-
mæla ranglæti, svikum, ofbeldi og kúg-
un, hvar sem þessir bölvaldar mann-
kynsins koma fram. Að öðrum kosti hætt-
um við að vera mennsk, hættum við að
trúa á sigur lífsins yfir tortímingaröfl-
unum sem liggja við hvert fótmál og
vinna á þeim sem neita að halda vöku
sinni.
42