Samvinnan - 01.10.1968, Page 50

Samvinnan - 01.10.1968, Page 50
sæki efni sitt til fortíðarinar, sem hann reyndar oftast gerir. Það er greinileg tilhneiging hjá harmleikaskáldinu til að leita uppi í fortíðinni miklar persónur og göfugar, bæði vegna uppruna síns og eins vegna hryllilegra örlaga. Þessi til- hneiging er „barnaleg" tilraun til þess að afsaka hina stórkostlegu atburði, sem eiga samkvæmt Aristótelesi að vekja í senn hrylling og meðaumkun. í Grikk- landi á fimmtu öld f. Kr. voru harm- leikarnir sýndir á Díónýsosarhátíð á vor- in, á hátíð vínguðsins þar sem árstíða- skiptin voru ofarlega í huga. Grikkinn fór á harmleik til að hreinsa sig. í mikil- leik athafnar hinnar harmþrungnu persónu sættir hann sig við hin óumflýj- anlegu mistök lífsins og ekki sízt dauð- ann. Harmleikurinn verður honum „há- spekileg huggun“. í hugmynd Grikkja um Díónýsos verður vart einkennilegs bræðralags lífs og dauða. Þekktar eru launhelgar hans, sem voru ekki sízt stundaðar af konum, sem fóru út að næt- urlagi og dönsuðu í tryllingi á afviknum stöðum. Og var sem þær yrðu eitt með náttúrunni; það var sem lífið og dauð- inn eða maðurinn og náttúran samein- uðust í þessum dularfulla syni Seifs, sem Díónýsós var. En harmleikurinn á Díónýsosarhátíð hefur áreiðanlega ekki þurft á neinni af- sökun að halda, þótt tryllingur hans væri í ætt við vínguðinn. Allt hefur bók- staflega stuðlað að því að styrkja hið mikilfenglega nútíðarskyn hans, bæði form og innihald og eins umhverfið, Grikkland fimmtu aldar. II. Sagnleikurinn er hinn eilífi saman- burður. Hið venjulega er stöðugt borið saman við hið óvenjulega. Grundvöllur hans og viðmiðun er því það sem er al- mennt. Spennan í sagnleik er bókstaf- lega borin uppi af þessum samanburði: venjulegt — óvenjulegt. í harmleik aftur á móti er enginn samanburður, engin viðmiðun, nema ef vera skyldi að hin harmþrungna persóna beri sjálfa sig ósjálfrátt saman við eitthvað, sem er fyrir utan sjálfan leikinn, guðlegt afl eða einhverja hugsaða fullkomnun. Þetta verður ljóst, þegar haft er í huga, að í harmleik er ekkert almennt, heldur allt óvenjulegt, sérstætt. Og það er greinileg tilhneiging hjá þeim, sem er mótaður af anda sagnleiks, að vilja komast hjá öllum samanburði. Og til þess gerist hann sagnarandi, verður „stikkfrí", tek- ur að lifa í ímynduðum, hlutlausum heimi fyrir utan allt raunverulegt líf, tekur að segja hlutlaust frá. Ótti hans er óttinn við hinn óhagstæða saman- burð, það sem er hlægilegt. Það sem ekki er til í harmleik, það sem verður til við samanburð þess sem er venjulegt og þess sem er óvenjulegt: hið hlægilega. Og sagnapersónan tekur að segja frá, gerist sagnarandi, til þess að komast hjá allri þátttöku og þar með öllum samanburði, tekur að segja af lífi og sál sögu, og ef verkast vill kjaftasögu. Á máli tilfinninganna verður hlutleysi sagnleiks eða þátttökuleysi allt annað en fullkomið tóm, vegna þess að slíkt tóm er ekki til. Tilfinningaleysi hefur í för með sér ákveðin geðhrif, sem eru allt annað en hlutlaus, þ. e. ákvarða á sín- um tíma athöfn. En þetta er stærsti misskilningur sagnleiks: að halda að til sé hið fullkomna tilfinningalega hlutleysi. Styrkleiki sagnleiks myndi vera sá, að öll hans hreyfing miöar að aðlögun. Sagnapersónan verður á undarlegan hátt ósæranleg, stendur hvorki né fellur með verkum sínum. Og fullnaðarsigur henn- ar er fullkomin lausn frá samanburðin- um. Það sem sagt hefur verið hér um harmleik og sagnleik eru öfgar þessara tveggja heima, sem ef til vill finnast sjaldan í sinni hreinu mynd. En ljóst hlýtur að vera, að þessi tvö sjónarmið eru ósættanleg. Og jafnframt að fyrsta skref í sagnleiksátt, að taka að lifa í fortíð, ákvarðar síðan allt sem á eftir kemur. Allir þeir góðviljuðu andar, sem allt vilja sameina, jafnvel harmleik og sagnleik, hafa að vísu ekki misst af sagnleiknum, en harmleikurinn er þeim glataður fyrir fullt og allt um leið og einhver samkomulagsvilji tekur að hrær- ast með þeim. III. Nú dylst engum, að sagnleikurinn er ekki óalgeng lífsafstaða í nútímanum, og ekki einungis á íslandi. En það sem er sérstætt við islenzkan anda er, að hann sækir og hefur sótt eingöngu styrk sinn í þetta lifsviðhorf, sem er sagnleikur- inn. Hvert sem litið er, eru linurnar skýrar. Engin hætta er á grófri alhæf- ingu, sem þó verður vart komizt hjá í skrifum sem þessum. Reglan er án minnstu undantekningar. Einn frjáls- lyndasti hugvísindamaður íslenzkur, Sig- urður Nordal, er jafnvel dæmigerður sögumaður, enda þótt erfitt sé að hugsa sér nútímahugvísindi séð í ljósi þýzkr- ar 19. aldar söguspeki. En hvert sem Sigurður beinir sjónum sínum, sér hann allt í sögulegu ljósi. Getuleysi íslenzkra samtímamanna hans gerir hann stöðugt örvæntingarfullan. Og viðbrögð hans verða ætíð að snúa sér til fortíðarinnar og fegra hana. Eins og fögur fortíð gagni villuráfandi íslendingum tuttugustu ald- arinnar! Hefur ekki einmitt fortíðarskyn íslenzkrar þjóðar alið á aldalöngum aum- ingjaskap hennar? Bar og ber ekki enn nauðsyn til að hérlendri „mystífika- sjón“, sem „íslenzk menning“ er, ljúki, að nútíðinni sé mætt skýrum sjónum? En það er ógæfa þeirra, sem á söguna trúa, að þeir fá ekki greint á milli þess sem er og síns eigin söguskilnings. Þann- ig er þeim fyrirmunaður verknaðurinn, hin beina athöfn og afleiðingar hennar. Sjónarmið Sigurðar Nordals kemur skýrt fram í merkilegri grein, sem hann reit og kallaði „Líf og dauði“. Þar leitast hann við að samræma þau tvö ósætt- anlegu sjónarmið, sem eru sagnleikur og harmleikur. Ekki verður betur séð en hann gangi þess ekki dulinn í lokin, að honum hafi tekizt þessi sameining undravel. Lifsviðhorf hans kemst fyrir í setningunni: Laun dyggðarinnar er synd- in. En við hvaða synd á hann? Synd dyggðarinnar? Velvilja hans er ekki að efa, en ruglingurinn getur ekki verið meiri, vegna þess að hann hefur aldrei haft raunverulega athöfn í huga. Og hann ætlaði að sameina skáldið og fræði- manninn. Hvaða skáld? Hvaða fræði- mann? Skáldfræðimanninn? í íslenzkum bókmenntum getur að líta hið sama. Sagnleikurinn blasir alls stað- ar við. En ekki hinn heiðni sagnleikur, sem enginn neitar að hafi skapað merki- leg verk að svo miklu leyti, sem slíkt er gerlegt innan ramma hans, heldur get- ur að líta sagnleikinn úrættaðan. Hvergi í nútímabókmenntum íslenzk- um örlar á harmþrungnum tóni. Guð- bergur Bergsson á að heita nútímalegt skáld, sem hann er ekki, heldur upp- gjafasagnamaður. Hann notar bók- menntaform kennt við nýróman, sem er gert til að losna undan viðjum frásög- unnar. Þetta vinnuglaða, íslenzka ung- menni hikar ekki við að nota þetta „and-epíska“ bókmenntaform til þess að segja sögu! Drama í eiginlegum skilningi þess orðs er ekki til í íslenzkum bókmenntum. „Snæfríður íslandssól", sem á að vera vel heppnað, íslenzkt drama, er ekki drama, þ. e. fæst ekki við athöfn. Þetta einkenni- lega háðska verk er sagnleikur, sem nær- ist á því, sem ekki er til í sjálfu verkinu, ekki í höfundinum, heldur í áhorfand- anum, á því sem er þjóðlegt. Það er at- hyglisvert að athuga, hvernig sagna- maðurinn Halldór Laxness reynir af fremsta megni að skrifa drama. Senni- lega finnast ekki viðlíka tímaskekkjur á byggðu bóli sem þessar tilraunir hans. Hann reynir að troða upp á senu með sagnleik sem læzt vera harmleikur, segja sögu innan þess ramma sem er ætlaður athöfn. Halldóri Laxness hefur aldrei tekizt að skrifa fyrir leiksvið: sýna hina nöktu, algildu, mannlegu athöfn. Skýringin er einfaldlega sú, að hann er ekki aðeins sögumaður í verkum sínum, heldur einnig í sínu lífi. Annað væri óger- legt, eins og sýnt hefur verið fram á. Um annað þekkjast reyndar ekki dæmi. í lífi sínu hefur hann fjallað um sjálf- an sig sem hlut. Hver hefur ekki gortað af því að hafa lifað gjörsamlega við- burðasnauðu lífi? Eða hver hefur ekki hafið að skrifa ævisögu sína þegar á unga aldri, bókstaflega samið líf sitt á bók fyrst, á undan öllu lífi? Enda er líf hans hvergi til nema á þeim blöðum, sem hann hefur af atorku fyllt orðum alla sína ævi. Með þeim stendur hann og fellur. En um mannlegan verknað hefur hann aldrei fjallað. Okkar timar eru „tragískir“ tímar. Undan afleiðingum hins beina verknaðar er ekki unnt að sleppa. Fjölmiðlunin sér um það. Morðið hefur verið flutt inn á stofugólf hvers og eins. Og hjá því að taka afstöðu með eða móti verður ekki komizt. Þess vegna er það brýnast verk- efni fyrstu borgaralegrar kynslóðar, sem ísland hefur alið, að brjóta niður hinn heimska sagnleik. ísland nútímans er sagnleikurinn úr- kynjaður — kjaftasaga. 50

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.