Samvinnan - 01.10.1968, Side 49
það ekki. Og þetta eru einföld sannindi.
En felur ekki hugsunarháttur hvers og
eins þetta óbeint í sér, þ. e. samræmi eða
ósamræmi? í þessu sambandi mætti
taka fram, að þótt tvö andstæð sjónar-
mið geti komið fram sem ósamræmi, er
þetta ósamræmi eitthvað allt annað en
hinir hreinu þættir, sem það er saman-
sett úr. Á þennan hátt verða tilfinning-
arnar varar við takmörk sín eða viss
landamæri koma í ljós, sem þær kom-
ast ekki yfir án þess að breytast. Allt
miðar þetta að því, að maðurinn verði
að standa reikningsskil hugsana sinna,
að hann sé fórnarlamb þeirra. Það, sem
hann heldur sig hugsa í einrúmi, og
komi hvergi fram í gerð hans, verður
á sömu stundu hluti af honum, sem
hann getur ekki losað sig við.
Það, sem sagt hefur verið um til-
finningarnar, er tilraun til að skilgreina
þá aðferð, sem liggur til grundvallar
þessari grein. Þessi aðferð er langt í frá
að vera ný. Hún felst beint eða óbeint í
öllu því, sem ritað er.
Til eru hugsanir, sem leita samræmis
við athöfnina, og aðrar, sem beinlínis
nærast á ósamræmi við hana. Mætti
tala um heimspeki aðgerðaleysis og
heimspeki verknaðar. Þessar tvær and-
stæður eru verkefni þessarar greinar og
eru kallaðar hér heimur harmleiks og
heimur sagnleiks.
Hvers vegna boðar sagnarandinn að-
gerðaleysi? Hvað er það í hugsun hans,
sem leiðir til þess mikla djúps, sem er á
milli hugsana og gerða og orsakar þann
andlega dauða, dauða allra tilfinninga,
sem er ávöxtur hans? Þar er fyrst að
telja, að hinn hlutlausi sagnarandi, sem
tekið hefur að sér að segja hlutlaust
frá, sækir beinlínis allan sinn kraft til
þeirrar fjarlægðar, sem hann heldur sig í
frá söguefninu. Sögumaður — sagan.
Þetta eru hin tvö öfl, sem togast á í sagn-
leik. En til hvers sögumanninn? Hvernig
réttlætir sagnleikurinn hann? Ljóst virð-
ist vera, að þegar um mannlegan verkn-
að er fjallað sem söguefni þarf til sögu-
mann og öfugt. En einmitt þessi nauð-
syn, sem skynjuð er í upphafi, sögu-
maður — sagan, ákvarðar alla bygg-
ingu þessa heims síðar. Þess vegna stöldr-
um við hér við og reynum að leita upp-
hafsins, ef eitthvert slíkt upphaf er til.
Upphafsstaðar sagnieiks virðist vera
að leita í fortíðarskyni hans. Um mann-
legan verknað er fjallað sem sögu, þ. e.
eitthvað sem sagt hefur verið. Til þess
að fortíðarskyn fái staðizt verður að
vera bil á milli verknaðarins og þess sem
framkvæmir hann. Margt virðist geta
stuðlað að slíku lífsviðhorfi. — En hér
er augljóslega um lífsviðhorf að ræða: að
skynja sig í fortíð, að fjalla um nútíðina
sem komandi fortíð. Óhugsandi er að
líta á sagnleik einungis sem bókmennta-
form, vegna þess að slíkt bókmennta-
form fær ekki staðizt án stuðnings frá
því sem er lifað. Þetta skýrist, þegar
rætt verður síðar um harmleikinn, þar
sem ekkert hindrar að um fortíðina sé
fjallað á máli harmleiks, þ. e. í nútíð,
og þá skýrist það, sem sagt hefur verið,
að sagnleikurinn er aldrei einungis bók-
menntaform. Hann fær alltaf stuðning
frá lifandi fortíðarskyni. Um annað
þekkjast ekki dæmi. Enda hefðl slíkt
láðs- og lagardýr, sem gæti á einhvern
hátt brugðið sér í mörg líki, með ósam-
ræmi sínu glatað öllu hugsanlegu sam-
ræmi; bil hefði myndazt á milli verkn-
aðarins og þess sem framkvæmir hann,
og þar með væri harmleikurinn glataður
að fullu og öllu. — En hvað er það, sem
stuðlar að því, að menn taka að lifa í
fortíð? Freistandi væri að skýra hinn
íslenzka sagnleik með landfræðilegri legu
landsins. Allt virðist stuðla að því, að hér
á landi skapist sterkt fortíðarskyn. En
slík skýring væri ekki almenn, enda þótt
gildi hennar sé ekki neitað. í annan stað
er slíkt upphaf tilfinninganna ekki efni
þessarar greinar, heldur höfundurinn og
verkið, ekki höfundurinn og umhverfi
hans. í þessu tilliti ber nauðsyn til að
takmarka sig, því að fyrir verður allt og
ekkert. En slík takmörk eru annars tví-
ræð og alls ekki skýr. Það sem gengið
verður út frá hér er, að nútíðinni er neit-
að eða um hana fjallað í fortíð, en þetta
fortíðarskyn ákvarðar síðan alla þá
byggingu, sem á eftir kemur. En þetta
atriði má skýra á annan hátt.
Þar sem sögumaður sér söguefni sitt
úr fjarlægð, verða honum mistök alls
mannlegs verknaðar ljós. Þess vegna
hryllir hann við allri náinni snertingu við
söguefnið, að lifa í nánustu nútíð. En kýs
að virða söguefnið fyrir sér óhultur úr
fjarlægð. Þetta er skýringin á því, að
allar tilfinningar eru sagnleiknum fjar-
lægar. Sagnleikurinn er beinlínis gerð-
ur til þess að leyna þeim. Allt er sagt
undir rós. Fagurfræði hans nær há-
marki, þegar honum tekst að gefa í skyn
mannlegt líf, án þess að beint sé gengið
til verks, án þess að mistökin komi í ljós.
Sagnleikurinn sættir menn þannig við
örlög sín. En örlög sagnleiks eru, eins og
sagnleikurinn sjálfur, af skynsamlegri
rót. í andstöðu við örlög harmleiks, sem
eru leyndardómsfull og fullkomlega sam-
einuð verknaðinum. Nánari skýring á
þessum mismun er, að örlög í sagnleik
eiga upptök sín í sögumanni. Stundum
er sem sögumaður geti ekki stillt sig um
að gefa dálítið í skyn, það sem síðar
á sér stað. Hrútur sá þjófsaugu í Hall-
gerði ungri, sem boðar síðar þjófnaðinn,
er hún tók þátt í, án þess að þessi ör-
lög séu í nokkru sambandi við sjálfan
þjófnaðinn síðar, sem er skýrður á skyn-
samlegan hátt, þegar hann loks á sér
stað. Hinn skýri, einfaldi heimur sagn-
leiks býr yfir þeim tónstiga tilfinninga,
eða réttara sagt þeirri vöntun á tilfinn-
ingum, sem honum er eiginleg. En sér-
hver tilfinning, geðbrigði er heimur út af
fyrir sig, sem lýtur sínum eigin lögmál-
um. Til er sérstakur heimur reiðinnar,
gleðinnar. Það, sem kallað hefur verið
einu nafni örlög, getur átt óendanlega
margar uppsprettur. Örlög sagnleiks eru
háð þeim ramma, sem hann sníður sér,
og það sama á við um örlög harmleiks.
Það eina, sem er þessum tvenns konar
örlögum sameiginlegt, er nafnið.
En nú myndi kannski einhver segja,
að það sem sagt hefur verið um ólík ör-
lög í sagnleik og harmleik sé ekki annað
en tvennar umbúðir um sama hlut, þ. e.
lífið sem er eitt og óskipt. Þessu er til
að svara, að eitt er lífið sem algild verund
og annað ýmiss konar mannleg athöfn
sem sundurleit túlkun á þessu sama al-
gilda lífi. En er unnt í þessu tilliti að
gera greinarmun á umbúðum og inni-
haldi? Er ekki mannleg athöfn einmitt
mannleg, vegna þess að hún er sérstök,
þ. e. ekki algild? Við rekum okkur ávallt
á sama hlutinn. Skynsemisrödd sagn-
leiks reynir sífellt að sannfæra okkur um,
að allt sé sameinanlegt. Ekki sé til
nein ein saga, -aðeins sögur. Og í þessari
góðgirni sinni að leitast stöðugt við að
sætta hin sundurleitustu sjónarmið
fær hann á sig blæ raunsæis. En í þess-
ari samningsumleitun verður sagn-
persónan einnig af þeirri -einu þátttöku,
sem hún á völ á. Hún hefur reynt að
sætta það, sem er ósættanlegt, og vegna
þessa verður allt hennar framlag litað
hinu almenna, sem enginn fær hönd á
fest. Þessu er öðru vísi farið um hina
harmþrungnu persónu. Hún leitar ekki
eftir neinum samningsviðræðum. Engin
málamiðlun kemur til greina. Og á sömu
stundu hefst hin vonlausa barátta. Það
er sem hin harmþrungna persóna gjaldi
þess að ver-a mannleg, og að hún vilji
sameinast hinni -eilífu veru. Þannig leitar
hún út úr sjálfri sér og berst fyrir því,
sem er heilt og óskipt. í algjörri mótsögn
við sagnapersónuna, sem sækist eftir
hinu almenna, er og lifir það sem er
almennt, það sem tekur í sig óendan-
lega mörg sjónarmið, án þess að nokk-
urt eitt þeirr-a skagi út úr.
Upphafsafstaða sagnleiksins er að
fjalla um lífið sem sögu, úr fjarlægð.
Ég verður hann; það — var sagt. Lengra
aftur en þetta verður ekki haldið. í
hita baráttunnar tekur maðurinn þá af-
stöðu að snúa baki við því lífi, sem er
sífelld verðandi. Út við sjóndeildarhring
hans birtast geislar sólar, sem hnigin er
í hafið, og um stund litast það rauðgulln-
um lit. Lagt er frá landi í skyndingu, og
þessum hverfandi geislum sólarinnar er
fylgt af örvæntingarfullum áikafa, því
að brátt týnist ströndin sjónum.
Upphafs sagnleiks og fortíðarskyns
hans er því að leita í afstöðu hans til
mannlegs verknaðar, sem hann skynjar
sem mistök. Og mælikvarði hans er allt,
sem er liðið. í harmleik er ekkert liðið;
allt er. Og h-ann sættir áhorfandann
einnig við líf sitt. En hann skynjar mann-
legan verknað þrátt fyrir allt sem sigur,
verður „háspekileg huggun", eins og
Friedrich Nietzsche sagði. Því að alltaf
hefur hann haft í huga endalok sín skoð-
uð út frá nútíðinni, þ. e. eitthvað sem
er í vændum en hefur ekki enn átt sér
stað. Endir sagnleiksins hvílir aftur á
móti þungt í upphafi hans. Frásagan
hefst yfir sviðinu auðu: Þorsteinn höfði
hét maður. Hann bjó á Hörgslandi . . .
Harmleikurinn er leikinn í nútíð.
Verknaðurinn (sbr. dr-ama: verknaður)
er sýndur á sviði og gerist þar og hvergi
annars staðar. Og hann hefst um leið
og kórinn hefur upp raust sína. Þetta
hindrar samt ekki, að harmleikaskáldið
49