Samvinnan - 01.10.1968, Page 64

Samvinnan - 01.10.1968, Page 64
bylting skáldsögunnar í sér að hafnað er „reglum“ hefðbund- innar raunsæilegrar frásögu — t. d. um frásagnarhátt (fyrsta eða þriðja persóna), tímaröð, venjulega „rökvísi" í atburðarás o. s. frv. 4) Hvar kemur fram í Ást- um samlyndra hjóna áhuga- verð mórölsk og pólitísk gagn- rýni samtíðarinnar? —• Hvarvetna í bókinni er fjallað um samtíðina og sam- tíðarefni, ekki sízt sambúð ís- lendinga og hersins í landinu, sem er aðal-stef bókarinnar, þjóðlegt, pólitískt, fjárhags- legt og kynferðislegt siðgæði í þessu sambýli, og er öll þessi lýsing fullkomlega neikvæð, ég nefni til dæmis sögur eins og Rakstur og Ellefta atriði. Gagn- rýni höfundar kemur að mínu viti fram í hinni auvirðilegu mynd samtíðar sinnar sem hann dregur upp með þess- um hætti — ekki í neinni beinni umvöndun eða siðaboð- un. 5) Hvernig á aö þekkja þessa gagnrýni frá rausi og skvaldri þegar glottið er alls staðar í fylgd með setningunum? — Ja, nú vandast máhð, þarna gerðirðu mig bit Guð- mundur. Fyrir minn smekk getur gagnrýnin neikvæð lýs- ing verið áhugaverð þó að „glottið sé í fylgd með setn- ingunum". Ummæli Guðmund- ar Inga um Birting Voltaires benda hinsvegar til að hann óski eftir einhvers konar upp- byggingu um leið, ákveðinni siðaboðun og skoðun sem hann geti dregið lærdóm af. Við þeim veikleika kann ég engin ráð að leggja — ég hef sem sagt ekki áhuga á þvi að fá Guðberg Bergsson né aðra höf- unda til að predika yfir mér siðferði heldur til að segja mér sögur. Ólafur Jónsson. ATHUGASEMD Til að girða fyrir misskilning vil ég taka fram, að ekki er fyrirhugað framhald af grein minni „Stefnur í bókmennta- könnun," sem birtist í síðasta hefti Samvinnunnar. Tölustaf- urinn I, sem stendur undlr fyr- irsögn hennar, slæddist þar inn fyrir mistök. Eysteinn Sigurðsson. ATLAS PERMA-GUARD FROSTLÖGUR Höfum fengið nýja sendingu af ATLAS frostlegi. Vegna hagkvæmra innkaupa, bjóðum við þennan þekkta og viðurkennda frostlög á lægra verði en á liðnum vetri. Hin nýju verð eru sem hér segir: í 1 /1 lítra dósum kr. 57.00 dósin í 1/1 U.S. gall. dósum — 210.00 dósin í tunnum................ — 43.25 lítrinn OLÍUFÉLAGIÐ HF. Klapparstíg 25/27 — Reykjavik eru heimskunn fyrir gæði Skermastærðir 11“, 19“, 23“, 25“, við allra hæfi Söluumboð: í kaupfélögum um allt land. Komið og skoðið. Hringið eða skrifið eftir upplýsingum. ,0A«fv.£ RAFTÆKJADEILD — HAFNARSTRÆTI 23 64

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.