Samvinnan - 01.12.1984, Blaðsíða 23

Samvinnan - 01.12.1984, Blaðsíða 23
þeirra spilaði á biwa strengjahljóðfær- ið, önnur söng og sú þriðja dansaði í takt við angurværa strengjahljóminn. Við vorum þarna komin langt aftur í aldir. Fyrsta heimsókn okkar var til borg- arinnar Hachinohe, sem er svo til nyrst á aðaleyjunni, Honshu. Þangað var flogið frá Tokyo. Hachinohe er 250 þús. manna borg. Þar er önnur mesta fisklöndunarhöfn í Japan. Við skoðuðum þar fiskvinnslustöðvar og eldisstöðvar fyrir skelfisk og flatfisk, heimsóttum fylkis-samvinnusamband fiskimanna og áttum viðræður við forystumenn þess. Ég fór þarna á fiskmarkaðinn kl. 6 að morgni þar sem fiskur var boðinn upp til sölu. Var það mjög forvitnilegt. Frá Hachinohe var flogið til Osaka °g keyrt þaðan til Kyoto og tveggja daga dvölin þar fannst mér kóróna ferðarinnar. Kyoto var höfuðborg Japans í 1000 ár. Ferðafélagar okkar voru framúr- skarandi gott fólk, venjulega tveir frá gestgjöfum okkar og svo túlkurinn vel menntuð og afar geðþekk stúlka, sem hét Itsuko. í Kyoto eru um 1300 Búdda-musteri og 300 shinto-hof og ótal margir klettagarðar. Við skoðuð- um aðeins 18 musteri og hof þessa tvo óaga í Kyoto, eitt þeirra hafði 1100 Búddastyttur úr bronsi uppistandandi 1 fullri hæð. Klettagarðarnir og trén vöktu þó ekki síður hrifningu okkar. ® Óhagstæður viðskiptajöfnuður Við dvöldum síðustu 3 dagana í Tokyo a fundum með gestgjöfum okkar og forystumönnum Zengyoren. Ég flutti fyrirlesturinn eins og til stóð og þar mættu ýmsir fulltrúar úr stofnunum sjávarútvegs og samvinnufyrirtækja. Fað gladdi mig að sjá þar fulltrúa viðskiptafyrirtækja Sambandsins í Japan. Fiskútflutningur okkar til Jap- an hefur stóraukist á þessu ári. Eftir fyrirlesturinn gekkst Zengyor- en fyrir móttöku, þar sem tækifæri gafst til að blanda geði við ýmsa þá sem mættir voru á fyrirlestrinum. Einum degi í Tokyo var varið til að ræða viðskiptamál við ýmsa aðila, en samvinnumenn höfðu undirbúið þær heinrsóknir. Árangur af þeim er að koma í ljós með nýjum viðskiptasam- höndum, bæði varðandi sölu á íslensk- um vörum til Japans og kaupum á nýjum vörum þaðan. Það er mjög mikilvægt fyrir okkur Islendinga að auka útflutning okkar til Japans. Vöruskiptajöfnuðurinn hefur verið okkur mjög óhagstæður. Á árinu 1983 keyptum við vörur frá Japan fyrir rúmar 32 milljónir dollara á Cif-verði. Áf þessari upphæð var verðmæti bif- reiða 13.6 millj. dollara og rafmagns- og rafeindatækja 6.8 millj. dollara. Fob-verðmæti útflutnings okkar var hins vegar 20.9 millj. dollara og af þessari upphæð voru hvalafurðir og málmblendi 18.3 millj. dollara eða tæp 88% af útflutningnum. Ef við neyðumst til að hætta hvalveiðum árið 1986 mundi það þýða minnkun á útflutningnum um 7—9 millj. dollara. Við þurfum því að finna nýjar útflutn- ingsafurðir og í því sambandi bind ég miklar vonir við frystar fiskafurðir. • Eins og skemmtilegur draumur Við lögðum af stað heim hinn 29. september og höfðum tveggja daga viðdvöl í Singapore á leiðinni. Heim- ferðin gekk vel og eftir á að hyggja fannst okkur þessi Japansferð eins og skemmtilegur draumur, draumur sem þó rættist í veruleikanum. Ef ég væri að því spurður að lokum, hvað stæði mér efst í huga eftir dvölina í Japan, mundi ég velja heim- sókn í Daisen-In musterið í Kyoto, þar sem við ferðafélagarnir settumst niður að japönskum sið á svalir must- erisins og horfðum í algjörri þögn á litlu klettana, sem stóðu upp úr slétt- um fleti musterisgarðsins þöktum hvítum skeljasandi. Einfaldleikinn og kyrrðin í þessu sérstæða umhverfi talaði til okkar á táknmáli sínu á ógleymanlegan hátt. Einfaldleikinn og kyrrðin í þessu sérstæða umhverfi talaði til okkar á táknmáli sínu á ógleymanlegan hátt. Það er ógleymanleg reynsla að setjast niður að japönskum sið á svalir musteris og horfa í algjörri þögn á sérstætt og framandi umhverfi. 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.