Samvinnan - 01.12.1984, Blaðsíða 64

Samvinnan - 01.12.1984, Blaðsíða 64
Með fiðluna á bakinu Fáni Söngfélagsins Heklu á Akur- eyri. ara náms og hinn 14. janúar 1893 skrifaði hann bæjarstjórninni á Akur- eyri eftirfarandi bréf: Eg hef um nokkur undanfarin ár gjört ýmsar tilraunir til þess að full- nægja þeirri löngun minni að geta ferðast til Kaupmannahafnar til þess að frama mig sem kennari í sönglist og leitað styrks bæði til þings og sýslu- nefndar og ávallt fengið sama svarið „nei“, en nú hefi ég byrjað á hinni síðustu tilraun, og hefir söngfélagið „Gígja“ nú afráðið að sækja um leyfi til að stofna tombólu í því skyni að styrkja mig svo framarlega að von væri um viðbót úr einhverri annarri átt. Nú dettur mér í hug að fara þess á leit við hina háttvirtu bæjarstjórn, hvort hún sjái sér ekki fært að styrkja mig á einhvern hátt til nefndrar ferðar; mér væri engu síður kært að geta fengið fé til láns, en líf mitt er ekki í ábyrgð svo ekki mun til neins um slíkt að ræða, að öðru leyti en því, að ef bæjarstjórnin sæi sér fært að veita mér styrk úr bæjarsjóði sem eg skuldbyndi mig til að borga aftur svo framarlega sem mér entist líf og heilsa til þess. Eg er sannfærður um að það hefði mjög mikla þýðingu fyrir framtíð mína ef mér gæti auðnast að fram- kvæma þetta umgetna og langþráða ferðalag. Akureyri 14. janúar 1893. Virðingarfyllst, MEinarson Til bæjarstjórnarinnar á Akureyri. • Harmoni-fræði og hornablástur Það fer fáum sögum af því hvernig Magnúsi Einarssyni gekk að afla farar- eyris, en hinn 8. maí sótti hann enn um styrk til frekara náms til stjórn- valdanna, en ekki hefir tekist að finna heimildir um hvaða árangur það bar. Hins vegar má sjá af bréfi frá Magnúsi til bæjarstjórnarinnar á Akureyri að hann hefir haft 500 kr. í farareyri og að hann hefir komið til Kaupmanna- hafnar um mánaðamótin maí-júní 1893. Hann sendi bæjarstjórninni sundurliðaðan reikning yfir það hvernig hann varði þessu fé og voru kostnaðarliðirnir eftirfarandi: Ferðin kostaði 70 kr. Fatnaður, skóro. fl. 130 kr. Horn 50 kr. Ætlað fyrir harmoni- um 150 kr. og fæði, húsaleiga og kennsla o. fl. minnst 60-70 kr. á mánuði. Það var greinilegt að fjár- skortur vofði yfir enda var efni bréfs- ins beiðni um frekari fjárstyrk eða lán. Aðalkennari Magnúsar var Norðmað- ur að nafni Viggo Sanne, fæddur í Osló 1840, en starfaði lengst ævinnar í Kaupmannahöfn sem hornleikari í konunglegu kapellunni og öðrum hljómsveitum, en jafnframt söng- kennari og varð það hans aðalstarf. Hann hafði nýgefið út kennslubók sem bar heitið „Musiklærens Begynd- elsesgrunde“ og var eftirmaður Berg- greens sem „Sanginspektör.“ Af þess- um manni gat Magnús Einarsson margt lært. Heima á Akureyri var einnig nokkur viðbúnaður til að efla tónlistarlíf bæjarins eins og bréf 8 góðborgara til bæjarstjórnarinnar 17. júlí 1893 ber með sér, en þar segir: Söngféiagið „Gígja“ og félagið „Dí- ana“ á Akureyri hafa komið sér saman um að reyna að gangast fyrir því að koma á fót hornamúsík í Akureyrar- bæ. En af því allmikið fé þarf til þessa, ætla félögin að leita samskota hjá bæjarbúum, en þótt þess megi vænta að menn almennt taki þessu máli vel er naumast við því að búast að nægi- legt fé fáist á þennan hátt: leyfum vér oss því að leita til hinnar háttvirtu bæj arstj órnar Akureyrarkaupstaðar og biðjum hana að styrkja þetta þarfa og fagra fyrirtæki með svo ríflegu fjárframlagi, sem hún sér framast fært, úr bæjarsjóði. Vonum vér að hin háttvirta bæjar- stjórn styðji málefni þetta eftir bestu föngum. Til er bréf frá Magnúsi Einarssyni til bæjarstjórnar Akureyrar sem sýnir glögglega sambandið milli samskot- anna og ferðar Magnúsar, en það hljóðar svo: Jeg leyfi mér að byrja bréf þetta með því að flytja hinni háttvirtu bæjar- stjórn Akureyrar þakklæti mitt fyrir þá hjálp sem hún veitti mér til að komast hingað til Kaupmannahafnar, er eg hafði svo lengi þráð. Eg hefi nú þegar dvalið hér í mánuð og unnið mér mikið gagn á þeim stutta tíma og mun framvegis reyna að gjöra mitt til þess að vera mín hér geti orðið mér og öðrum að svo miklum notum sem auðið er. En þótt eg hafi ekki dvalið hér lengur, er eg samt kominn að þeirri niðurstöðu að mig kunni að skorta fé, því að það er hvort tveggja að kennslan er miklu dýrari en eg áður hugði, enda er það höfuðatriðið fyrir mig að hafa hana sem besta, þar eð námstíminn er svo stuttur. Það er því aðaltilgangur minn með þessum línum að biðja hina háttvirtu bæjarstjórn að útvega mér 100 króna lán og ganga í ábyrgð fyrir svo framar- lega sem amtsráðið hefur ekki veitt mér þær 100 krónur er eg sótti um til þess. Eg skal geta þess að kennslan hefur 64
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.