Samvinnan - 01.10.1968, Síða 61

Samvinnan - 01.10.1968, Síða 61
Eplabuff. 600 g. hakkað kinda- eða nautakjöt 2 meðalstórar soðnar kartöjlur 1 egg salt og pipar 75 g. smjörlíki 2 epli steinselja Blandið kjöti, kartöflum (þær eru áður marðar með kartöflu- pressu), eggi og kryddi saman. Mótið úr því 8—10 jafnstórar buffkökur og steikið þær í helmingnum af smjörlíkinu; bætið því sem eftir er af smjörlíkinu á pönnuna ásamt 2—3 msk. af heitu vatni og steikið kökurnar áfram við hægan hita í nokkrar mínútur (5—6 mín). Raðið kökunum á fat og hellið smjörsósunni yfir. Steikið eplasneiðarnar í smjöri og raðið þeim yfir buffið. Skreytt með steinselju. Einnig er ágætt að hafa rauðrófubita á hverri eplasneið. Borið fram með soðnum eða frönskum kartöíl- um og hráu salati. FrönsJc lauksúpa. 300 'J laukur 2 msk. smjörliki lVz l. kjötsoð eða vatn og súputeningar salt og pipar ejtir bragði Flysjið laukinn og skerið hann í þunnar sneiðar. Hitið smjör- líkið í súpupottinum og ljósbrúnið laukinn. Hellið heitu soðinu yfir og kryddið eftir bragði. Sjóðið í 15—20 mín. Smyrjið litlar hveitibrauðssneiðar og hyljið þær með rifnum osti (beztur er sterkur ostur). Bakið ostsneiðarnar í ofni við um 200 gráðu hita, þar til osturinn er bráðnaður og ljósbakaður. Ostsneiðarnar eru látnar á súpudiskana áður en heitri súpunni er ausið á þá. Súkkulaðiábœtir. 80 'J- suðusúkkuiaði 4 egg 2—3 dl. rjómi Rauðkálssalat: V4 uud< muðkáishöjuð 1—2 appelsínur 1—2 msk. púðursykur Rífið rauðkálið á grófu rifjárni eða skerið það í mjóar ræm- ur. Flysjið appelsínuna, skerið hana í bita og blandið saman við rauðkálið ásamt púðursykrinum. Ef rauðkál er ekki fáanlegt er hvítkál haft í staðinn. Saman við salatið er gott að blanda þeytt- um rjóma. Bræðið súkkulaðið við hægan hita í vatnsbaði og liafið lok yfir ílátinu, svo að gufa komist ekki að súkkulaðinu. (Ath. að hitinn á vatninu má ekki fara yfir 50 gráður). Látið súkkulaðið kólna nokkrum mínútum áður en rauðunum er hrært saman við, einni í senn. Stífþeytið hviturnar og blandið þeim varlega saman við og síðast þeyttum rjómanum. Berið ábætinn fram vel kaldan í ábætisskálum og skreytið hann með þeyttum rjóma og rifnu súkkulaði. Gott er að hafa niðursoðnar perur í þennan ábæti, og hann verður bragðmeiri ef 1—2 msk. af sterku kaffi er bætt í súkkulaðið. 61

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.