Samvinnan - 01.04.1971, Page 9

Samvinnan - 01.04.1971, Page 9
„Ég lýsi hér með yfir opnun sýningarinnar." Franz Joseph fór eitt sixm á villisvínaveiðar með veiði- meistara sínum. Veiðiferðin var vel undirbúin, og á réttu augnabliki birtist göltur í skot- máli. Keisarinn hleypti strax af, en honum auðnaðist einungis að særa göltinn. Hann stóð grafkyrr andartak, en æddi svo hamstola í átt til keisarans. Ástandið var alvarlegt og há- tignin í bráðri lífshættu. Veiði- stjórinn brá við skjótt, lyfti byssu sinni og lagði göltinn að velli með öruggu skoti. Andartaksþögn ríkti eftir þennan viðburð. Veiðimeistar- inn andaði léttar og bjóst við þakklætisvotti frá keisaranum. En Franz Joseph, sem hafði staðið við hliðina á honum með byssuna tilbúna til að skjóta, lét hana síga hægt til jarðar aftur. Síðan sneri hann sér að veiðistjóranum og sagði með þungri áherzlu á hverju orði: „Hvor er það sem er að skemmta sér hér, ég eða þér?“ Þegar Franz Joseph heim- sótti sýningu nokkra í Búda- pest, var hann kynntur fyrir fjölmennum hópi fyrirmanna, sem stóðu að sýningunni. For- stjórinn nefndi nafn hvers ein- staks: „Herra X — Hans há- tign, Herra Y — Hans hátign, Herra Z — Hans hátign“ o. s. frv. Þegar þessi skrípaleikur hafði staðið yfir um stund, hvíslaði keisarinn að forstjór- anum: „Nú held ég, að hinir herr- amir séu búnir að fá pata af því, hver ég er.“ Verzlunin P F A F F Skólavöröustíg 1A — Sími 14725 b æ n d u r rússneskar DRÁTTARVÉLAR BÆNDUR HAFA SÍÐASTLIÐIN 6 ÁR SANNAÐ ÁGÆTI SITT HÉR Á LANDI. FULLKOMNAR AÐ ÖLLUM ÚTBÚNAÐI. T60 KRAFTMIKLAR — STERKBYGGÐAR. Ódýrustu dráttarvélarnar á markaðinum miðað við stærð og tæknilegan útbúnað NÝÁRGERÐ — BREYTT ÚTLIT Verð á T-40, 40 hestafla loftkældri vél, með húsi og öryggisgrind, vökvastýri, varahlutum og verkfærum: AÐEINS KR. 182.000,00 Fyrirliggjandi til afgreiðslu nú þegar. BJÖRN & HALLDÓR HF. Síðumúla 19 Sími 36930 Reykjavík

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.