Samvinnan - 01.10.1968, Blaðsíða 47

Samvinnan - 01.10.1968, Blaðsíða 47
Ezra Pound sósíalrealísera listina og móta hana al- gjörlega að þörf valdhafanna. Kvikmyndir og sjónvarp ala með fólki dagdrauma og hugmyndir, sem eru oft- ast ekki í neinum tengslum við lífið og raunveruleikann; sama er að segja um vikublöð og hin svonefndu glæpablöð. Áhrif þessara fjölmiðlunartækja móta smekkinn og sljóvga tilfinningalífið, auk þess sem málfari er stórspillt. Áhrif þessa menningarlega neðanjarðargróðurs hafa einnig sín áhrif á alla skoðanamyndun í þjóðfélagsmálum. Útþynning og lágkúra einkenna þessi pródúkt, sem eru ýmist útþvæld öreigarómantík í sósíalrealísk- um stíl eða blanda kynóra, glæpa, til- finningavæmni og trúarþvælu, sem er ekkert nema svívirðilegasta guðníð. Þetta er sú fæða sem þjóðum tveggja voldugustu ríkja heims er ætluð, og njóta fleiri slíkra gæða. Skólakerfið var fyrrum talið vera leið til uppfræðingar almennings. Menn bundu vonir við aukna fræðslu og mennt- un, og um aldamótin síðustu gerðu menn sér ennþá glæstari vonir um þær breyt- ingar, sem víða voru þá gerðar á náms- efni skólanna með því að leggja niður eða rýra hlut klassískra fræða og leggja meiri áherzlu á „gagnlegra" námsefni. Menntun menntunarinnar vegna er nú svo til úr sögunni. Orðið menntun í eldri skilningi orðsins og þeim eina rétta er hæpin til þess að tjá þá „gagnfræði" eða atvinnufræðslu, sem nú er kostgæfð í skólum. Það á að gera mun á menntun og atvinnufræðslu, og nú er svo komið að atvinnufræðslan gegnsýrir allt fræðslukerfið. Uppfræðingarstefna 18. aldar var í nánum tengslum við klassíska menntun þeirra tíða, og þá voru menn ósparir að sækja fyrirmyndir að þjóð- félagsskipan og menningu í þær hug- myndir, sem menn gerðu sér af klassískri menningu Grikkja og Rómverja. Með iðnbyltingunni er eðlilega lögð Paul Valéry áherzla á atvinnumenntun; um og eftir aldamótin er tekið að stunda hana af enn meira kappi. Með aukinni sérhæf- ingu eykst þessi ástundun, og nú ein- kennir hún fræðslukerfi flestra landa. Hugsjónir þeirra manna, sem trúðu fastast á þroskagildi aukinnar fræðslu almennings, hafa ekki rætzt. Skólarnir hafa ekki opnað mönnum menningararf fortíðarinnar né gert þá næmari fyrir menningarverðmætum nútímans, að undanteknum þeim skólum, þar sem hin gamla klassíska menntunarhefð er enn tíðkuð. Skólakerfið þjónar ríkisvaldinu og er miðað við þarfir þess, þ. e. að gera manninn að hlutgengri samfélagsveru, en ekki er lögð nein alúð við þarfir mannsins sem einstaklings. Hugmynd kristninnar um einstakt eðli mannsins sem sálu gæddrar veru, er bæri í sér endalausa möguleika til sálræns þroska, sem væri aðal þessarar lífveru, er af- skipt. í stað þess miðast allar aðgerðir og stefna ríkisvaldsins við manninn sem efnahagslegt fyrirbrigði. Þessi einkenni miðrar 20. aldar eiga sér langa sögu og forsendur í liðinni tíð. Það var mjög eðlilegt að verk Kafka skyldu fá slíkan hljómgrunn, að fyrri heimsstyrjöld lokinni. Fáir hafa séð bet- ur vanmegnan og hjálparleysi einstak- lingsins gagnvart yfirþyrmandi raun- veruleika nútímans. Tónninn frá Kafka var tekinn upp af ýmsum skáldum eftir stríðið, viðbrögð þeirra voru ýmist ör- vænting og svartsýni eða flótti frá raunveruleikanum inn í fortíðina eða inn í sjálfan sig. Hannah Arendt segir að „svo virðist sem einstaklingurinn hafi gefizt upp fyrir ytri aðstæðum, hann láti reka, gefi upp einstaklingseðli sitt og lifi doðalífi . . . Það má vel vera, að okkar tímum ljúki í kyrrstöðu og niður- koðnun, sem engin dæmi finnist til í allri mannkynssögunni“. Aðrir hafa þá trú, að sé um of þrengt að einstaklingn- um með hrottaskap, niðurdrepandi kúg- un og andlegum doða umhverfisins, hljóti ætíð einhverjir að ranka við sér og sprengja af sér fjötrana. Þetta hefur gerzt í þeim löndum, þar sem mest gætir áhrifa ríkisvaldsins eða þar sem hóp- kenndin er sterkust. Þar verður ljóðið svaladrykkur og vonarglæta. Séu verk hinna mörgu eftirstríðsskálda borin saman við verk Rilkes, Valérys, Pounds, Yeats og Eliots, þá verður hlut- ur þeirra yngri ekki mikill. Tilraunir í rími og tjáningu eru aðeins tilraunir og í stað þess að vera heimsborgarar eins og eldri skáldin, eru þau yngri bundnari næsta umhverfi sínu og hreinpersónu- legri tjáningu. Merkustu verk síðustu þrjátíu ára eru eftir skáld millistríðsár- anna, og sum þeirra, eins og t. d. síðari Cantos Ezra Pounds, lakari fyrri verkum. Það er ekki hægt að vænta þess að heimurinn eignist marga menn á borð við Eliot og Valéry á sömu öldinni, ekki sízt þegar gætt er hinna öru breytinga og andmennsku-tilburða, sem einkenna þetta tímabil. Eldri höfundar og stefnur milli styrjalda hafa haft sín áhrif, en það er ekki hægt að benda á neina ákveðna stefnu í nútímaskáldskap. Ný- rómantík lifði sitt skeið á Englandi, einkum með Dylan Thomas; á Þýzka- landi gætti og gætir ennþá áhrifa af fyrirlestri Gottfrieds Benns, „Probleme der Lyrik“ (1951), og er þetta verk nokk- urskonar Ars poetica þýzkra nútíma- skálda. Valérys gætir hjá Bonnefoy, sem sumir telja fremstan af yngri kynslóð- inni á Frakklandi. Tilraunin er ein- kenni nútímaljóðsins, og engu skáldi hefur hingað til tekizt að túlka nútím- ann í öðru eins formi og Eliot tókst að tjá sína tíma í The Waste Land og Auden í fyrri kvæðabókum sínum. Þeir gerðu þetta báðir með því að skynja heim sinn svo sterkt, að þeir gátu tjáð hann í ljóði betur en hægt var að gera á ann- an hátt. Sumir telja þetta ekki gerlegt og segja, að tímarnir séu slíkir, að nútímaljóð geti ekki átt sér tilveru, nútíminn geti ekki orðið kveikja ljóða né bókmennta- verka, og skáldin hljóti því að leita sér útrásar í verkum þeirra tíma þegar menn lifðu lífinu, sem sé andstæðu nú- tíma doða og andlegs dauða. Samkvæmt þessu yrðu skáldin að heyja sér efni úr verkum fortíðar. Skáldið yrði að slíta sig algjörlega laust úr viðjum nútímans, loka sig inni í fílabeinsturni. Aðrir halda því fram, að slíta beri öll tengsl við fortíðina og eldri ljóðhefð, og yrkja beri ný ljóð. Heimurinn hafi tekið slíkum stakkaskiptum, að skynjun manna og meðvitund verði að aðlaga sig breyttri heimsmynd, sem sé mjög frábrugðin þeirri síðustu. Hvorugt stenzt, vegna þess að ljóðið tjáist með orðum, og tungan getur aldrei verið algjörlega hefðbundin né algjörlega ný; tungan lif- ir og breytist og einnig ljóðið. Ljóðið var í árdaga galdur, og ef til vill á það þrátt fyrir allt eftir að verða sá galdur, sem rýfur þoku forheimskunar og kveður niður róbótinn. 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.