Samvinnan - 01.12.1984, Blaðsíða 47

Samvinnan - 01.12.1984, Blaðsíða 47
Það hlýtur að hafa verið fólk fyrir utan á meðan, sem horfði hlutlaust á bæjarstjórnarhúsið og gosbrunninn - °g kannski stráðu þau molum af volgu brauði til dúfnanna. Hver sína leið Við göngum niður tröppurnar. Ég held dyrunum opnum fyrir henni. Vindurinn fyrir utan Jætur stóran stráhattinn með gervirós- >nni taka dýfur. Það er eins og hann fljóti á vatni. Sársaukinn verður örlítill og skarp- ur eins og óháður sjálfum mér. Á torginu borðar fólk pulsur. Dúf- urnar fljúga upp. Við horfumst í augu. Óháð hvort öðru. segir hún, eins og við hefðum komið okkur saman um að segja bara „Hæ“. Hún velur sér leið. Óhjákvæmilega Vel ég þá gagnstæðu. Ungur maður býður mér Guð í formi teiknimyndaheftis. Ég fæ hon- um fimmkall og sting Guði í vasann. „Guð elskar þig“, segir hann og brosir. Unga fólkið er í bómullarbolum með Tarzan, Tordenskjöld, kapp- akstursbílinn, veðhlaupahestinn, tunglflaugina og Marelyn Monroe þrykkt á þunna bómullina yfir hjarta- stað, yfir púlsinn og brjóstin. Svo þcssir bláu tvístruðu litir. Kúrekar. Sumarský. Vatn. Ég er þrjátíu og þriggja. Og ekki sérlega ungur lengur. Skýin tvístruð. Svoleiðis var það líka þann dag. Við gengum upp tröppurnar. Þá v°ru stúlkurnar á háum mjóum hælum. Fótatak hennarheyrðist alltaf. hötin okkar voru svo ný að það þrakaði í okkur. Við vorum tauga- óstyrk. Við sátum á biðstofu ásamt útlend- ingi og grannri ljóshærðri konu. Kon- an var eldri en hann. Flann var alltaf þrýsta hendur hennar. Hversu nukið vissu þau um hvort annað? Horaður maður með gleraugu, sem satu skakkt, las upp fyrir okkur hlausu. Við áttuðum okkur ekki á orðunum. Samt sögðum við já á rétt- um stöðum, háum skýrum röddum. Við gerðum það háttstemd, eins og við værum að fremja glæp eða eitthvað heilagt. Það hlýtur að hafa verið fólk fyrir utan á meðan, sem horfði hlutlaust á bæjarstjórnarhúsið og gosbrunninn og borðaði soðnar pulsur á meðan og ristaðar pulsur með grófri brúnni húð. Og kannski stráðu þau molum af volgu brauði til dúfnanna og létu þær setjast á hendur sínar. Þannig gerði maður líka þá. Svo hentu fjölskyldur okkar hrís- grjónum í hausinn á okkur. Við ókum burt í vagni með stígvéli. Við vorum gift. Mikið vorum við gamaldags þá - fyrir tólf árum. Við hefðum getað verið okkar eigin foreldrar. Við vorum staðföst. Við sátum á skrifstofu. Ég hafði sparað dálítið saman. Hún safnaði silfurskeiðum. En við giftum okkur fyrst og fremst útaf íbúðinni. Við vorum svo heppin að ást okkar og tvö herbergi og eldhús kom alveg heim og saman. Aðrir, sem voru síst minna ástfangnir, urðu að taka sporvagninn á hverju kvöldi. Til að byrja með vorum við önnum kafin við að vera nýgift. Við innréttuð- um íbúðina eins þægilega og við gátum. Hún bjó til lampaskerma úr basti. Og við keyptum stóran spegil, svo við gætum verið örugg um að líta sómasamlega út, þegar við legðum af stað. Á þeim tímum litum við öll sóma- samlega út. Stuttklippt, nýpressuð og fín. Flár hennar vippaðist í krullur við eyrun. Henni fannst hún vera veik, ef lykkjufall kom á sokkinn hennar. Þunnu gljáandi sokkarnir hennar og varirnar. Það var mikilvægt. Hún var með varaliti í gyltum hulstrum. Hún dró varirnar upp, gerði þær Smásaga eftir Dorrit Willumsen Þýðandi: Kristín Bjarnadóttir Úr smásagnasafninu ,,Hvis det virkelig var en film" Útg.: Gyldendal, Khöfn. 1978. 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.